Friday, August 31, 2018

Við

mamma fórum á Mamma Mía 2 singalong  á föstudagskvöldinu, gaman að sjá þessa mynd aftur og við sungum aðeins með ásamt fleiri í salnum:-)

Á menningarnótt hittumst við Jói bróðir um kaffileytið á Hlemmi og stuttu seinna bættist Helgi vinur hans í hópinn. Við gengum  niður Laugaveginn og komum við á svölunum á Pedersen svítunni og hlustuðum á einhvern frekar misheppnaðan karlakór:-)
Við héldum áfram niður á Austurvöll, fengum okkur kaffi, fórum niður á Tjörn og þar kvaddi Helgi okkur. Við Jói kíktum aðeins inn í Iðnó og héldum svo áfram ferð okkur upp á Hlemm. Stoppuðum aðeins á útiballinu hjá dj Margeiri og dilluðum okkur smástund. Þá var klukkan að nálgast hálf sjö.. Við ákváðum að taka smá pásu frá bæjarlífinu og fara  í Ásgarðinn, ég náði í bílinn minn sem var staðsettur hjá Nóatúni og Jói hjólaði af stað heim á leið. Við stoppuðum heima hjá Jóa í rúmlega klukkutíma, fengum okkur pizzu og horfðum á fréttirnar.

Svo var haldið aftur af stað, við lögðum hjá BSÍ og fórum í Hljómskálagarðinn á tónleika. Hittum þar Gulla vin okkar og fjölskyldu hans. Hlustuðum á hljómsveitina Dimmu og gengum svo öll saman yfir á Arnarhól þar sem voru líka tónleikar. Fundum góðan stað, settumst niður og sáum hljómsveitirnar Írafár og Todmobile og þá komst mín í stuð, söng og dansaði enda er þetta eitt af mínum uppáhaldsböndum og og ég hef sjaldan séð þau í eins flottu formi og þetta kvöld:-)
Eftir tónleikana var fínasta flugeldasýning sem við horfðum á..
Að þessu loknu gengum ég, Jói og Gulli af stað í bæinn, fórum aftur í útipartýið hjá Dj Margeiri, dönsuðum þar í c.a. hálftíma þar til ballið var búið og ljósin kveikt, mikið stuð:-)
Þá var klukkan orðin miðnætti og strákarnir vildu kíkja á fleiri skemmtistaði svo ég kvaddi þá og labbaði í bílinn og var komin heim um eittleytið, þreytt og ánægð eftir skemmtilega samverustund:-) Við vorum heppin með veðrið allan daginn og fram á nótt, sól, þurrt, hiti og næstum logn:-)

Rólegt á sunnudeginum, Gunni og Gunnar komu að vestan og gekk ferðin vel og áttu þeir góða stund saman, fóru að veiða í góðu veðri og Gunnar var ánægður með sig eftir veiðiferðina:-)

Síðastliðna helgi var bæjarhátíðin í Mosó sem við tókum þátt í, ásamt því að eiga góðar stundir með Jóa og Birgi:-)
Á föstudagskvöldið fóru þeir feðgar í sund, komu svo í heimsókn, við fengum okkur pizzu, og horfðum saman á teiknimyndina um Gosa.  Birgir horfði dolfallinn á, þetta er held ég í fyrsta skipti sem hann horfir á heila teiknimynd:-)

Vaknaði snemma á laugardagsmorgum, fór á kóræfingu og svo sungum við nokkur lög í Álafosskvosinni sem var hluti af bæjarhátíðinni.
Jói, Gunni og Birgir komu að horfa á okkur og þótti mér vænt um það:-)
Eftir sönginn fengum við okkur kaffi og stoppuðum aðeins í kvosinni og fórum svo yfir í Hlégarð sem er stutt frá. Birgir var duglegur að hjóla og ganga þennan spotta og við vorum smástund þar, fengum okkur sæti á bekk og horfðum á Birgi rúlla sér niður hólinn sem er mikið sport hjá honum þessa daganna:-)
Veðrið var fínt alveg fram á kvöld, sól, lítill vindur og þurrt:-)

Fórum svo öll heim og þeir feðgar stoppuðu smástund og fóru svo í barnaafmæli.
Gunni og ég tókum því rólega fram á kvöld og kíktum svo á útitónleikana í Mosó.
Þetta voru flottir tónleikar og fullt af fólki og gaman að því að hverfið okkar (gula hverfið) var annað árið í röð valið best skreytta hverfið:-)

