Tuesday, June 30, 2009

Textabrot

eða hugleiðingar um hrunið og ástandið í samfélaginu sem ég skrifaði í október 2008.

Saturday, October 18, 2008
Umræður
í sjónvarpinu.
Nokkrir menn sitja við hringborð
og tala hver upp í annan.
Ekki benda á mig
segir maður í jakkafötum
aðrir bera ábyrgð
ég gerði ekkert
nema braska og kaupa.
Nei, segir sá
sem situr við hlið hans
þessi við hlið mér er sekur
og líka þú.
Einn að tala í einu
segir þáttastjórnandinn.
Hvað segir þú í miðjunni
hver ber ábyrgð
á ástandinu.
Ekki ég
bara allir aðrir.

Og hvað á að gera í því?
Allir að hamstra og geyma peninga í bankanum
við höfum stjórn á þessu.
En hvað með krónuna spyr maðurinn?
Tökum upp evru segir einn
styrkjum hana segir annar...
Tökum lán frá Rússum segir þriðji..

Blablabla.
Hvað með alþýðuna
hvers eigum við að gjalda?
Hver vill svara því?



Monday, October 13, 2008
Svart
hvítt, grátt.
Er heimurinn svona?
Hvað er auður?
Hvað er vald?
Hver eru þín verðmæti?
Peningar, vinátta, ást, hús, jeppi, fjölskylda, starf, þjóðerni, hlutabréf,
eða eitthvað annað?
Hvað skiptir máli?

Missir allt eða ekkert,
eða hluta af verðmætum?
Hvað gerist þá?
Hvernig tekst fólk á við það?
Sér ný tækifæri
eða allt vonlaust?
Er engin breyting,
eða skiptir það ekki máli?

Lífið heldur áfram..
reyna að halda rútínu
og aðlaga sig eins og hægt er
að breytingum
sem skella á fyrirvaralaust
í farsakenndum harmleik.

Fleiri

gamlar færslur:-)

24. maí 2002

Í dag er rigning. Ég ætla að skreppa í bókasafnið og ná mér í spólur ef mér líst á þær. Í gær var yndislegur dagur. Það var engin rigning og 13 stiga hiti. Sólin var á bak við skýin en samt svo heitt og milt.
Ég hjólaði í skólann, skilaði inn valinu fyrir næsta misseri og náði í verkefnin úr hópefli. Svo hjólaði ég heim. Síðan hjólaði ég í sund og lá þar í sólbaði í pottinum eins og skata. Sólin er oft sterkust þegar hún er á bak við skýin og því náði ég mér í smá lit. Svo hjólaði ég heim og er núna að drepast úr harðsperrum. Gott að hreyfa sig svona, svitna og finna fyrir líkamanum.
Annars er lítið að frétta. Þarf að undirbúa mig undir morgundaginn og lesa þessar leiðbeiningar.
Var að lesa skrýtna bók sem heitir Örendirnar. Frekar djúp og ljót bók um úrkynjun mannkynsins í dag. Þvílíkar pælingar. Skrýtið hvernig mannshugurinn vinnur. Skildi ekki allt í þessari vísindapælingu.
Ég er að brjálast yfir því að bíða eftir íslenskueinkuninni. Ég er svo óþolinmóð, langar svo að vita einkunina.
Fór í klippingu í dag. Þvílíkur munur að losna við þennan lubba. Ætla að horfa á STW 1 á eftir. Þarf að sofna snemma.

Monday, June 29, 2009

var

að fletta í gömlu dagbókinni minni frá 2002:-)
gaman að rifja upp, margt sem var gleymt, og því er nú gott að hafa minningarnar skrifaðar, hvort sem er í stílabók eða rafrænt:-)

En svona er færslan í bókinni 22.maí 2002:

Nammi, namm. Var að elda mér geðveikt gott pasta með pastasósu, papriku, og skinku og hvítlauksbrauð með, umm.

Talaði við Hagkaup í dag. Það var sem mig grunaði. Þeir hafa of mikið af fólki og eru jafnvel að fara að segja upp. Hagræða og breyta rekstrinum. Jæja þá er ég alla vegna búin að prófa að tala vð þá. Nú verð ég að vera dugleg að leita. Fer á fund á morgun kl. 5 út af kosningum.
Horfði á AI í gær. Hún er góð. Ekkert í sjónvarpinu en núna er ég svo notalega þreytt eftir matinn. Fór í smá gönguferð í dag.

Ætla kannski í skólann á morgun til að skila inn vali fyrir haustið. Vona að verkefnin séu komin til baka úr hópefli og stæ.
Djö, nenni ekki að bíða í 3 vikur eftir einkunnum.
Ef ég fell í stæ þá ætla ég að skoða prófið. Ég hefði átt að gera það í fyrra. Það var ein sem gerði það og hún gat hækkað sig upp og náði prófinu. Maður getur verið svo vitlaus stundum!
Vei, vei, ég fékk 8 í námskrárfræði:-)
Jibbý..

Sunday, June 28, 2009

Sunnudagur

rigningarúði, logn og hiti:-)

já, tíminn líður svolítið hratt og alltaf nóg um vera:-)
Hef verið að dunda mér að taka afrit af tölvugögnum og er ég að taka afrit af blogginu mínu þessa dagana:-)
Þetta tekur allt sinn tíma, afrita, líma inn i Word og svo framvegis,-)
ég er búin að taka afrit af öllum myndunum mínum og það tók sko tíma og reyndi á þolinmæði og skipulag:-)

Ég er líka búin að vera dugleg í leikfimi og að hreyfa mig:-)
Í gær tók ég daginn snemma, fór í Hafnarfjörð á kyrjun milli 10:00 og 12:00 og eftir kyrjun var þrifadagur í Jaðarleikhúsinu þar sem við höldum laugardgskyrjanir. Kom svo við í kaffisopa hjá mömmu, fór heim og hvíldi mig aðeins fyrir kvöldið:-)
Í gærkvöldi var stelpukvöld, vídjógláp og spjall hjá Gyðu og eftir það fórum við Heiður niður í bæ að dansa:-)
Kom heim um 3 leytið, ánægð og þreytt eftir skemmtilegan og fjölbreyttan laugardag:-)

Rólegt í dag, stefni á bíóferð í kvöld, á morgun er sjálfsvarnarnámskeiðið og framundan í vikunni er m.a. tími í klippingu, saumó, búddistanámskeið, fræðslufundur og Kosen-Rufu gongyo á sunnudaginn:-)

Hafið það gott í sumri og sól:-)
Risaknús og hamingja til allra:-)
Adios
Sandra sumarstelpa...

Leiðsögn dagsins á sínum stað:

28.júní

Í ritinu "Record of The Orally Transmitted Teachings (skráðar munnmæla kenningar)," segir Nichiren, „Þú ættir að líta á hindranir sem mæta þér sem sannan frið og huggun“. (Gosho Zenshu, p.750). Þú undrast kannski hvernig það að horfast í augu við hindranir geti verið uppspretta friðar og huggunar. En sannleikur málsins er að með því að berjast við og yfirvinna erfiðleika, getum við umbreytt hlutskipti okkar og öðlast uppljómun. Að mæta mótlæti óhræddur, stendur því fyrir frið og huggun.


Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

In the "Record of The Orally Transmitted Teachings," the Daishonin says, "One should regard meeting obstacles as true peace and comfort" (Gosho Zenshu, p. 750). You may wonder how encountering obstacles could be a source of peace and comfort. But the truth of the matter is that through struggling against and overcoming difficulties, we can transform our destiny and attain Buddhahood. Confronting adversity, therefore, represents peace and comfort.

Friday, June 26, 2009

Smá fræðsla

um hugtakið "Tíu heimarnir" sem við tölum oft um í búddismanum:-)
Hef birt þessa fræðslu hér áður, en vil rifja hana upp aftur:-)

Þetta eru 10 mismunandi lífsástönd sem fyrirfinnast í líkamlegu og andlegu lífi allra mannvera. Tíu heimarnir koma fram sem viðbrögð okkar við umhverfinu.
Tíu heimarnir hafa flestir jákvæðar og neikvæðar hliðar, og það er sama í hvaða ástandi maður er þá á alltaf að reyna að horfa á jákvæðu hliðarnar.
Það er t.d. hægt að vera í helvítisástandi en samt líða vel..

Markmiðið er að reyna að komast í tíunda heiminn, virkja og sýna Búddaeðlið og viðhalda því ástandi, en eins og við vitum þá gengur lífið upp og niður og við göngum í gegnum alla heimana einhvern tímann og það er jafnvel hægt að vera í nokkrum þeirra samtímis.

Markmiðið með því að ástunda búddisma Nichiren Daishonin er ekki sá að losa sig við neinn af þessum heimum, heldur að gera búddaeðlið virkt í þeim öllum.

Tíu heimarnir

1. Helvíti (Jigoku): er lægsta lífsástand mannsins.
Neikvætt: Mannveruna vantar lífsorku og frelsi. Ástandinu er viðhaldið með reiði og gremju út í það sem eyðir lífsorkunni.
Jákvætt: Víkkar sjóndeildarhringinn og knýr mann upp á við.

2. Hungur (Gaki):
Neikvætt: Þrá, hungur og grægði. T.d. þrá eftir auði, völdum, eða að stjórna öðrum. Þetta ástand getur leitt til þjáninga, heftingar á vexti og þroska og sjálfstortímingar vegna stjórnsleysis og óseðjandi hungurs.
Jákvætt: Vilji til að skapa eitthvað, þrá að láta í ljós þakklæti, ástúð og umhyggju og þrá eftir réttlæti og uppljómun.

3. Dýrseðli (Chikuso):
Neikvætt: Mannveran stjórnast af fáfræði, þekkingarleysi og eðlisávísun.
Frumskógarlögmálið er í gildi. Þetta ástand birtist gjarnan á vinnustað og í stjórnmálum.
Jákvætt: Einstaklingurinn gætir sín á hættum lífsins og sér um sína.

4. Reiði (Shura): Ástand sem stjórnast af sjálfselsku. Fólk, sem temur sér reiði lifir oft í þeirri blekkingu að það sé æðra öðrum, en í raun er líf þeirra innst inni, lítilfjörlegra og þrengra en annarra.

5. Rósemi (Nin): Þetta ástand er mannlegast og það lífsástand sem fólk þráir oftast.
Neikvætt: Erfitt að halda þessu ástandi lengi í einu og ekki æskilegt því fólk getur orðið ábyrgðarlaust og kærulaust til lengri tíma. Hugsanir á borð við:"Þetta reddast allt”, eða “það kemur ekkert fyrir mig”, geta tekið yfir.
Jákvætt: kyrrð og ró, og að ná valdi yfir þrám og eðlishvötum.

6. Algleymi (Ten): Í þessu ástandi er manneskjan létt í hjarta og fullnægð, hefur fengið óskir sínar uppfylltar og hvert augnablik er stórkostlegra en það síðasta. Lífsástand sem flestir sækjast eftir.
Neikvætt: Mannvera í svona ástandi getur auðveldlega hrapað niður í heim hungurs ef hún gætir sín ekki. Algleymisástandið eyðir lífsorku manna.
Jákvætt: eru gleði gagnvart lífinu (ekki varanleg), þakklæti og auðvelt að taka ákvarðanir.

7. Fræðsla (Shomon): Með þessu ástandi er upphaflega átt við, að hlusta á kenningar búdda. Einstaklingur, sem er í fræðsluheimi einbeitir sér að námi og fræðslu.
Neikvætt: getur leitt til hroka og yfirborðsmennsku.
Jákvætt: við getum notfært okkur aukna þekkingu til gæfu fyrir mannkynið.

8. Innsæi (Engaku): líkist að mörgu leyti fræðsluheimi en innsæi er auk þess sjálfsvakning í lífi okkar eða umhverfi. Þeir sem eru í þessu ástandi hafa mikið innsæi í vissa þætti tilverunnar.
Neikvætt: Hætta á að líta niður á annað fólk og jafnvel sniðganga það, hlusta gjarnan á aðra aðeins til að gagnrýna það sem þeir segja og halda sínum eigin skoðunum til streitu.

9. Bodhisattva (Bosatsu): Þetta ástand er stundum nefnt gæskuástandið, því það miðar að því að lina þjáningar annarra. Búddaeðlið birtist í Bodhisattvaheiminum.
Neikvætt: fólk eyðir stundum upp sinni eigin lífsorku.
Einstaklingar sem eru í þessum heimi geta átt það á hættu að álíta sig öðrum æðri.
Jákvætt: markmið er að veita öðrum manneskjum varanlega hamingju og sýna umhyggju, virðingu og skilning.

10. Búddaeðli (Butsu): Til að lifa hamingjusömu og fylltu lífi, sem er óhagganlegt, þurfum við trausta og trygga undirstöðu. Slíka undirstöðu er að finna innra með okkur og hvergi annars staðar. Þetta er kjarni lífsins eða búddaeðlið, sem við höfum öll innra með okkur.
Þessi óendanlega lífsorka er í öllum mönnum og hana er hægt að virkja með því að ástunda búddisma Nichiren Daishonin. Þessi orka er svo kraftmikil, að hún getur breytt öllum neikvæðum viðhorfum fyrstu níu heimanna til jákvæðrar afstöðu.

Leiðsögn frá Ikeda
25.júní

Við lifum á tímum þar sem tækifærin til djúpra tengsla við aðra eru allt annað en fjarlæg hugmynd. Tilgangslausar skemmtanir gefa bara stundargleði. Þær virka hvorki hvetjandi né heldur örva þær vöxt í eigin lífi. Andstæðan er búddismi, sem gerir fólki kleift að öðlast persónulegan þroska og bæta líf sitt. búddismi á alltaf rætur í raunveruleika lífsins. Hann er viskubrunnur sem færir hamingju og jafnvægi inn í fjölskyldur okkar, nánasta samfélag og þjóðfélagið í heild.

