föstudaginn
13. júlí sótti ég mömmu, við fórum í smá útréttingar og enduðum svo á American Style til að halda aðeins upp á afmælið mitt.
Eftir að ég hafði skutlað henni til baka kíkti ég við hjá Jóa og sú heimsókn breyttist eiginlega í smá afmælisveislu fyrir okkur Birgi þar sem að Jói, Gunnar, Birgir, Gunni og ég vorum samankomin og svo komu líka Björn og fjölskylda í heimsókn:-)
Afmælisdagurinn var mjög rólegur, ég fékk nokkur símtöl frá ættingjum og vinum og fullt af kveðjum á fésbókinni, og fór svo seinnipartinn í góða gönguferð í sólskini í Álafosskvosinni og þar í kring:-)
Mánudaginn 16. var barnahátíðin Frumleikar haldin í Grundargerðisgarði og fór ég þangað til að kíkja á Gunnar sem var að kenna gestum og gangandi að búa til blöðrudýr:-)
Þriðjudaginn 17. júlí fórum við Gunni í rúmlega klukkutíma gönguferð í Elliðaárdalnum í góðu veðri, gengum frá rafstöðvarhúsinu að Indjánagili og til baka, fórum hringinn í fallegu umhverfi:-)
19. júli vaknaði ég snemma, fór í klippingu, búðarráp og hitti svo vinkonur mínar seinnipartinn í Smáralind þar sem við fengum okkur að borða á Fridays og fórum svo á skemmtilegu bíómyndina Bókaklúbburinn:-)
Miðvikudaginn 25. júli var komið að ferðalaginu vestur:-)
Jói og strákarnir komu í hádeginu og við lögðum af stað um eittleytið.. Við fengum gott veður á leiðinni, stoppuðum á nokkrum stöðum og vorum komin í Litluhlíð um áttaleytið...
Dvölin og ferðin var fín, við fengum ágætis veður, einn daginn var 20 stiga hiti og rok, en annars var bara íslenskt veðurfar; rigning, sól, heiðskýrt, vindur og logn til skiptis. Það gott að komast út úr bænum, við fórum í sund á Patró, lentum í sandstormi í rokinu niðri á strönd, fórum í sólbað, grilluðum steikur og pylsur og vorum þónokkuð útivið þegar veður leyfði:-)
Strákarnir veltu sér í grasinu, hoppuðu á trampolíni, hlupu um á ströndinni, óðu aðeins í sjóinn, keyrðu um í kassabíl, róluðu sér á sjóbelgjum, voru í tölvuleik og léku sér með hinum börnunum.
Við vorum 11-12 manns í allt þessa daga, þar af 5 börn svo það var oft stuð á mannskapnum.
Ferðin var líka vinnuferð því það þurfti að gera við gluggana og þakið á bænum og gekk það betur en búist hafði verið við í upphafi..
Við komum heim á mánudagskvöldinu, pínu lúin en ánægð eftir góðar samverustundir og fínustu ferð í sveitina:-)
Myndir frá ferðalaginu má finna á myndasíðunni...
Í gær hitti ég vinkonur mínar þær Heiði og Valdísi og við fórum á Mamma Mía 2, skemmtileg og flott mynd og fengum okkur svo að borða á pizzastaðnum í Egilshöll, mæli með pizzunum þar:-)
Jamm, nóg af fréttum í bili, eigið góða daga og farið varlega í umferðinni um þessa stóru ferðahelgi...
<< Home