Á tónleikunum komu fram listamennirnir; Stjórnin, Sverrir Bergmann, hljómsveitin Albatross, Jóhanna Guðrún sem er hörkusöngkona og söng fínustu lög og svo sú sem bar af þetta kvöld (að mínu mati) Ragga Gísla sem söng gömlu, flottu Grýlulögin, ásamt fleiri lögum og sungum við með og dilluðum okkur aðeins:-)
Við vorum í c.a. einn og hálfan tíma, og það passaði þegar við fórum heim byrjaði að rigna:-)
Flott og skemmtileg samverustund þann daginn og kvöldið:-)

Það gengur vel í vinnunni, ég hef verið í 1. bekk undanfarna daga og er það skemmtilegt og fróðlegt að vera þar:-)
Fer svo í 3. bekk í næstu viku og verð væntanlega meira og minna þar í vetur:-)
Ég sé um gæsluna ásamt fleiri starfsmönnum á morgnana og er það ágætt og líka í frístundinni þar sem ég er 3 daga í viku milli 14:00 og 16:00, er búin klukkan 14:00 á föstudögum sem er frábært, lét það eftir mér þetta árið:-)

Kíkti til mömmu eftir vinnu á mánudaginn, fór í vinnuna mánudag, þriðjudag og miðvikudag, var búin að vera eitthvað slöpp þessa viku en samt rólfær, en seinnipartinn á miðvikudag helltist í mig kvef, verkir, hiti og vanlíðan svo ég var heima í gær og dag;-(
Fór á læknavaktina í gærmorgun í streptókokkapróf, þorði ekki öðru þar sem ég hef 2 sinnum fengið þá leiðindasýkingu, en var ekki með þá núna sem betur fer...

Jamm, tek því rólega um helgina og verð vonandi búin að ná mér á mánudaginn...

Nóg í bili..
Sandra kvefaða..

Thursday, August 16, 2018

Síðastliðinn

fimmtudag var sól og sumar á Fróni og því skelltum við Gunni okkur í sundlaugina hér hinu megin við götuna, fórum í sólbað, pottinn og gufuna:-)

Á föstudaginn var Jói að vinna lengur og því sóttum við Birgi í leikskólann og fórum í Ásgarðinn. Gunnar og vinur hans komu svo úr Hæðargarðinum um klukkustund síðar og Jói kom svo aðeins seinna. Við áttum góða fjölskyldustund fram á kvöld, hlógum og horfðum á videómynd:-)

Á laugardeginum hitti ég Jói, strákana og vinafólk niðri í bæ, við fórum í Hljómskálagarðinn, sáum hluta af gleðigöngunni koma í garðinn, krakkarnir léku sér í leiktækjum góða stund, og svo gengum við lengra í bæinn og enduðum á kaffihúsi þar sem við fengum okkur hressingu:-)
Við sátum þar í tæplega tvo tíma og gengum svo aftur í bílana. Jói og strákarnir komu svo í Mosó og voru fram á kvöld, fínasta samverustund þann daginn:-)

Á þriðjudaginn fór ég til tannsa og byrjaði svo að vinna í gær...
Líst vel á veturinn, verð væntanlega á yngra stigi (1. -3. bekk) allavega til að byrja með og verð líka aðeins að vinna í frístundinni:-)

Var að vinna í dag, kom heim og hvíldi mig og fór svo í smá gönguferð í frábæru veðri, sól og logn í sveitinni í dag:-)

Gunnar, Gunni og Valli fóru vestur í dag og verða þeir nafnar fram á sunnudag, gaman hjá þeim að fara í smá ferðalag saman:-)

Ég og mamma ætlum að fara annaðkvöld á Mamma mía 2 singalong sýningu, gaman að fara aftur á þessa flottu bíómynd:-)

Svo er menningarnótt á laugardaginn, mun ekki hlaupa 10. km í RVK maraþoninu þetta árið en kíki kannski í bæinn ef ég er í stuði:-)

Ekki meira að frétta í bili...

Tuesday, August 07, 2018

Róleg

og góð verslunarmannahelgi að baki..
Það var gott veður mestalla helgina, rigning á föstudegi, en sól og sumar hina dagana:-)

Á fimmtudeginum kíkti ég aðeins til Jóa og strákanna og tók því svo rólega um kvöldið, horfði á Mamma Mía 1 sem ég hef ekki séð síðan 2008, langaði að sjá hana aftur og var það mikil skemmtun:-)

Á föstudeginum fór ég í Kringluna og Rúmfó þar sem ég keypti nokkra hluti fyrir mömmu sem hana vantaði. Fór svo í kaffi til mömmu og átti svo rólegt sjónvarpsglápskvöld:-)

