var
að fletta í gömlu dagbókinni minni frá 2002:-)
gaman að rifja upp, margt sem var gleymt, og því er nú gott að hafa minningarnar skrifaðar, hvort sem er í stílabók eða rafrænt:-)
En svona er færslan í bókinni 22.maí 2002:
Nammi, namm. Var að elda mér geðveikt gott pasta með pastasósu, papriku, og skinku og hvítlauksbrauð með, umm.
Talaði við Hagkaup í dag. Það var sem mig grunaði. Þeir hafa of mikið af fólki og eru jafnvel að fara að segja upp. Hagræða og breyta rekstrinum. Jæja þá er ég alla vegna búin að prófa að tala vð þá. Nú verð ég að vera dugleg að leita. Fer á fund á morgun kl. 5 út af kosningum.
Horfði á AI í gær. Hún er góð. Ekkert í sjónvarpinu en núna er ég svo notalega þreytt eftir matinn. Fór í smá gönguferð í dag.
Ætla kannski í skólann á morgun til að skila inn vali fyrir haustið. Vona að verkefnin séu komin til baka úr hópefli og stæ.
Djö, nenni ekki að bíða í 3 vikur eftir einkunnum.
Ef ég fell í stæ þá ætla ég að skoða prófið. Ég hefði átt að gera það í fyrra. Það var ein sem gerði það og hún gat hækkað sig upp og náði prófinu. Maður getur verið svo vitlaus stundum!
Vei, vei, ég fékk 8 í námskrárfræði:-)
Jibbý..
<< Home