jæja
krúttin mín, hvað segið þið í dag á þessum rigningar/sólardegi:-)
Ég dúlla mér í sumarfríinu, rækta líkama og sál með sundferðum, jóga, gönguferðum, fer í ræktina og á sjálfsvarnarnámskeið ásamt því að kyrja, fara á fundi og búddistanámskeið og hitta vini og vandamenn:-)
Svo hef líka verið virk í að mótmæla og slá á pottlok niðri á Ausutvelli:-)
Þýðir ekkert annað en að vera með, sýna samstöðu og láta heyrast í sér;=)
já svona hafa þessir fyrstu dagar í sumarfríi liðið:-)
er nú með bílinn í stóru skoðuninni hjá Toyota og er að bíða eftir að þeir hringi í mig svo ég geti sótt grænu eldinguna mína, nýskoðaða og flotta:-)
Framundan er m.a. umræðufundur á fimmtudag, sjálfsvarnarnámskeið í dag, miðvikudag og föstudag, fræðslufundur í næstu viku, jafnvel saumaklúbbur og svo var ég að hugsa um að fara í 3.kílómetra Jónsmessumiðnæturhlaup(göngu) í Laugardalnum annaðkveld:-)
Bið að heilsa ykkur núna og óska ykkur frábærra og skemmtilegra daga:-)
Sendi öllum stórt knús og jákvæða orku;-)
Nam-mjó-hó-renge-kjó
Sandra sumarbarn...
Leiðsögn dagsins á vel við ástandið í samfélaginu núna:
22. júní
Það er út í hött að vera heltekin af gömlum mistökum. Og það er jafn fáránlegt að vera sjálfsánægður með hin litlu afrek. Búddismi kennir að það er nútíðin og framtíðin sem skipta máli, ekki fortíðin. Hann kennir okkur hugarfar þrotlausra framfara til að sigrast á nútíðinni og halda áfram alltaf til framtíðar. Þeir sem vanrækja þetta hugarfar stanslausra framfara stýra lífi sínu í átt til tortímingar.
Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda
<< Home