Monday, May 30, 2005

Allt

og ekkert að gerast. Í vikunni hitti litlu krílin sem ég mun kenna næsta vetur. Þau eru algjörar dúllur:-) Sum voru feimin og héldu fast í mömmu, og önnur voru opin og frökk og sögðu okkur heilmikið. Gaman að fá að hitta þau núna og kynnast aðeins, maður sá sko strax karaktera hjá þeim:-) Já þið lásuð rétt, ég verð sko með 1. bekk næsta vetur. Ef maður gengur bara ekki í barndóm!!
Ég mun auðvitað sakna krakkanna minna sem ég er með núna en svona er lífið, margt fer öðruvísi en ætlað er. En við munum þó hittast á göngunum:-)
Í gær var vorhátíð hjá okkur í skólanum. Það var rosa gaman og gekk vel, grillaðar pulsur, skrúðganga, leikir, skemmtiatriði, sýning á verkum nemenda o.fl.
Rosa stuð:-)
Í næstu viku verður svo útikennsla, leikir, vettvangsferðir, skólagarðar og fleira skemmtilegt, og svo skólaslit á föstudaginn. Skólaárið er barasta búið svona 1,2 og 3!! Jamm þetta var sko fljótt að líða enda skemmtilegt starf og mikið að gera hjá okkur.
Fór í Kolaportið í dag og fann dvd á útsölu. Keypti mér nokkrar,þ.á.m. Leon, þá stórkostlegu ræmu og Grease orginal, skyldueign:-) báðar tvær. 800 kall stykkið.
Svo voru líka myndir á 300kall, allt ónotaðar.
Jamm, er núna að klára vitnisburð nemenda sem þarf að skila inn á morgun. Er alveg að verða búin og mikið verð ég fegin þegar ég klára umsagnirnar, það er nefnilega slatti mikil vinna.
Kveð í bili

Monday, May 23, 2005

Helgin

Búið að vera mikið af viðburðum þessa helgina. Á föstudaginn fórum við á Þingvelli 5 kennarar og 1 stuðningsfulltrúi með u.þ.b. 70 börn. Ferðin gekk glimrandi vel þrátt fyrir dálítinn kulda, sól, mikinn vind og moldrok þegar við gengum í gegnum Almannagjá!
Nemendurnir voru duglegir, þægir og áhugasamir og fengu mikið hrós frá leiðsögumanni okkar:-). Við gengum um staðinn og enduðum á að grilla og fara í leiki. Á leiðinni heim keyrðum við í gegnum Grafning og það fannst þeim mikið sport að fara upp og niður allar bröttu brekkurnar:-)

Í gærkvöldi brunaði ég á Selfoss í Evrovision og innflutningspartý. Það var rólegt og skemmtilegt og höfum við gellurnar mikið gaman af keppninni og hlógum mikið að búningum, lélegum söng og hallærislegum atriðum:-) Svo keyrði ég aftur heim upp úr miðnætti, fékk mér einn öl og fór svo í bælið.

Nú svo að lokum bauð frænka mín mér á tónleika hjá kórnum hennar í dag og er ég nýlega komin heim af þeim. Tónleikarnir tókust vel og voru hin fínasta skemmtun.
Endaði svo helgina á því að taka þátt í grillveislu með fjölskyldunni.

Að lokum vil ég þakka öllum sem ég hitti og skemmti mér með um helgina.
Takk fyrir mig:-)

Thursday, May 19, 2005

Jibbý

Nú höfum við loksins lokið öllum prófunum:-) og getum farið að gera eitthvað skemmtilegt. Við vorum í stærðfræðiprófi í morgun og eftir yfirferð þeirra núna í kvöld verð ég orðin alger stærðfræðisnilli:-)

Svo er það Júróvisjon annað kvöld og ég segi bara ÁFRAM ÍSLAND!!

Sunday, May 15, 2005

það

er svo dásamlegt veður að það er synd að hanga inni. Ætla að renna á Þingvelli og rölta þar um. Ætlum að fara með nemendur okkar í dagsferð á Þingvelli næsta föstudag bæði til að breyta til og jafnframt að slútta þema sem við höfum verið með í vetur. Vona að við fáum jafngottt veður þá:-)

Friday, May 13, 2005

Kominn

tími á ferðasöguna frá Köben. Þetta var æðisleg ferð, mikið að skoða og upplifa, og meiriháttar gaman og gott að komast aðeins í burtu frá hversdagsleikanum. Það er frá mörgu að segja en ég ætla að segja frá því helsta sem ég upplifði.