Tuesday, June 23, 2009

Leiðsögn 24.júní

24.júní
Þið verðið að vera sterk. Það er ekki nokkur von um að sigra í þessu óskipulega veraldarvafstri ef þið eruð veikgeðja. Það skiptir engu máli hvað aðrir segja eða gera, það er áríðandi að þið þroskið hæfileika ykkar og nýtið svo þá hæfileika. Sterk trú, að sjálfsögðu, er besta aðferðin til að draga fram innri styrk manns. Þið hafið hvert og eitt afar mikilvægt hlutverk, og ég vona að þið munuð vakna til meðvitundar um og vera stolt af því hlutverki.


Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Monday, June 22, 2009

jæja

krúttin mín, hvað segið þið í dag á þessum rigningar/sólardegi:-)

Ég dúlla mér í sumarfríinu, rækta líkama og sál með sundferðum, jóga, gönguferðum, fer í ræktina og á sjálfsvarnarnámskeið ásamt því að kyrja, fara á fundi og búddistanámskeið og hitta vini og vandamenn:-)

Svo hef líka verið virk í að mótmæla og slá á pottlok niðri á Ausutvelli:-)
Þýðir ekkert annað en að vera með, sýna samstöðu og láta heyrast í sér;=)

já svona hafa þessir fyrstu dagar í sumarfríi liðið:-)
er nú með bílinn í stóru skoðuninni hjá Toyota og er að bíða eftir að þeir hringi í mig svo ég geti sótt grænu eldinguna mína, nýskoðaða og flotta:-)

Framundan er m.a. umræðufundur á fimmtudag, sjálfsvarnarnámskeið í dag, miðvikudag og föstudag, fræðslufundur í næstu viku, jafnvel saumaklúbbur og svo var ég að hugsa um að fara í 3.kílómetra Jónsmessumiðnæturhlaup(göngu) í Laugardalnum annaðkveld:-)

Bið að heilsa ykkur núna og óska ykkur frábærra og skemmtilegra daga:-)
Sendi öllum stórt knús og jákvæða orku;-)

Nam-mjó-hó-renge-kjó
Sandra sumarbarn...

Leiðsögn dagsins á vel við ástandið í samfélaginu núna:

22. júní

Það er út í hött að vera heltekin af gömlum mistökum. Og það er jafn fáránlegt að vera sjálfsánægður með hin litlu afrek. Búddismi kennir að það er nútíðin og framtíðin sem skipta máli, ekki fortíðin. Hann kennir okkur hugarfar þrotlausra framfara til að sigrast á nútíðinni og halda áfram alltaf til framtíðar. Þeir sem vanrækja þetta hugarfar stanslausra framfara stýra lífi sínu í átt til tortímingar.

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Sunday, June 21, 2009

21.júní

Þegar þú helgar líf þitt því að ná takmarki þínu, þá mun grunnhyggin gagnrýni ekki trufla þig. Í reynd er ekki hægt að áorka neinu sem skiptir sköpum ef þú leyfir smávægilegum málum að hafa áhrif á þig, alltaf lítandi um öxl og að spá í hvað aðrir segja eða hugsa. Lykillinn að árangri er að halda áfram einbeittur þá leið sem þú hefur valið þér.

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Thursday, June 18, 2009

7.5 hertz, öllum bænum þínum svarað

Leiðsögn eftir hr. Nakano (aðstoðar menntunarleiðtoga Chiba umsjónarsvæðisins í Japan).

Nóbelsverðlaunahafinn Togenawa prófessor sagði sögu um hjarta mannsins (ekki hjartað sem dælir blóði heldur hjartað þar sem tilfinningar þínar eru).

Í fyrsta lagi, hvar er hjarta þitt? Venjulega bendum við á bringuna á okkur til að leita að hjartanu, en í rauninni er það í heilanum. Margir halda að með því að vita meira um heimspeki þá viti þeir meira um hjartað, en í raun er það ekki þannig. Í dag eru til vísindalegar sannanir um að hjartað sé hluti af heilanum.

Það er til saga um nýfætt barn. Ímyndaðu þér að fjölskyldumeðlimir þess séu japanskir, amerískir, kínverskir, franskir, þýskir og kóreanskir. Og ímyndaðu þér að fjölskyldan tali við barnið á 6 mismunandi tungumálum. Hvaða tungumál telur þú að barnið byrji á að tala? Svarið er – öll tungumálin.

Þetta er sönn saga. Þetta sýnir að heili barnsins ræður við þetta. En af hverju er þetta hægt? Ástæðan er sú að heili barnsins vinnur á annan hátt en heili fullorðinna. Mismunurinn liggur í tíðni heilabylgjanna.

Úr hverju er mannslíkaminn búinn til? Eins og þú líklega veist þá er mannslíkaminn búinn til úr frumum. Það eru um það bil 70 trilljónir fuma í líkama þínum, frá táberginu að höfðinu. En úr hverju eru þessar frumur? Þær eru búnar til úr mólikúlum og þessi mólikúl eru búin til úr atómkjarna. Atómkjarninn er búinn til úr öreindum sem eru búin til úr skömmtum (quantum). Lengra hafa nútíma vísindin ekki komist í uppgötvunum sínum. En hvernig virkar skammtur (quantum)? Það er sagt að skammtar séu eindir sem sveifli eða hafi tíðni eins og bylgjur. Það þýðir að líkaminn er myndaður úr bylgjum eða tíðni.

Þessi kenning hefur verið sönnuð með rökum en ekkert hefur þó fundist sem getur mælt hana. En nú hefur Bandaríkjamaður að nafni Wienstock fundið upp vél sem hefur sannað vísindalega að líkami okkar er búinn til úr bylgjum. Allt sem til er í þessum heimi gefur frá sér bylgjur/tíðni. Semsagt allt sem til er hefur tíðni. Dýr og plöntur hafa líka tíðni. Í mannslíkamanum eru það heilabylgjurnar sem hafa sterkustu bylgjurnar/tíðnina.

Rannsóknir hafa sýnt að alheimurinn hefur mjög fínar bylgjur. Ef þú setur það í samhengi við bylgjulengd eða tíðnisvið manneskju er bylgjulengd alheimsins á milli ~ bylgju og θ bylgju. θ bylgjan er eins og ástand þar sem þér finnst þú fljóta um og þér líður mjög vel. ~ bylgjan er eins og ástand þar sem þér finnst þú vera mjög heppinn og gætir unnið í lottóinu eða í spilavítinu og þú ert í besta ástandi. Bylgjulengd alheimsins er eins og þegar ~ bylgjan og θ bylgjan eru í fullkomnu jafnvægi. Ef þessi bylgjulengd er mæld með tækjum er hún 7.5 hertz.

