Saturday, December 27, 2014

jólafrí

alltaf gott að fá smá frí:-)
Aðfangadagskvöld var notalegt og skemmtilegt, vorum 8 manns heima hjá Jóa, Láru og Gunnari, borðuðum ljúffengan hamborgarhrygg og meðlæti, Gunnar afhenti pakkana og var spenntur yfir þeim, og partýið endaði svo rúmlega 00:30:-)

Vaknaði um eitt leytið á jóladag, tók því rólega, sótti svo mömmu rúmlega 5 og við fórum í jólaboð til afa;-)

Í gær vaknaði ég um hádegi, fór smástund í ræktina til að liðka bakið, var að dunda mér fram eftir degi og svo komu Jói og Gunnar í hangikjöt um kvöldmatarleytið, áttum rólegt kvöld, horfðum á sjónvarpið og höfðum það notalegt:-)

Í dag er ég bara að hangsa og taka því rólega, ekkert planað sem er líka nauðsynlegt:-)

á morgun stefni ég á að fara á jólaball með Gunnari og fleiri fjölskyldumeðlimum:-)

Jamm, allt rólegt og gott hér í sveitinni núna...
Óska ykkur góðrar hátíðar, leti og afslöppunar:-)
Sandra lata....


Sunday, December 21, 2014

sit

hér og hlusta á jólalög, var að pakka inn síðustu jólagjöfunum, á eftir að skrifa nokkur jólakort og er að fara að baka annan skammtinn af gómsætum engiferkökum:-)

Hef annars haft nóg fyrir stafni á aðventunni. Fór í 4 jólasaumaklúbbshittinga sem er meira en vanalega;-)
En það var þannig að elsti klúbburinn minn Ármúlapæjurnar hefur eiginlega aldrei hist í desember en þetta árið ákváðum við að hittast oftar framvegis og Ingibjörg vildi bjóða okkur heim í jólasaumó og ætlum við að koma á þeirri hefð að hafa jólahitting:-)
Við hittumst hjá Ingibjörgu, fengum okkur heitt súkkulaði, kökur, kex og osta, fórum í pakkaleik og áttum skemmtilegt kvöld:-)
Annað sem skýrir aukin fjölda hittinga í des er  að hópur með nokkrum skemmtilegum stelpum í vinnunni sem ég stofnaði  í sumar, ákvað að hittast fyrir jól og við vorum bara grand á því,  fórum á hádegisjólahlaðborð í Perlunni og áttum yndislega stund saman:-)

Svo hitti ég líka hina tvo gömlu hópana mína eins og undanfarin ár.
Víkurskólapæjurnar hitti ég á kaffihúsi niðri í bæ, við skiptumst á gjöfum og áttum góða stund:-)
Heiður vinkona bauð okkur Gyðu svo í jólakaffi í nýju íbúðina og þar áttum við skemmtilega stund, fengum heitt súkkulaði, heimabakaðar smákökur og fleira góðgæti og skiptumst á gjöfum:-)

Það hefur  ýmislegt annað á dagana drifið, fór með mömmu í búðarferð einn sunnudaginn að kaupa jólagjafir og ýmislegt fleira....
hef líka verið að dunda við að baka nokkrar sortir sem klárast fljótt, fór með heimabakaðar kökur í saumaklúbba og í vinnuna þar sem smákökusmakk, keypt jólagjafir og skrifað jólakort, finnst það skemmtileg og notaleg hefð og senda og fá handskrifuð eða mynda jólakort:-)

Gunnar frændi kom í næturgistingu í byrjun desember og hann hefur líka komið í heimsóknir og pössun og höfum við átt fínar stundir saman, t.d. fylgdist  hann aðeins með bökunarferlinu um daginn, fékk að smakka deigið og fylgjast aðeins með kökunum í ofninum og fékk svo að smakka heitar smákökur og mjólkurglas með:-)

 Læt þetta nægja í bili, hafið það gott og farið varlega í jólastressinu..