Saturday, January 21, 2012

góðir

erfiðir, skemmtilegir, undarlegir og fjölbreyttir dagar að baki.

Gamalt karma lét aðeins á sér kræla um daginn og það var smá barátta og pirringur á meðan á því stóð, en svo leysist það fljótt og vel að lokum:-)

Fór á góðan umræðufund um daginn og hef kyrjað aðeins hér heima á milli búddistafunda:-)

Á fimmtudagskvöldið komu Jói, Lára og Gunnar í óvænta heimsókn. Það lá mjög á þeim, allir í góðu stuði, glaðir og kátir og þau sögðu okkur góðar fréttir í sambandi við vinnu, nám og leikskóla, t.d. er Gunnar Aðalsteinn loksins kominn með pláss á leikskóla í hverfinu:-)
Já þetta var skemmtilegt kvöld:-)

Í gærkvöldi hitti ég svo vinkonur mínar þær Guðrúnu og Heiði. Við áttum frábært kvöld, mikið hlegið, fíflast og spjallað, fórum saman í sjoppuna og keyptum okkur nammi, fórum svo og náðum okkur í mat sem við tókum með heim, horfðum á vídjó með öðru auganu á milli þess sem við hlógum, úðuðum í okkur gotterý og grínuðumst:-)
Þetta var frábært, skemmtilegt og fjörugt kvöld sem stóð fram yfir miðnætti:-)

Framundan er m.a. fundur, klipping, saumaklúbbur og jafnvel bíóferð:-)

kveð í bili...
Risaknús og kossar...
Sandra í stuði:-)

Vil enda á leiðsögn um þolinmæði:

17.janúar

Vinsamlegast munið að þolinmæði er í sjálfu sér mikil áskorun og hún er oft lykillinn að því að brjótast í gegnum það sem lítur út fyrir að vera ómögulegt að komast í gegnum.

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Sunday, January 08, 2012

þá

er fyrsta vikan af 2012 liðin, hefur verið ágætis vika hjá mér..

"Herti upp hugann" í gær og kíkti á útsölur í Smáralindinni.
Fór fyrst í Debenhams og fann þar kjól, peysu og 3 boli, alveg sátt við þau kaup:-)

Fór svo í Bodyshop, keypti sápur, krem og andlitspúður, leit inn í nokkrar aðrar búðir en fann ekkert þar og ákvað svo að gamni að kíkja inn i Lindex hina einu sönnu;-)

Úff ég var sko fljót að bakka út, örugglega fínasta búð og ágætis föt á góðu verði þar að finna, en ég ætla frekar að fara í rólegheitum seinna:-)
Það var þvílík röð í mátunarklefana, á kassanum, allt fullt af fólki og mjög heitt þarna inni... var fljót að forða mér út eftir að hafa spjallað aðeins við fyrrverandi samstarfskennara sem stóð þarna í langri röð;-0
Þegar þarna var komið sögu var ég komin með nóg af þessari búðarferð og dreif mig bara heim:-)

Í gærkvöldi fór ég svo til Heiðar vinkonu í vídjókvöld, fengum okkur Nings og nammi, horfðum á Grumpier Old Men, hlógum dátt og spjölluðum svo um heima og geima fram eftir nóttu. Var komin heim um 2 leytið og fór að sofa fljótlega.

Í dag svaf ég út, vaknaði um hádegið, hef verið að þvo þvotta, hangið í tölvunni, glápt á imbakassann:-)
sit núna við tölvuna í náttfötum og ætla að fá mér eitthvað að borða;-)

Vona að þið eigið frábæra viku, séuð glöð og jákvæð og eigið góðan og dýrmætan tíma með fólkinu ykkar:-)
over and out
sandra svanga...

Vil enda á leiðsögn um baráttu og sigur..

27. desember

Sama hverjar kringumstæðurnar eru, aldrei skaltu játa þig sigraðan. Aldrei halda að þú sért komin í blindgötu, að allt sé búið. Þú býrð yfir dýrðlegri framtíð. Og einmitt þess vegna, verðurðu að þrauka og fræðast. Lífið er eilíft. Við verðum að einbeita okkur að þessum tveimur tíðum, nútíð og framtíð og ekki festast í fortíðinni. Við verðum ávallt að hafa það að leiðarljósi að byrja upp á nýtt “frá þessu augnabliki”, að hefja nýja baráttu á hverjum degi.

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

No matter what the circumstances, you should never concede defeat. Never conclude that you've reached a dead end, that everything is finished. You possess a glorious future. And precisely because of that, you must persevere and study. Life is eternal. We need to focus on the two existences of the present and the future and not get caught up in the past. We must always have the spirit to begin anew "from this moment," to initiate a new struggle each day.

Sunday, January 01, 2012

Góða

kvöldið og gleðilegt nýtt ár:-)

Átti góðan dag, svaf loksins út og vaknaði rétt yfir hádegi..
Tók því rólega, fékk mér kaffi og brauð, hékk í tölvunni, þreif sorpgeymsluna, þvoði þvott og glápti á TV:-)

Um fimmleytið fór ég úr náttfötunum, fór í sturtu og klæddi mig í skárri föt.
Jói, Lára og Gunnar Aðalsteinn komu svo um sexleytið til okkar.
Við borðuðum saman góðan mat, lambalæri með tilheyrandi meðlæti, ís, kaffi og konfekt, spjölluðum, slöppuðum af, horfðum á sjónvarið og áttum góðan tíma saman:-)

Gunnar var kátur og lék sér í bílaleik á milli þess sem hann knúsaði okkur, horfði á bíla í tölvunni og sagði okkur frá því sem hann var að gera og upplifa:-)
Hann er svo duglegur og flottur strákur, blíður og góður, talar mikið og skýrt, hleypur, dansar, bakkar, hoppar, dundar sér, fylgist vel með og svo margt fleira:-)

Tók nokkrar myndir frá kvöldinu..

svo er bara vinna á morgun, jólafríið búið og rútínan tekur við;-0

nóg í bili frá mér, óska ykkur góðrar viku og vil enda á leiðsögn frá Ikeda..

1.janúar

Þeir sem vakna hvern morgun og hafa verk að vinna og ætlunarverk til að uppfylla eru hamingjusamastir allra. Þannig eru SGI meðlimir. Fyrir okkur er hver dagur, dagur æðsta tilgangs og fullnægju. Fyrir okkur er hver dagur nýjársdagur. Vinsamlega leggið ykkur fram til hins ýtrasta með þeim ásetningi að lifa hvern dag til fulls, svo þið megið skrifa dagbók lífsins til fulls.


Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda