Friday, December 11, 2009

jamm

bara rólegt í kvöld og þá er um að gera að nota tímann til að skrifa jólakort og pakka inn gjöfum sem eiga að fara til vina og ættingja í útlöndum:-)
ætla nefnilega að reyna að setja þetta í póst um helgina:-)

búin að skila lokaverkefni í námskeiðinu, nú er bara að bíða eftir einkunn:-)
annars allt rólegt þannig lagað, alltaf eitthvað í gangi hjá mér, ofvirku Söndru:-)

Fór á rólegan og góðan umræðufund í gær, svo á mamma afmæli um helgina og ætlum við mæðgurnar að fara út að borða á sunnudaginn af því tilefni:-)

svo er eitthvað fleira á döfinni, s.s. vinna, kyrjun, saumó, dansiball og fleira, og svo eru jólin víst að koma og það þarf að gera ýmislegt í sambandi við það:-)
set hér inn smá jólalag í tilefni aðventunnar:-)



Vona að þið eigið góða og notalega helgi:-)
Sandra jóló:-)

Leiðsögn dagsins:

11. desember

Toda forseti var vanur að segja, “Verðið einstaklingar sem eru sterkir líkamlega, andlega og trúarlega”. Að vera sterkur á öllum þremur sviðum er fullkomið. Margir einstaklingar eru sterkir á einu eða tveimur af þessum sviðum, en aðeins þeir sem eru sterkir á öllum þremur geta notið vel yfirvegaðs lífs, lífs algjörs sigurs. Þeir sem þroska með sér svo alhliða styrk fara aldrei halloka.


Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda