Tuesday, August 07, 2018

Róleg

og góð verslunarmannahelgi að baki..
Það var gott veður mestalla helgina, rigning á föstudegi, en sól og sumar hina dagana:-)

Á fimmtudeginum kíkti ég aðeins til Jóa og strákanna og tók því svo rólega um kvöldið, horfði á Mamma Mía 1 sem ég hef ekki séð síðan 2008, langaði að sjá hana aftur og var það mikil skemmtun:-)

Á föstudeginum fór ég í Kringluna og Rúmfó þar sem ég keypti nokkra hluti fyrir mömmu sem hana vantaði. Fór svo í kaffi til mömmu og átti svo rólegt sjónvarpsglápskvöld:-)

Á laugardeginum fór ég í c.a. klukkutíma gönguferð og sólbað á Úlfarsfellið í 15 stiga hita, litlum vindi og sól:-)
 Kom svo heim, var í tiltekt, tölvuhangsi og rólegheitum fram eftir degi og fór svo til Heiðar vinkonu um kvöldið, áttum góða stund saman, horfðum á góða grínmynd og kjöftuðum til rúmlega 1 um nóttina:-)

Á sunnudaginn  fór ég í sund, sat í nuddpottinum dágóða stund, fór í gufu og lét svo líða úr mér smástund hér heima í sófanum:-)
Kíkti svo seinnipartinn til mömmu og við fórum í bíltúr niður í bæ...
Horfði svo á beina útsendingu frá brekkusöngnum frá Eyjum í sjónvarpinu um kvöldið:-)

Í gær kíkti ég í Kolaportið, hef ekki komið þangað í mörg ár. Keypti mér smávegis af dóti, m.a. nokkrar bækur, leikföng og sokka:-)

Fór í gönguferð seinnipartinn og átti fínasta dag hér heima í rólegheitum, þvoði þvott, las bók, og horfði á sjónvarpsþætti og bíómynd:-)

nóg í bili...
Hafið það gott í vikunni:-)