Þá að sjálfsögðu er 7.5 hertz besta ástandið fyrir okkur manneskjur. En trúir þú því að það séu til manneskjur sem lifa í þessu fullkomna ástandi? Í raun, já. Börn fæðast í þessu ástandi sem er algerlega í takt við bylgjulengd alheimsins. Þetta ástand skapar það ástand fyrir heilann að hann getur samþykkt hvað sem er. Það er ástand þar sem hjarta þitt er hreint og þú skapar þér ekki örvæntingu, reiði eða gremju.

Að gráta af hungri stafar af annarri gerð tilfinninga. Þess vegna geta börn verið á bylgjulengd 7.5 hertz og það skýrir fegurð augna þeirra, fallega húðina og hvað þau vaxa hratt. Þess vegna geta börn skilið og talað 6 tungumál.

En er það mögulegt fyrir fullorðna manneskju sem upplifir þunglyndi, sem særir aðra og sem svíkur aðra, að komast í ástand 7.5 hertz? Togenawa prófessor mælir með tveimur atriðum sem ávallt ætti að hafa í huga til þess að komast í þetta ástand.

Í fyrsta lagi, þegar hugsað er tilbaka, að hugsa þá um góða og skemmtilega hluti sem áttu sér stað. Þegar þú hugsar alltaf um góða hluti sem gerst hafa munu skemmtilegir og spennandi hlutir koma til þín á eðlilegan hátt. Þú munt gera þér grein fyrir hversu hamingjusöm/samur þú ert með líf þitt núna líka.

Í öðru lagi er að sjá fyrir sér ákveðin markmið fyrir framtíðina. Þú ættir að hafa hreina og ákveðna hugmynd um hvernig framtíð þín lítur út. Frægir tvíburar í Japan sem heita Kin-san og Gin-san (kin þýðir gull, gin silfur). Þegar þeir voru þrítugir ákváðu þeir að lifa þangað til þeir yrðu 100 ára gamlir. Þeir efuðust ekki um þessa ákvörðun jafnvel þegar þeir urðu veikir. Þeir ákváðu að lifa þar til þeir yrðu 100 ára og sú ákvörðun skilaði góðum áhrifum á heilann. (Þeir lifðu þar til þeir urðu 100 ára og annar tvíburanna er enn á lífi)

Jafnvel þó að þú eigir við veikindi að stríða er gott að hafa nákvæma mynd í huganum af því þegar þú verður heilbrigður að nýju. Það dugar ekki að hugsa bara að þú læknist einn daginn. Þú getur sett ákveðinn dag þegar þú ætlar heim af spítalanum eða þegar þú læknast algerlega. Að sjá fyrir sér hjálpar til við það sem þú vilt að gerist. Skýrir draumar eru líklegastir til að rætast.

Semsagt þá eru tveir hlutir sem skipta máli: 1) að muna og endurupplifa hamingjusöm atvik og 2) hafa skýra hugsjón um framtíðina. Þetta er lykillinn að því að komast á bylgjulengd 7.5 hertz.

Í raun og veru er þetta nákvæmlega sama hugsjón og trúuð manneskja iðkar. Trúuð manneskja lítur inn í hjarta sitt og bæði endurskoðar og sér framtíðina fyrir sér með því að nota hjarta sitt og heila. Samt sem áður er það tilgangslaust að biðja Guð eða Búdda ímynd að hjálpa sér. Það mun ekki hjálpa þér að ná 7.5 hertz bylgjulengdinni.

Besta dæmið getur verið hvernig SGI iðkar. Að spyrja eða biðja um hjálp virkar ekki. Þá notar þú aðeins vinstra heilahvelið. Það færir þig ekki nær bestu bylgjulengdinni.

Það sem við þurfum að gera er að fá hægra heilahvelið til að starfa meira. Við getum gert það með því að iðka trú okkar með miklu þakklæti. Að vera þakklát er besta leiðin til að fá heilann til starfa. Meðlimir SGI sem kyrja Nam-mjóhó-renge-kjó eru manneskjur sem eru þakklátar fyrir sjálfar sig og aðra. Nýfætt barn er hamingjusamt og ánægt vegna þess að þau ná 7.5 hertz bylgjulengdinni.

Hver er þá besta leiðin til að iðka? Því má lýsa í þremur skrefum.

Fyrsta skrefið er að vera þakklát fyrir það sem við þurfum að vera þakklát fyrir. Annað skrefið er að vera þakklát fyrir það sem okkur finnst erfitt að vera þakklát fyrir og þriðja skefið er að vera þakklát fyrir framtíðina. Þegar þú kyrjar á þennan hátt finnurðu til hvatningar og þú getur orðið jákvæður. Það er til fólk sem dæsir eftir að það hefur lokið við að kyrja. Það er líka til fólk sem fer snögglega að þrífa í kringum Butsudaninn. Það er fólk sem er alltaf á hreyfingu þegar það kyrjar. Og verstu dæmin eru þeir sem standa upp á meðan þeir eru að kyrja og fara að gera það sem kom upp í hugann, klára það og fara svo að kyrja aftur. Þetta fólk er allt að nota vinstra heilahvelið.

Það skiptir miklu máli að nota hægra heilahvelið, en hvernig getum við gert það almennilega? Hvaða leið til að kyrja er góð?

Fyrsta skrefið er að vera þakklát fyrir þá hluti sem við þurfum að vera þakklát fyrir.
Þú ættir ekki að kyrja til að biðja um hjálp, eða væla yfir því sem gengur ekki vel í lífi þínu. Þá notar þú aðeins vinstra heilahvelið. Mörg trúarbrögð eru í raun iðkuð á þennan hátt. Við ættum að hætta að gera þetta svona. Hugsaðu um þá hluti sem þú ert þakklátur fyrir í lífi þínu. Hluti eins og þann sem hugsaði um þig eða þann sem gerði eitthvað gott fyrir þig. Jafnvel lítið þakklæti er í lagi. Þakkaðu fyrir alla þá hluti sem koma upp í hugann. Þú getur gert það aftur og aftur. Þegar þú hugsar meira og meira um þá hluti sem þú getur verið þakklátur fyrir verður þú glaðari. Þú finnur að þú ert að verða hamingjusamari og jákvæðari. Breyting verður í líkama þínum vegna þess að þú ert að virkja hægra heilahvelið.

Annað skref er að vera þakklát fyrir þá hluti sem er erfitt fyrir okkur að vera þakklát fyrir.
Þetta skýrir sig sjálft. Reyndu að vera þakklátur fyrir þá hluti sem þér finnst erfitt að vera þakklátur fyrir, eins og veikindi þín, erfiðleikana í hjónabandinu, barnið þitt sem ekki er í skóla, mistök þín í viðskiptum, erfitt samband þitt við vin þinn, og svo framvegis. Vertu þakklátur fyrir þá erfiðu hluti sem eru að eiga sér stað í lífi þínu. Til dæmis geturðu kyrjað þannig: “Takk fyrir veikindi mín,” eða “takk fyrir barnið mitt,” “takk fyrir samband mitt við makann sem gengur ekki vel.” Þetta er rétt leið til að kyrja.

Þegar þú verður veikur, kyrjaðu þá með þakklæti og hugsaðu: “Takk fyrir veikindin. Þetta mun breytast og hjálpa mér að komast í gegnum slæmt karma.” Þakkaðu af öllu hjarta fyrir hvaða aðstæður svo sem þú ert í. Þetta viðhorf mun ýta út því slæma karma sem hefur verið hluti af þér svo lengi (jafnvel í marga ættliði).

Þriðja skrefið er að vera þakklátur fyrir framtíðina.
Þetta skref er til að sjá framtíðina skýrt fyrir sér. Settu þér skýr markmið, einnig um það hvenær þau vandamál sem þú glímir við núna munu leysast. Ákveddu alltaf nákvæmlega hvenær (hvaða ár, hvaða mánuð, hvaða dag) vandamálið er úr sögunni. Það skiptir engu máli þó læknir segi þér að það sé ekki hægt að lækna sjúkdóminn. Þú ert nú þegar búinn að setja markmið um hvenær þú læknast og það mun gerast. Sálfræðiprófessor einn sagði að það sé gott að setja sér markmið um framtíðina og hugsa síðan um það í þátíð. Togenawa prófessor mælir líka með því. Forseti SGI hefur nú þegar sett markmið fyrir SGI fyrir næstu 500 árin.

Af hverju virkar þetta?
Vegna þess að allt þetta þakklæti mun koma þér í samband við bylgjulengd 7.5 hertz. Þessi fullkomna bylgjulengd mun hafa áhrif á aðra. Þegar aðrir kunna að meta þig verðu þú eðlilega ánægður með það. Það er vegna þess að þú finnur góða víbra frá hinni manneskjunni. Þetta á jafnvel við um hunda. Hundurinn er hamingjusamur ef honum er hrósað, alveg sama á hvaða tungumáli það er gert. Þín góða bylgjulengd mun hafa áhrif á aðra á jákvæðan hátt og vandamálin þín verða úr sögunni. Sýn þín á jákvæða framtíð verður að veruleika.

Vinsamlegast ekki biðja Gohonzon um hjálp. Besta leiðin er að setja sér markmið og sjá sig fyrir sér í bestu aðstæðum. Vinsamlegast prófaðu að nota þau skref sem við höfum lýst hér. Öll þín markmið verða að veruleika. Öllum bænum þínum verður svarað!


Leiðsögn dagsins:
18.júní

Hið merka Ameríska skáld Walt Whitman skrifar í ljóðasafni sínu Graslaufin: “Allt fylgir með líkamanum, það er aðeins með heilbrigði sem þú kemst í tengsl við alheiminn.” Ég er viss um að þið hafið öll mikið að gera, en ég vona að þið munuð sækja fram með góða heilsu og bjartsýni og njóta styrks trúar ykkar, sem er það sem kemur ykkur í takt við alheiminn.

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Wednesday, June 17, 2009

Ísland

á 65 ára afmæli í dag og SGI á Íslandi er 29 ára í dag:-)
Óska öllum afmælisbörnum dagsins til hamingju:-)

Fór á hátíðargongyo í morgun, var í hlutverki valkyrju og vaknaði snemma því ég þurfti að vera mætt klukkan 9:30 í Hafnarfjörð:-)
Að því loknu fór ég heim, hvíldi mig aðeins og fór svo í ræktina:-)
Labbaði heim, fór í sturtu, hengdi upp þvottinn úti á svölum, fékk mér að borða og svo tók sjónvarpsgláp við:-)
Nóg í bili, njótið kvöldsins og góða skemmtun hvað svo sem þið takið ykkur fyrir hendur i kvöld:-)

Gef Ikeda orðið:

17.júní
Hversu stórkostlegt það er að bera höfuðið hátt, ganga léttum skrefum og vera sveigjanlegur í því sem maður tekur sér fyrir hendur! Hve aðlaðandi fyrir þá sem við hittum eru glampandi augu okkar og lífsgleðin í röddum okkar! Þetta er undirstaðan í sannri tilveru allra fyrirbæra. Fersk og lífleg framkoma sýnir svo ekki verður um villst kraft trúar, og þú munt finna að á eðlilegan hátt byggirðu upp net vináttu og skilnings hjá þeim sem í kringum þig eru.

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Tuesday, June 16, 2009

Ég

er komin í langþráð sumarfrí:-)
Síðasta vinnudaginn var endað á kaffihlaðborði en ég afþakkaði kökur og kaffi og fór þess í stað beint í gönguferð á Úlfársfell, ekkert smá gott og róandi að labba í skóginum, leggjast í grasið, hvílast og hlusta á fuglasöng:-)

Helgin var róleg, var í ábyrgð á laugardagskyrjun, kíkti í Kringluna, í heimsóknir og fór svo í bíó á sunnudagskvöldið:-)

Í gær var ég frekar virk, fór í sund, synti og fór í nuddpottinn og svo seinna um daginn fór ég í fyrsta tímann á mánaðar sjálfvarnarnámskeiði sem ég sá auglýst á Facebook og ákvað að kíkja, góður og þægilegur tími, lærði einföld varnarbrögð og kennarinn er góður og þolinmóður:-)
Þetta námskeið er 3 sinnum í viku klukkutíma í senn í einn mánuð.

Ég hef líka verið dunda við fleira, s.s. að taka afrit af tölvugögnunum mínum, þolinmæðisvinna en margborgar sig:-)

Framundan er nóg úrval af allkonar viðburðum og afþreyingu, t.d. kyrjanir, fundir, sund, líkamsrækt, fjallgöngur, og margt fleira:-)

og ekki má gleyma:
Til hamingju með daginn á morgun:-)

Læt þetta nægja í bili.
Vona að ykkur líði vel, finnið hamingjuna og sigrið á öllum sviðum lífs ykkar:-)
Nam-mjó-hó-renge-kjó:-)

Leiðsögn dagsins frá Ikeda:
16.júní

Eitt af mínum uppáhalds argentínsku skáldum, hinn mikli kennari Almafuerte (1854-1917), skrifaði:
“Fyrir hinum veikgeðja eru erfiðleikar sem lokuð hurð. Fyrir hinum sterku, hinsvegar, eru erfiðleikar hurð sem býður eftir að vera opnuð.”
Erfiðleikar hindra vöxt þeirra sem eru veikgeðja. Fyrir hina sterku, hinsvegar, eru þeir tækifæri til að opna upp á gátt hurðina að bjartri framtíð. Allt ákvarðast af viðmóti okkar, af ásetningum okkar. Hjörtu okkar eru það sem skiptir mestu máli.

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Monday, June 15, 2009

Leiðsögn

15.júní
Daishonin kennir gildi sannrar hamingju og sanns tilgangs lífsins. Frægð og stundarhamingja eru ekkert meira en tálmynd. Sönn hamingja felst í því að rækta hið stórkostlega búddaeðli í okkar eigin lífi. Það er hinn sanni tilgangur lífsins. Með því að kyrja daimoku, getum við breytt öllum þjáningum okkar í hið göfuga lífsástand búdda.

