Sunday, April 24, 2016

eitt og annað

Við mamma kíktum á tónleika í Hörpu sunnudaginn 13. mars þar sem Gunnar Aðalsteinn var að spila á gítar ásamt fullt af öðrum krökkum á afmælistónleikum Suzuki skólans:-)
Gunnar tók sig vel út á sviðinu og þetta var fínasti consert...

Það var fullt hús af fólki hér heima sunnudaginn 3. apríl þegar Haddi, Bjarki, Sif, Jói og Birgir komu í heimsókn:-)
Það var glatt á hjalla, hlátur og spjall á skemmtilegum degi...

Páskafríið var fínt, ég fór aðeins í leikfimi og gönguferðir og svo var afslöppun, sjónvarpsgláp, tölvuhangs, leti og góður matur:-)

Annan í páskum kíktum við Mosóbúarnir með Jóa, Láru og strákunum á Þingvöll til að skoða ísfjöll sem höfðu safnast upp á vatninu, flott að sjá það...

Gunni átti afmæli 12. apríl og var haldin lítil veisla hér heima af því tilefni.
Ég ákvað að gefa honum leikhúsmiða í afmælisgjöf, mörg ár síðan við höfum farið í leikhús..
Við fórum laugardaginn 9. apríl á leikverkið "Í hjarta Hróa Hattar" í Þjóðleikhúsinu: það var mikið hlegið á þessari stórskemmtilegu, spennandi og fyndnu sýningu sem ég mæli með:-)

Síðastliðið föstudagskvöld kíktum við Heiður vinkona í bíó, sáum skemmtilega, spennandi og flotta ævintýramynd  "The Huntsman: Winter's War" sem ég mæli með:-)

Í gærkvöldi söng ég með Mosfellskórnum á Lionsþingi hér í Mosó því við vorum pöntuð sem skemmtiatriði á lokakvöldinu hjá þeim.
Það gekk mjög vel og var gaman að syngja með kórunum:-)
Þetta var dálítið áskorun þar sem kórstjórinn gat ekki verið með okkur því hann var upptekinn annarsstaðar..

Framundan er svo náms og skemmtiferð með vinnunni til Bretlands 4. -8. maí næstkomandi:-)
Við fljúgum til London 4. maí, skoðum þar barnasafn og leikskóla og gistum eina nótt, keyrum svo til East Bourne sem er strandbær stutt frá Brighton, gistum þar 3 nætur, skoðum leikskóla og safn, kíkum væntanlega til Birghton á laugardeginum og komum svo heim á sunnudeginum:-)

Já, stundum gerist allt á sama tíma, ég missi nefnilega af afmælinu hans Jóa 7. maí og kórtónleikunum 8. maí, en það verður bara að vera þannig þetta árið...

 Læt þetta nægja í bili, óska ykkur góðrar viku og vona að þið eigið góða daga framundan;-)