Nágranninn.
Fékk þennan texta sendan áðan:-)
Í miðju Góðærinu:
Ég á minnsta húsið í götunni,
Það er húsið sem stendur hjá Lödunni.
Þegar granninn lætur renna í pottinn hjá sér-
Kólna allir ofnar hjá mér.
Eftir að granninn dubbaði upp garðinn hjá sér
Skín ekki sólin inn í garðinn hjá mér.
Granninn fær ráðherra í grill til sín
og bræluna leggur svo yfir til mín.
Granninn á jeppa af flottustu sort,
En ég á bara ljóta Lödu Sport.
Ég fer í vinuna með rútunni,
en hann fer með einka þyrlunni.
Konan hans eldist ekki hætings hót,
en mín er alltaf bæði feit og ljót.
Granninn er stæltur og með hárið ljóst,
En ég er bæði með ístru og lafandi brjóst.
Aumingja ég.
Þegar granninn er með veizlu hjá sér,
býður hann öllum nema mér.
Elton John skemmti í afmælinu,
en ég hafði bara efni á Breiðbandinu.
Óþolandi er oft granninn minn,
Það trúa því fáir, að þetta sé hann
sonur minn.
Kreppan skellur á:
Nú er hann kominn á heimilið mitt,
og fluttur í gamla herbergið sitt.
Í kreppunni hann missti allt sitt fé.
Og nú á hann minni pening en ég.
Það kviknaði í báðum jeppunum,
og konan er farin frá honum.
Nú hangir hann heima rosa down,
og bölvar og ragnar Gordon Brown.
Höfundur ókunnugur.
<< Home