þá
er fyrsta vikan af 2012 liðin, hefur verið ágætis vika hjá mér..
"Herti upp hugann" í gær og kíkti á útsölur í Smáralindinni.
Fór fyrst í Debenhams og fann þar kjól, peysu og 3 boli, alveg sátt við þau kaup:-)
Fór svo í Bodyshop, keypti sápur, krem og andlitspúður, leit inn í nokkrar aðrar búðir en fann ekkert þar og ákvað svo að gamni að kíkja inn i Lindex hina einu sönnu;-)
Úff ég var sko fljót að bakka út, örugglega fínasta búð og ágætis föt á góðu verði þar að finna, en ég ætla frekar að fara í rólegheitum seinna:-)
Það var þvílík röð í mátunarklefana, á kassanum, allt fullt af fólki og mjög heitt þarna inni... var fljót að forða mér út eftir að hafa spjallað aðeins við fyrrverandi samstarfskennara sem stóð þarna í langri röð;-0
Þegar þarna var komið sögu var ég komin með nóg af þessari búðarferð og dreif mig bara heim:-)
Í gærkvöldi fór ég svo til Heiðar vinkonu í vídjókvöld, fengum okkur Nings og nammi, horfðum á Grumpier Old Men, hlógum dátt og spjölluðum svo um heima og geima fram eftir nóttu. Var komin heim um 2 leytið og fór að sofa fljótlega.
Í dag svaf ég út, vaknaði um hádegið, hef verið að þvo þvotta, hangið í tölvunni, glápt á imbakassann:-)
sit núna við tölvuna í náttfötum og ætla að fá mér eitthvað að borða;-)
Vona að þið eigið frábæra viku, séuð glöð og jákvæð og eigið góðan og dýrmætan tíma með fólkinu ykkar:-)
over and out
sandra svanga...
Vil enda á leiðsögn um baráttu og sigur..
27. desember
Sama hverjar kringumstæðurnar eru, aldrei skaltu játa þig sigraðan. Aldrei halda að þú sért komin í blindgötu, að allt sé búið. Þú býrð yfir dýrðlegri framtíð. Og einmitt þess vegna, verðurðu að þrauka og fræðast. Lífið er eilíft. Við verðum að einbeita okkur að þessum tveimur tíðum, nútíð og framtíð og ekki festast í fortíðinni. Við verðum ávallt að hafa það að leiðarljósi að byrja upp á nýtt “frá þessu augnabliki”, að hefja nýja baráttu á hverjum degi.
Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda
No matter what the circumstances, you should never concede defeat. Never conclude that you've reached a dead end, that everything is finished. You possess a glorious future. And precisely because of that, you must persevere and study. Life is eternal. We need to focus on the two existences of the present and the future and not get caught up in the past. We must always have the spirit to begin anew "from this moment," to initiate a new struggle each day.
<< Home