Byrjum á föstudeginum:
Keyrði upp á völl og skildi bílinn eftir á langtímabílastæði, mjög þægilegt að geta gengið að honum þegar maður kemur til baka.
Lenti á Kastrup og tókum lest til Köben, fyrsta skiptið mitt í lest og skemmtileg upplifun. Hótelið var í göngufæri við lestarstöðina og Strikið. Gengum saman upp á hótelið þar sem við skiluðum töskunum og fórum svo beina leið á Strikið til að skoða, rölta og versla áður en við hittumst öll saman til að syngja á Strikinu. Nú við röltum þarna um, stoppuðum á götuhornum og tókum lagið og á leiðinni komum við við á pöbb og fengum okkur öl og sungum svo meira:-)Það var mjög fyndið og skemmtilegt. Dásamlegt alveg:-)
Það var smávegis rigning og ekki mjög heitt en það allt í lagi. Við lentum þó ekkií þrumum, eldingum, og roki eins og spáð hafði verið.
Að þessu loknu röltum við upp á hótel, hvíldum okkur aðeins og fórum svo út að borða í 5 rétta máltíð á ágætis kínverskum stað. Það tók u.þ.b. 2 tíma og vorum við orðin mjög þreytt, búin að vaka í rúmlega 20 tíma og fórum beint í bælið.

Á laugardeginum vöknuðum við snemma, fengum okkur morgunmat og svo aftur á búðarráp. Að þessu sinni var ég ein að rölta um göturnar í kring í algerum rólegheitum, og góðum fíling. Ekta túristi:-) Um hádegið fór ég á hótelið, skipti um föt og rölti með hópnum á fornminjasafnið þar sem við héldum tónleika. Safnið var mjög flott, allt í marmara og flottum munum. Tónleikarnir tókust vel, mikið af áhorfendum og það var geggjað að syngja í þessum flotta sal með geðveikum hljómburði:-)
Slóðin er: http://www.glyptoteket.dk/
Á leiðinni upp á hótel að tónleikum loknum sáum við fjölmenna mótmælagöngu frá Kristjaníu og svo upp á grínið (bara til að segjast hafa komið þangað) löbbuðum við í gegnum Istegade :-)ÞAð var nú ekki neitt að gerast það svona um hábjartan dag, en við lágum í krampa vegna þeirra hluta sem voru til sölu í búðargluggunum:-)
Inn á hótel, skipt um föt og rölt niður á Strikið. Síðan aftur upp á hótel,fengið sér kríu, farið í önnur föt, kíkt í eldhúspartý þar sem allir hittust og fengu sér öllara og svo fór allur hópurinn saman út að borða. Við höfðum pantað borð áður en við fórum út því veitingahúsið er vinsælt og tvísetið. Við fórum á mjög gott orginal ástralst veitingahús. Það var mjög forvitniegt og framandi 3réttaður matur sem við fengum og víkkaði heldur betur matarmenningu mína. Ég borðaði án gríns og með bestu lyst mjög gott KRÓKÓDÍLAKJÖT OG KENGÚRUKJÖT.
Ég mæli með veitingahúsinu sem heitir REEF N'BEEF.
Eftir góðan mat, og notalega stund fórum við aftur heim.
Á sunnudaginn flaug ég svo aftur heim, en ég hefði alveg verið til í að vera a.m.k 1 dag í viðbót.
Ég hef ekki labbað svona mikið á svona stutum tíma í mjög langan tíma og ég var með harðsperrur þegar heim var komið:-(
En þetta var alveg æðilegt og ég mun lifa lengi á þessu.

Friday, May 06, 2005

er ferðaspenningurinn að koma yfir mig:-)
Var í Kringlunni áðan að útrétta og kaupa ýmislegt sem mig vantaði.
Annars er allt gott, er búin að vera að demba nokkrum prófum á krakkana, og samt eru nokkur próf eftir, hundleiðinlegt en svo er þetta bara, skólalífinu fylgja próf og námsmat. Ég er búin að sitja við að fara yfir og þau koma bara nokk vel út.
Jæja, bið að heilsa ykkur í bili.
Góða helgi
Sandra

Sunday, May 01, 2005

Laugardagskveld

Jæja er það djamm og djús og dansiball?

Nei, ekki alveg:-)
Nú er tími próflesturs, námsmats og einkunna og ástandið hér á heimilinu er sko alveg í samræmi við það, ég að búa til íslenskupróf fyrir sætu og duglegu nemendur mína og brósi minn að læra undir heví stærðfræðipróf.
Jamm það verður flott þegar þessi törn er búin:-) og hægt að skella sér í sund og sólbað.
Annars styttist óðfluga í næstu helgi, þ.e, Köben:-)

Góðar stundir og gangið hægt um gleðinnar dyr:-)