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Sunday, June 14, 2009

Nágranninn.

Fékk þennan texta sendan áðan:-)

Í miðju Góðærinu:
Ég á minnsta húsið í götunni,
Það er húsið sem stendur hjá Lödunni.
Þegar granninn lætur renna í pottinn hjá sér-
Kólna allir ofnar hjá mér.
Eftir að granninn dubbaði upp garðinn hjá sér
Skín ekki sólin inn í garðinn hjá mér.
Granninn fær ráðherra í grill til sín
og bræluna leggur svo yfir til mín.
Granninn á jeppa af flottustu sort,
En ég á bara ljóta Lödu Sport.
Ég fer í vinuna með rútunni,
en hann fer með einka þyrlunni.
Konan hans eldist ekki hætings hót,
en mín er alltaf bæði feit og ljót.
Granninn er stæltur og með hárið ljóst,
En ég er bæði með ístru og lafandi brjóst.
Aumingja ég.
Þegar granninn er með veizlu hjá sér,
býður hann öllum nema mér.
Elton John skemmti í afmælinu,
en ég hafði bara efni á Breiðbandinu.
Óþolandi er oft granninn minn,
Það trúa því fáir, að þetta sé hann
sonur minn.

Kreppan skellur á:
Nú er hann kominn á heimilið mitt,
og fluttur í gamla herbergið sitt.
Í kreppunni hann missti allt sitt fé.
Og nú á hann minni pening en ég.
Það kviknaði í báðum jeppunum,
og konan er farin frá honum.
Nú hangir hann heima rosa down,
og bölvar og ragnar Gordon Brown.

Höfundur ókunnugur.

Reynsla mín

af því að ég byrjaði að kyrja.
Reynsla sögð á umræðufundi í apríl 2006.

Haustið 2004 var ég nýútskrifuð og byrjuð að kenna. Veturinn var erfiður af mörgum ástæðum og kennslan gekk upp og niður. Það gekk á ýmsu í stofunni, í samskiptum við foreldra og nemendur og teymisvinna við hina kennara var stundum ekki alveg nógu góð. Ég átti oft erfitt þennan vetur og leið illa. Sjálfstraustið var ekki mikið og ég var stressuð, óörugg og réði ekki alltaf við skapið í mér, hef alltaf haft áráttu og þráhyggju og miklað hlutina fyrir mér, jafnvel langt fram í tímann. En oftast var þó gaman og spennandi í starfinu. Mér fannst gott að vinna í skólanum og takast á við ýmis spennandi verkefni þar. Ég fékk margar og góðar ráðleggingar og mikla hjálp frá öðrum kennurum og starfsfólki í sambandi við nemendur og margt fleira og ég fór eftir því eins og ég gat og lagfærði ýmislegt hjá mér bæði persónulega og faglega.

Svo leið að starfsmannaviðtalinu hjá skólastjórnendum sem allir starfmenn fara í að vori til að meta stöðuna og ákveða línurnar fyrir haustið. Það eina sem ég var búin að ákveða fyrir viðtalið var að ég ætlaði ekki að gefast upp í kennslunni og langaði til að halda áfram að kenna í þessum skóla. Í stuttu máli sagt var viðtalið langt og erfitt. Við ræddum hreinskilningslega saman og ég sagði frá því hvernig mér leið og hvað gengi vel og illa og hvernig ég hefði alltaf reynt að fara eftir þeim leiðsögnum sem ég hefði fengið. Skólastjórinn sagði að það væri mjög gott að geta viðurkennt veikleika og styrkleika sína og geta lagfært það sem illa gengi. Í ljósi þess og aðallega vegna þess að ég tæki gagnrýni og tiltali svona vel ætlaði hún að gefa mér annað tækifæri og nýja byrjun næsta vetur og bauð mér stöðu í 1. bekk. Ég tók því feginshendi, bæði glöð, ánægð og með kvíðahnút í maganum vegna þeirrar ábyrgðar sem því fylgir sem og reynsluleysis við að kenna þessum aldri. Við töluðum um ýmis atriði sem ég þurfti að vinna í og lagfæra hjá mér fyrir veturinn. Þetta samtal var samt mjög gott og gagnlegt því það gaf mér spark í rassinn um að fara að vinna í sjálfri mér sem var löngu kominn tími til að ég gerði.

Svo kom sumarfríið og ég byrjaði að taka mig í gegn, meðvituð um þessi atriði og ákveðin í því að gera betur næsta vetur og ekki gera sömu mistökin aftur. Fyrst byrjaði ég að lesa sjálfshjálparbækur, slaka á, fara í sund og margt fleira. Á heimilinu var Gohonzon sem bróðir minn átti og hafði ég oft heyrt hann kyrja en hafði aldrei haft áhuga á því og hafði sagt við hann Jóa bróðir að það væri frábært hvað þetta gerði mikið fyrir hann, en að ég myndi aldrei iðka og kyrja, því það myndi ekki hjálpa mér! En svo varð ég forvitin um kyrjun og búddatrúna. Ég ákvað bara að byrja sjálf að kyrja og lesa bækur sem tengust búddista en það var ekki létt að finna réttu bækurnar svo ég las um allskyns stefnur og tegundir búddisma. Jói var út á sjó þegar þarna var komið sögu og gat því ekki leiðbeint mér. Ég kyrjaði og kyrjaði og las og fann strax að þetta var eitthvað sem var spennandi og virkaði. Ég náði að laga og breyta ýmsu hjá mér, varð rólegri, áhyggurnar minnkuðu, áráttan og þráhyggjan minnkuðu mikið og ég náði meiri sjálfsaga, jafnaðargeði og sjálfstrausti. Svo kom Jói í land og ég sagði honum að ég væri byrjuð að kyrja og lesa og hvað ætti ég að gera næst:-)

Við ræddum mikið um þennan búddisma og ég spurði mikið og langaði á fund. Svo leið sumarið og haustið kom og ég fór á marga fundi og varð mjög virk í þessu öllu, fór á haustnámskeið, skráði mig í ungrakvennadeildina og fór á fundi hjá vinnufélaga mínum sem var líka að kyrja og var í ungrakvennadeildinni. Í stuttu máli sagt breyttist ég mikið og um haustið þegar skólinn byrjaði aftur var ég örugg og leið miklu betur. Fékk nýjan samstarfskennara og nýja nemendur og veturinn er búin að vera draumur í dós og ganga eins og í sögu. Ég hef náð vel til krakkanna og verið sjálfsörugg og náð góðum tökum á mér, kennslunni, samstarfi við foreldra og samstarfsfólk.

