Thursday, December 27, 2007

Jamm

frekar mikil leti í gangi núna, svo mikil að ég nenni ekki út úr húsi;-)
í þennan kulda og snjó..brrrr+



Ekki það að ég þarf ekkert að fara eða gera neitt sérstakt í dag, svo ég bara kúri mig undir sæng með góða bók:-)

En seint í kvöld þá rennum við upp á völl og náum í Jóa og Láru sem eru að koma heim í jólafrí:-)

Annars eru jóladagarnir búnir að vera svolítið undarlegir þetta árið, t.d. á jóladag kyngdi niður snjó og það var blindbylur hér í Mosó svo varla sást á milli húsa. Ég var bara enn á náttfötunum þegar ég hringdi í afa um fimmleytið og hálfpartinn afboðaði komu mína í jólaboðið vegna veðurs. En svo u.þ.b. klukkutíma seinna þá allt í einu birti til og hætti að snjóa svo að ég dreif mig í sturtu og betri föt, fór út og þurfti að klofa yfir snjóskafla til að moka af bílnum;-)
En komst að lokum í jólaboðið, hangikjöt og tilheyrandi..

Annar í jólum (26.des) var líka svolítið undarlegur dagur þar sem ég var aðeins að aðstoða vinkonu mína í ákveðnu verkefni sem ég ætla ekki að tala um hér, en það var gefandi og skemmtileg upplifun;-)

Vona að þið hafið það notalegt í dag og næstu daga;-)
Jólakveðja
Sandra

Vil enda að venju á leiðsögn frá Ikeda:

27. desember
Sama hverjar kringumstæðurnar eru, skaltu aldrei játa þig sigraðan. Aldrei halda að þú sért komin í blindgötu, að allt sé búið. Þú býrð yfir dýrlegri framtíð. Og einmitt þess vegna, verðurðu að þrauka og fræðast. Lífið er eilíft. Við verðum að einbeita okkur að þessum tveimur tilverum nútíð og framtíð og ekki festast í fortíðinni. Við verðum ávallt að hafa það hugarástand að byrja upp á nýtt “frá þessu augnabliki”, til að hefja nýja baráttu á hverjum degi.

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda