Ég
er komin í langþráð sumarfrí:-)
Síðasta vinnudaginn var endað á kaffihlaðborði en ég afþakkaði kökur og kaffi og fór þess í stað beint í gönguferð á Úlfársfell, ekkert smá gott og róandi að labba í skóginum, leggjast í grasið, hvílast og hlusta á fuglasöng:-)
Helgin var róleg, var í ábyrgð á laugardagskyrjun, kíkti í Kringluna, í heimsóknir og fór svo í bíó á sunnudagskvöldið:-)
Í gær var ég frekar virk, fór í sund, synti og fór í nuddpottinn og svo seinna um daginn fór ég í fyrsta tímann á mánaðar sjálfvarnarnámskeiði sem ég sá auglýst á Facebook og ákvað að kíkja, góður og þægilegur tími, lærði einföld varnarbrögð og kennarinn er góður og þolinmóður:-)
Þetta námskeið er 3 sinnum í viku klukkutíma í senn í einn mánuð.
Ég hef líka verið dunda við fleira, s.s. að taka afrit af tölvugögnunum mínum, þolinmæðisvinna en margborgar sig:-)
Framundan er nóg úrval af allkonar viðburðum og afþreyingu, t.d. kyrjanir, fundir, sund, líkamsrækt, fjallgöngur, og margt fleira:-)
og ekki má gleyma:
Til hamingju með daginn á morgun:-)
Læt þetta nægja í bili.
Vona að ykkur líði vel, finnið hamingjuna og sigrið á öllum sviðum lífs ykkar:-)
Nam-mjó-hó-renge-kjó:-)
Leiðsögn dagsins frá Ikeda:
16.júní
Eitt af mínum uppáhalds argentínsku skáldum, hinn mikli kennari Almafuerte (1854-1917), skrifaði:
“Fyrir hinum veikgeðja eru erfiðleikar sem lokuð hurð. Fyrir hinum sterku, hinsvegar, eru erfiðleikar hurð sem býður eftir að vera opnuð.”
Erfiðleikar hindra vöxt þeirra sem eru veikgeðja. Fyrir hina sterku, hinsvegar, eru þeir tækifæri til að opna upp á gátt hurðina að bjartri framtíð. Allt ákvarðast af viðmóti okkar, af ásetningum okkar. Hjörtu okkar eru það sem skiptir mestu máli.
Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda
<< Home