jóló
Sit í pakkahrúgu og er að klára að skrifa kortin og pakka inn því sem ég ætla að senda af stað í pósti á morgun;-)
Fór aðeins í búðir í dag og keypti örfáar gjafir..og eitthvað fleira.
Það var föndurdagur í skólanum í gær og gekk það eins og sögu, rólegt og skemmtilegt...
Var frekar glöð um daginn þegar ég vann 2 miða á jólatónleika Bjögga Halldórs í Höllinni í einhverri getraun á netinu;-)
Ég mundi meira segja eftir að ná í miðana í gær( svona fyrir þá sem lásu færsluna mína um gleymskuna) og er því að fara á tónleikana á morgun um miðjan daginn og býð mömmu með mér...
En það er fleira á dagskrá á morgun, ætla að fara á kyrjun í fyrramálið, svo er bíóferð annaðkvöld og ef heilsan leyfir þá verður jafnvel farið að tjútta örlítið:-)
Já svona er nú lífið, oft gaman og gleði, birta og góð heilsa, en stundum smýgur rökkrið augnablik inn í líkama og sál...
Stundum kveiki ég á kerti fyrir því sem mér liggur á hjarta hverju sinni á kertasíðunni hér til hliðar og hvet ykkur til að kíkja á þá síðu..
En nú er aftur komin helgi og margt skemmtilegt og notalegt framundan;-)
Ætla að kveðja í bili, klára að dunda og hvílast fram á morgun...
Vona að þið hafið það sem best um helgina..
Sandra
Vil að venju enda á leiðsögn frá Ikeda:
8.desember
Lífsgleði er ekki einungis þín persónulega eigingjarna hamingja. Né heldur er það að gera aðra hamingjusama á kostnað þinnar eigin hamingju. Þú og aðrir að gleðjast saman, þú og aðrir að verða hamingjusöm saman – það er hið leynda lögmál og hið undursamlega við okkar hlið á kosen-rufu. Daishonin segir, “Gleði þýðir að maður sjálfur og aðrir eigi visku og samúð”. (Gosho Zenshu, p. 761).
<< Home