En svo leið að starfsmannaviðtalinu núna í vor og ég undirbjó mig vel, tók fram hvað mér leið vel í skólanum og hrósaði mörgu sem verið var að gera í skólastarfinu. Setti fram þá ósk að fá að halda áfram með bekkinn og vinna áfram í skólanum, vitandi það að ef það gengi myndi ég lenda í svipuðum aðstæðum og fyrsta árið, en samt með breytingum. Ekki hafði ég áhyggjur af því að vera sagt upp, en hlakkaði mest til að vita hvort stjórnendur hefðu séð breytingar á mér og minni vinnu og að ég fengi kannski hrós:-)
Ég byrjaði viðtalið á því að þakka þeim fyrir tækifærið og seinasta viðtal sem varð til þess að ég kynnist SGI. Í stuttu máli sagt varð þetta viðtal frábært. Ég var í góðu formi, ánægð, í háu lífsástandi og búddaeðlið virkt. Ég fékk mikið hrós og góða uppbyggilega umsögn um þær breytingar sem ég hef unnið að hjá mér og skólastjórinn var ánægður með að ég vildi halda áfram með bekkinn. Við töluðum um næstu skref sem ég þarf að taka og þetta var alveg meiriháttar;-)

Eins og ég hef áður sagt var aðalmarkmiðið mitt í byrjun iðkunar og ástæða þess að ég byrjaði að kyrja sú að ná tökum á mér, aðstæðum í vinnunni, að standa mig og geta axlað þá ábyrgð og traust sem mér var sýnt. Mér hefur tekist það og er ánægð með mig núna. Þetta er mikil vinna að vera virk í iðkun og nota það í daglega lífinu og baráttan er sko ekki búin;-)

Þessi reynsla sýnir að ég valdi rétta leið í lífinu með því að byrja að kyrja og náði svo sannarlega markmiðinu sem sett var fram í upphafi. Lögmálið og kyrjunin virkar svo sannarlega og hef ég fengið margar sannanir fyrir því á undanförnum dögum, margir stórir sigrar og ávinningar fyrir mig og aðra í kringum mig sem ég hef kyrjað mikið fyrir:-)

Thursday, June 11, 2009

Hunang og kanill.

Fékk þennan fróðleik sendan í tölvupósti og fannst tilvalið að setja hann hér til að deila með fleirum:-)

Staðreyndir um Hunang (lífrænt hunang fæst í Krónunni og Bónusi) og Kanil (t.d. frá Pottagöldrum): Það er staðreynd að sambland af hunangi og kanil læknar flesta sjúkdóma. Hunang er framleitt í flestum löndum heims. Vísindamenn samþykkja hunang eins og áhrifamikið meðal gegn alls konar sjúkdómum. Hunang má nota án nokkurra hliðarverkana gegn hverskonar sjúkdómum. Vísindamenn segja að þó svo hunang sé sætt þá hafi það ekki áhrif á sykursjúka, ef það er tekið í réttum skömmtum. Eftirfarandi hefur verið gefið út í Kanada eftir að vísindamenn hafa rannsakað áhrif af inntökum hunangs og kanils.

Hjartasjúkdómar: Hrærið saman hunangi og kanil og notið á brauð í saðinn fyrir Jelly eða sultu og borðið reglulega í morgunverð. Það dregur úr kolesterol í slagæðum og dregur úr hættu á að sjúklingar fái hjartaáfall. Þeir sem þegar hafa fengið hjartaáfall geta með þessari aðferð dregið mjög mikið úr því að fá áfall aftur. Regluleg notkun á ofantöldu dregur úr hættu á að missa andann og styrkir hjartað. Í Ameríku og Kanada hafa mörg sjúkraskýli læknað sjúklinga með góðum árangri og staðreynd er að eftir því sem aldurinn færist yfir þá tapa æðar sveigjanleika sínum og eiga á hættu að stíflast; Hunang og kanill endurlífga slagæðar og blóðæðar.

Liðagigt: Liðagigtarsjúklingar ættu að taka inn að morgni og kvöldi, einn bolla af heitu vatni með tvær matskeiðar af hunangi og eina litla teskeið af kanil. Ef þetta er tekið inn reglulega getur jafnvel krónisk liðagigt læknast. Nýlegar rannsóknir við Kaupmannahafnarháskóla sýna, að þegar læknar létu sjúklinga taka inn eina matskeið af hunangi og hálfa teskeið af kanil fyrir morgunverð, fundu þeir út, að á einni vikur höfðu 73 sjúklingar af 200 verið læknaðir af verkjum, og á einum mánuði höfðu næstum allir sjúklingar sem gátu ekki gengið vegna liðagigtar, náð að ganga án verkja.

Blöðrusjúkdómar: Hrærið tvær matskeiðar af kanil og eina teskeið af hunangi? í glas af volgu vatni og drekkið þetta. Það eyðir sýklum í þvagblöðrunni.

Kólesteról: Tvær matskeiðar af hunangi og þrjár teskeiðar af kanil hrært út í hálfum líter af tevatni sem kólesterol sjúklingur drakk, lækkaði kólesteról í blóðinu um 10 % á tveimur klukkustundum. Liðagigtarsjúklingur sem drekkur svona þrisvar á dag læknast alveg af króniskum kólesteról sjúkdómi. Samkvæmt upplýsingum úr skýrslum, dregur dagleg inntaka af hunangi (Pure Honnig) með mat úr kólesteról sjúkdómum.

Kvef: Sjúklingar með kvef ættu að taka inn eina matskeið af volgu hunangi og einn-fjórða matskeið af kanil, daglega í þrjá daga. Þessi inntaka mun lækna króniskan hósta, kvef og kuldahroll.

Magaverkir: Hunang og kanill tekið inn daglega læknar magaverki og græðir magasár frá rótum sársins.

Loft: Rannsóknir sem hafa verið gerðar í Indlandi og Japan, hafa leitt í ljós að inntaka af hunangi og kanil dregur úr vindgangi.

Ónæmiskerfið: Dagleg inntaka af hunangi og kanil styrkir ónæmiskerfið og ver líkamann fyrir bakteríum . Vísindamenn hafa sannað að í hunangi eru mörg vítamín og járn í miklu magni. Notkun að staðaldri styrkir hvítu blóðkornin til þess að vinna á móti bakteríum.

Meltingartruflanir: Kanil sáldrað ofan á tvær matskeiðar af hunangi og borðað á undan máltíð dregur úr sýrumyndun og hjálpar meltingu.

Influensa: Vísindamenn á Spáni hafa sannað að hunang inniheldur náttúruleg efni sem vinnur á flensu-veirum og ver fólk við flensusjúkdómum.

Langlífi: Te með hunangi og kanil sem er drukkið reglulega seinkar öldrun. Setjið fjórar matskeiðar af hunangi og eina matskeið af kanil í þrjá bolla af vatni og sjóðið eins og væri te. Drekkið ¼ bolla þrisvar til fjórum sinnum á dag. Það hefur góð áhrif á húðina og dregur úr öldrun, jafnvel svo að einstaklingur lítur út fyrir að vera yngri en hann er.

Bólur: Þrjár matskeiðar af hunangi og ein teskeið af kanil hrært saman. Berið þetta á bólurnar fyrir svefn og þvoið af næsta morgun með volgu vatni. Ef þetta er gert daglega í tvær vikur munu bólur hverfa frá rótum.

Húðsýking: Ef þú hrærir jafn mikið af hunangi og kanil saman og smyrð á sýkta bletti þál æknast útbrot, sveppasýking og allskonar húðsjúk-dómar.

Yfirþyngd: Drekkið hunang og kanil sem er soðið í einum bolla af vatni, daglega hálftíma fyrir morgunverð á fastandi maga, og á kvöldin. Ef þetta er drukkið reglulega, þá léttir það jafnvel feitasta fólk. Þetta kemur einnig í veg fyrir að fita geti safnast á líkamann jafnvel þó viðkomandi borði mikið kaloríuinnihald.

Krabbamein: Nýlegar niðurstöður í Japan og Ástralíu hafa leitt í ljós að maga- og beinkrabbamein á háu stigi hefur verið læknað með góðum árangri. Sjúklingar sem þjást af slíku krabbameini ættu að taka inn eina matskeið af hunangi og eina teskeið af kanil þrisvar á dag í einn mánuð.

Þreyta: Nýlegar niðurstöður haf sýnt að sykurmagn í hunangi er uppbyggilegra heldur en skaðlegt styrk líkamans. Aldraðir, sem taka inn hunang og kanil í jöfnum skömmtum eru miklu meira vakandi. Dr. Milton, sem hefur gert svona rannsóknir, segir að hálf matskeið af hunangi og teskeið af kanil hrært út í glas af vatni, drukkið að morgni og aftur síðdegis þegar þrek líkamans byrjar að minnka, mun auka þrekið til muna á einni viku.

Heyrnartap: Hunang og kanill í jafnstórum skömmtum tekið inn að morgni og kvöldi skerpir heyrnina. Munið þegar við vorum börn? Þá fengum við ristað með ekta smjöri og kanil ofan á.

Tuesday, June 09, 2009

Nokkur

orð sem tengjast deginum.
heimsókn, skólaslit, börn, kaffi, afmæli, ættingar, pakki, yfirvöld, bið, vinna, sumar, bakkelsi, hávaði, taktur, myndir, ský, netið, pirringur, mótmæli, óöryggi, póstur, ábyrgð, samskipti, hlátur, símtöl, fjöldi, talva, fréttir, gleði, tónlist, bíll, staðir, þvottur, fólk.

Vil óska Ágústu og Lindu Karen innilega til hamingju með afmælið í dag:-)
og takk fyrir mig Ágústa mín:-)

Nóg í bili, gef Ikeda orðið:

9. júní

Við verðum að láta heyrast í okkur. Við þurfum að tala fyrir því sem við trúum á. Þegar við fólkið, stöndum hugrökk með sannfæringum okkar - og missum aldrei bjartsýnina eða kímnigáfuna - munu tímarnir breytast. Þegar kemur að því að tala fyrir réttlæti, þá er engin þörf á neinum hömlum. Þvert á móti, að halda aftur af sér eða hika undir þess konar kringumstæðum er rangt.


Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Saturday, June 06, 2009

átti

mér lítinn draum um að þurrka fötin mín úti, eins og var alltaf gert í sveitinni og fá góða sumarsól og útilykt í fötin:-)
Fór því í Rúmfatalagerinn í gær, keypti þurrkugrind, setti hana upp á svölunum og hengdi upp fötin:-)
Í gærkvöldi kom hinsvegar þoka og rigning og því tók ég fötin inn og hengdi upp inni í þvottahúsi, en svo var komin sól í morgun. Því gerði ég aðra tilraun í dag, þvoði föt og hengdi þau upp úti í sól og logni:-)
Finnst róandi og gaman að kíkja út á svalir og horfa á fötin hreyfast örlítil til í smágolu og finna góðu lyktina:-)



Síðastliðin mánudag átti ég fallega og notalega samverustund með fullt af fólki í Hallgrímskirkju á samtrúarlegri friðarstund að frumkvæði biskups Íslands þar sem Dalai Lama hélt erindi og fulltrúar frá ýmsum trúfélögum voru með kynningu og lásu úr helgiritum:-)
Má þar nefna: SGI á Íslandi, Ásatrúarfélagið, Félag Múslima á Íslandi, Kaþólska kirkjan og Bahaí:-)
Það var talað á nokkrum tungumálum: íslensku, ensku, arabísku og þýsku:-)
Þettta var góð og mögnuð upplifun og þeir sem vilja hlusta geta smellt á eftirfarandi slóð:
http://http.ruv.straumar.is/static.ruv.is/vefur/01062009_dalai_lama_i_hallgrimskirkju.mp3

Mér finnst frábært að hafa fengið tækifæri til að fara og hlusta á og sjá Dalai Lama ásamt því að upplifa að fulltrúar frá mörgum trúarfélögum og trúarbrögðum hafi sameinast á einum stað:-)
Þetta er falleg og friðsamleg upplifun sem gaman er að eiga í minningarbankanum:-)

Í dag er góður, sólríkur og fallegur dagur sem var nýttur vel:-)
Fór í morgun inn í Hafnarfjörð á kyrjun sem var til hádegis og þá tók verkefnið "umhverfisvaktin" við:-)
Það er tímabundið verkefni sem SGI var boðið að taka þátt í, og gengur út að að týna rusl og hreinsa ákveðið svæði í Hafnarfirði:-)
Við vorum nokkur fjölmennur hópur sem fórum á svæðið í kringum Setbergsskóla og Hlíðarhverfið og vorum í góðan klukkutíma í gönguferð í sól og sumaryl að týna rusl:-)
Nú er ég nokkuð útitekin og meira að segja komin með freknur á ennið;-)

Jæja krúttin mín, læt þetta nægja í bili:-)
Vona að ykkur líði sem allra best, eigið góða daga og sigrið á öllum sviðum lífs ykkar:-)
Sólarkveðja
Sandra

Leiðsögnin frá Ikeda á sínum stað:
6.júní

Vísindin eru byggð á tilraunum og raunreynslu. Þú framkvæmir próf eða tilraun og fylgist svo með útkomunni. Búddismi Nichiren Daishonin, líkt og vísindin, kennir að ekkert er betra en sönnun. Í þessu tilliti, stendur þessi trú ein meðal annara trúarbragða heimsins. Ég vona að á hverju ári munirðu vinna að því að sýna fram á sigur í búddismanum og þínu eigin lífi. Munið ávallt að slík sönnun er til marks um sannan sigurvegara.

1871: fæðingadagur Tsunesaburo Makiguchi, fyrsta forseta Soka Gakkai.


Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

June 6

Science is based on tested proof or empirical evidence. You conduct a test or experiment and then observe the results. Nichiren Daishonin's Buddhism, similarly, teaches that nothing beats actual proof. In this regard, it stands alone among the religions of the world. I hope that each year you will strive to show clear proof of victory in Buddhism and your studies. Please always remember that showing such proof is the mark of a true successor.