Kominn
tími á ferðasöguna frá Köben. Þetta var æðisleg ferð, mikið að skoða og upplifa, og meiriháttar gaman og gott að komast aðeins í burtu frá hversdagsleikanum. Það er frá mörgu að segja en ég ætla að segja frá því helsta sem ég upplifði.
Byrjum á föstudeginum:
Keyrði upp á völl og skildi bílinn eftir á langtímabílastæði, mjög þægilegt að geta gengið að honum þegar maður kemur til baka.
Lenti á Kastrup og tókum lest til Köben, fyrsta skiptið mitt í lest og skemmtileg upplifun. Hótelið var í göngufæri við lestarstöðina og Strikið. Gengum saman upp á hótelið þar sem við skiluðum töskunum og fórum svo beina leið á Strikið til að skoða, rölta og versla áður en við hittumst öll saman til að syngja á Strikinu. Nú við röltum þarna um, stoppuðum á götuhornum og tókum lagið og á leiðinni komum við við á pöbb og fengum okkur öl og sungum svo meira:-)Það var mjög fyndið og skemmtilegt. Dásamlegt alveg:-)
Það var smávegis rigning og ekki mjög heitt en það allt í lagi. Við lentum þó ekkií þrumum, eldingum, og roki eins og spáð hafði verið.
Að þessu loknu röltum við upp á hótel, hvíldum okkur aðeins og fórum svo út að borða í 5 rétta máltíð á ágætis kínverskum stað. Það tók u.þ.b. 2 tíma og vorum við orðin mjög þreytt, búin að vaka í rúmlega 20 tíma og fórum beint í bælið.
Á laugardeginum vöknuðum við snemma, fengum okkur morgunmat og svo aftur á búðarráp. Að þessu sinni var ég ein að rölta um göturnar í kring í algerum rólegheitum, og góðum fíling. Ekta túristi:-) Um hádegið fór ég á hótelið, skipti um föt og rölti með hópnum á fornminjasafnið þar sem við héldum tónleika. Safnið var mjög flott, allt í marmara og flottum munum. Tónleikarnir tókust vel, mikið af áhorfendum og það var geggjað að syngja í þessum flotta sal með geðveikum hljómburði:-)
Slóðin er: http://www.glyptoteket.dk/
Á leiðinni upp á hótel að tónleikum loknum sáum við fjölmenna mótmælagöngu frá Kristjaníu og svo upp á grínið (bara til að segjast hafa komið þangað) löbbuðum við í gegnum Istegade :-)ÞAð var nú ekki neitt að gerast það svona um hábjartan dag, en við lágum í krampa vegna þeirra hluta sem voru til sölu í búðargluggunum:-)
Inn á hótel, skipt um föt og rölt niður á Strikið. Síðan aftur upp á hótel,fengið sér kríu, farið í önnur föt, kíkt í eldhúspartý þar sem allir hittust og fengu sér öllara og svo fór allur hópurinn saman út að borða. Við höfðum pantað borð áður en við fórum út því veitingahúsið er vinsælt og tvísetið. Við fórum á mjög gott orginal ástralst veitingahús. Það var mjög forvitniegt og framandi 3réttaður matur sem við fengum og víkkaði heldur betur matarmenningu mína. Ég borðaði án gríns og með bestu lyst mjög gott KRÓKÓDÍLAKJÖT OG KENGÚRUKJÖT.
Ég mæli með veitingahúsinu sem heitir REEF N'BEEF.
Eftir góðan mat, og notalega stund fórum við aftur heim.
Á sunnudaginn flaug ég svo aftur heim, en ég hefði alveg verið til í að vera a.m.k 1 dag í viðbót.
Ég hef ekki labbað svona mikið á svona stutum tíma í mjög langan tíma og ég var með harðsperrur þegar heim var komið:-(
En þetta var alveg æðilegt og ég mun lifa lengi á þessu.
<< Home