Á laugardeginum fór ég í c.a. klukkutíma gönguferð og sólbað á Úlfarsfellið í 15 stiga hita, litlum vindi og sól:-)
 Kom svo heim, var í tiltekt, tölvuhangsi og rólegheitum fram eftir degi og fór svo til Heiðar vinkonu um kvöldið, áttum góða stund saman, horfðum á góða grínmynd og kjöftuðum til rúmlega 1 um nóttina:-)

Á sunnudaginn  fór ég í sund, sat í nuddpottinum dágóða stund, fór í gufu og lét svo líða úr mér smástund hér heima í sófanum:-)
Kíkti svo seinnipartinn til mömmu og við fórum í bíltúr niður í bæ...
Horfði svo á beina útsendingu frá brekkusöngnum frá Eyjum í sjónvarpinu um kvöldið:-)

Í gær kíkti ég í Kolaportið, hef ekki komið þangað í mörg ár. Keypti mér smávegis af dóti, m.a. nokkrar bækur, leikföng og sokka:-)

Fór í gönguferð seinnipartinn og átti fínasta dag hér heima í rólegheitum, þvoði þvott, las bók, og horfði á sjónvarpsþætti og bíómynd:-)

nóg í bili...
Hafið það gott í vikunni:-)

Thursday, August 02, 2018

föstudaginn

13. júlí sótti ég mömmu, við fórum í smá útréttingar og enduðum svo á American Style til að halda aðeins upp á afmælið mitt.
Eftir að ég hafði skutlað henni til baka kíkti ég við hjá Jóa og sú heimsókn breyttist eiginlega í smá afmælisveislu fyrir okkur Birgi þar sem að Jói, Gunnar, Birgir, Gunni og ég vorum samankomin og svo komu líka Björn og fjölskylda í heimsókn:-)

Afmælisdagurinn var mjög rólegur, ég fékk nokkur símtöl frá ættingjum og vinum og fullt af kveðjum á fésbókinni, og fór svo seinnipartinn í góða gönguferð í sólskini í Álafosskvosinni og þar í kring:-)

Mánudaginn 16. var barnahátíðin Frumleikar haldin í Grundargerðisgarði og fór ég þangað til að kíkja á Gunnar sem var að kenna gestum og gangandi að búa til blöðrudýr:-)

Þriðjudaginn 17. júlí fórum við Gunni í rúmlega klukkutíma gönguferð í Elliðaárdalnum í góðu veðri, gengum frá rafstöðvarhúsinu að Indjánagili og til baka, fórum hringinn í fallegu umhverfi:-)

19. júli vaknaði ég snemma, fór í klippingu, búðarráp og hitti svo vinkonur mínar seinnipartinn í Smáralind þar sem við fengum okkur að borða á Fridays og fórum svo á skemmtilegu bíómyndina Bókaklúbburinn:-)

Miðvikudaginn 25. júli var komið að ferðalaginu vestur:-)
 Jói og strákarnir komu í hádeginu og við lögðum af stað um eittleytið.. Við fengum gott veður á leiðinni, stoppuðum á nokkrum stöðum og vorum komin í Litluhlíð um áttaleytið...

Dvölin og ferðin var fín, við fengum ágætis veður, einn daginn var 20 stiga hiti og rok, en annars var bara íslenskt veðurfar;  rigning, sól, heiðskýrt, vindur og logn til skiptis. Það gott að komast út úr bænum, við fórum í sund á Patró, lentum í sandstormi í rokinu niðri á strönd, fórum í sólbað, grilluðum steikur og pylsur og vorum þónokkuð útivið þegar veður leyfði:-)

Strákarnir veltu sér í grasinu, hoppuðu á trampolíni, hlupu um á ströndinni, óðu aðeins í sjóinn, keyrðu um í kassabíl, róluðu sér á sjóbelgjum, voru í tölvuleik og léku sér með hinum börnunum.
Við vorum 11-12 manns í allt þessa daga, þar af 5 börn svo það var oft stuð á mannskapnum.

Ferðin var líka vinnuferð því það þurfti að gera við gluggana og þakið á bænum og gekk það betur en búist hafði verið við í upphafi..
Við komum heim á mánudagskvöldinu, pínu lúin en ánægð eftir góðar samverustundir og fínustu ferð í sveitina:-)
 Myndir frá ferðalaginu má finna á myndasíðunni...

Í gær hitti ég vinkonur mínar þær Heiði og Valdísi og við fórum á Mamma Mía 2, skemmtileg og flott mynd og fengum okkur svo að borða á pizzastaðnum í Egilshöll, mæli með pizzunum þar:-)

Jamm, nóg af fréttum í bili, eigið góða daga og farið varlega í umferðinni um þessa stóru ferðahelgi...