Saturday, March 05, 2022

jamm

í febrúar hefur verið mikið um smit og veikindi í kringum mig. Í byrjun febrúar greindist kórstjórinn með kovid og duttu út 2 æfingar vegna þess. Fystu helgina í febrúar komust við Gunni loksins í Borgarleikhúsið(ég pantaði miðana í nóvember, en þurfti að fresta nokkrum sinnum ýmist vegna lokana eða veikinda) að sjá sýninguna Njálu, stórskemmtileg og fyndin sýning sem ég mæli með:-)

 Í annarri viku feb greindist Gunnar litli frændi og var hann lasinn heima á 12 ára afmælisdeginum sínum. Tveim dögum eftir að Gunnar greindist kom veiran hér á heimilið þegar Gunni fékk jákvætt svar á PCR prófi. Ég fór í PCR test til að tékka á mér þar sem ég var mjög útsett fyrir smiti þessa daga en fékk neikvætt.

Sem betur fer voru veikindi þeirra væg og náðum við að halda upp á 12 ára afmælið með því að fara út að borða þegar veikindin voru yfirstaðin nokkum dögum seinna:-)

Það hefur líka fullt af fólki sem ég þekki veikst, vinnufélagar, frændfólk, vinir, kórfélagar og nemendur, en mamma, Jói og ég höfum sloppið ennþá;-) en ég testa mig með heimaprófi öðru hverju..

 Um mánaðarmótin var öllum samkomutakmörkunum og sóttvarnaraðgerðum innanlands og á landamærunum hætt og veiran gengur laus í samfélaginu. En almenningur er beðinn um að halda áfram persónulegum sóttvörnum og margir nota enn grímu og spritta sig. Dagleg smit undanfarnar vikur hafa verið á bilinu 1500- 3000 manns.. Alvarlegum veikindum og spítalahúsinnlögnum hefur fækkað sem betur fer. Omicron afbrigðið er í yfirgnæfandi meirihluta hér, en Delta veiran sem veldur alvarlegri veikindum greinist ennþá hér í litlum mæli...

Fólk þarf ekki lengur að fara í sóttkví né einangrun en er beðið um að halda sig heima ef það veikist.. Það er hægt að fara í hraðpróf ef fólk fær jákvætt á heimaprófi til að að fá veikindin skráð í kerfið.. PCR próf er ekki í boði nema með tilvísun frá lækni. 

Strákarnir gistu hjá okkur seinustu helgi,við höfðum kózýkvöld, horfðum á mynd og fengum okkur ís og nammi:-)

Nú þegar öllum takmörkunum hefur verið aflétt er skemmtana og félagslífið að fara á fullt í samfélaginu.. Í skólanum erum við byrjuð að halda viðburði og skemmtanir fyrir nemendur og starfsfólk, halda fundi og hittast á sal. Það var mikið stuð á öskudaginn, pizza og dansiball í salnum og kötturinn sleginn úr tunnunni:-) 

Það er líka að safnast á viðburðadagatalið hjá mér næstu daga því allir vilja hafa hittast og hafa gaman. Næstu helgi eru æfingabúðir og árshátið hjá kórnum, æfingar, matur, söngur, dans og stuð, ætlum að þessu sinni að halda það í sal í Kópavogi, helgina eftir það ætla ég að hitta vinkonu mína, og svo 25. mars er árshátíð hjá vinnunni, matur, happdrætti, dansiball og stemming:-) 

Veðrið frá áramótum hefur verið óvenjulega leiðinlegt, fannfergi, hálka, rok, rigning, ófærð, lokanir, óveður, lokaðir skólar, viðvaranir í ýmsum litum, fastir bílar, árekstrar, klakabrynjur, vatnsflóð á götum, ónýtir bílar vegna færðar, snjómokstur á götum, göngustígum, húsgötum og bílastæðum, holur og ónýtt malbik, útköll björgunarsveita..... 



 

 Rólegheitadagur hjá mér í dag, sjónvarpsgláp og leti í þessu roki og rigningu sem bylur á glugganum núna

Já, svona er staðan á Fróni þessa dagana, sjáum til hvernig þetta fer allt saman:-)

Hafið það gott um helgina..