Monday, October 29, 2007

kvöldvinna

sit hér í rólegheitum, hlusta á viðtækið og er að fara yfir vinnubækur í stærðfræði;-)
Það er alveg að koma vetrarfrí;-)

Var ferlega bjartsýn í dag og renndi við á dekkjaverkstæði eftir vinnu, þar sem ég er enn á sumartúttunum. En þar er víst ekki hægt að fá tíma fyrr en eftir nokkra daga!

En við getum væntanlega reddað þessu öðruvísi þar sem vetrardekkin eru tilbúin á felgum og bíða bara róleg í skottinu á grænu eldingunni:-)

Þar er víst vissara að hafa vetrardekkin undir, sérstaklega áður en við keyrum til Keflavíkur, en það er nú spáð hlýnandi veðri og rigningu, en engin veit hvernig vegirnir verða þegar komið er til baka...
Jæja, nóg af þessu blaðri, ætla að halda áfram að vinna;-)
Sandra kennari...

Enda á leiðsögn frá Ikeda:

29.október
Gongyo er iðkun sem kallar fram og virkjar þann óendanlega kraft sem er innbyggður í manneskjuna. Það breytir örlögum þínum, opnar leiðir sem líta út fyrir að vera blindgötur og umbreytir þjáningu í hamingju. Það skapar umbreytingu, manneskjubyltingu. Það er smækkuð eftirmynd af kosen-rufu í okkar eigin lífi.

Sunday, October 28, 2007

Sunnudagur

Vaknaði fyrst um 10 leytið í morgun, las blöðin og tók nokkrar myndir:





Fleiri myndir á myndasíðunni...

Sofnaði svo aftur og rankaði ekki við mér fyrr en rúmlega 13:00!
Dásamlegt að sofa svona út:-)

Fór framúr, fékk mér kaffi, blaðraði í símann, fór í sturtu og kíkti svo í kaffisopa til hans afa míns..

Eftir dágóðan tíma kvaddi ég afa og renndi til mömmu til að láta hana fá vetrardekkin.

Endaði svo bíltúrinn á AS og fékk mér feitan hamborgara;-)

Er nú heima í rólegheitum að hanga í tölvunni og glápa á sjónvarpið;-)

Nú styttist óðfluga í ferðalagið til Danmerkur og það er komin tilhlökkun í fólkið:-)

Over and out
Sandra

Leiðsögn dagsins frá Ikeda:
28.október

Það getur sýnst fullkomlega í lagi að setja okkur sjálf og okkar eigin óskir í fyrsta sæti, að fylgja einfaldlega duttlungum tilfinninga okkar og löngunum, en sannleikurinn er sá að það er ekkert óáreiðanlegra en hugur okkar. Lífið gengur ekki alltaf eins og klukka og ýmislegt fer ekki eins og við vonumst til eða ætluðum. Þess vegna lagði Nichiren Daishonin mikla áherslu á að: þú ættir að vera meistari huga þíns, ekki leyfa hug þínum að vera meistari þinn. Við ættum ekki að leyfa sjálfhverfum huga að stjórna okkur. Frekar ættum við að aga hug okkar og læra að stjórna honum. Þetta er ströng áminning frá Daishonin.


Saturday, October 27, 2007

Vetur



í dag er 1. vetrardagur og ótrúlegt en satt þá snjóaði hér áðan í sveitinni;-0



Frábær fundur með góðu fólki hér heima á fimmtudaginn :-)
Skemmtileg bíóferð með vinkonu minni í gærkvöldi;-)

Góður dagur í dag.
Svaf út, fékk mér kaffi, las blöðin, og kyrjaði.
Var á leiðinni í sturtu og svolitla bæjarferð þegar ég fékk símtal um ákveðið mál sem kom mér að óvörum og dálítið uppnám.
Skellti mér í sturtu, og fór svo beina leið til að ræða við viðkomandi aðila svona til að klára málið sem símtalið snerist um.
Sá fundur endaði mjög vel, allir aðilar voru ánægðir með niðurstöðuna og sáttir. En ekki nóg með að sátt náðist heldur komu fram meiri og stærri ávinningar en búist var við. Gott að geta breytt eitri í meðal:-)

Eftir þetta allt saman fór ég í búðir og markaði, og keypti sitt lítið af hverju..

Hef ekki meira að segja í bili svo ég óska ykkur bara góðrar viku og vil enda á leiðsögn frá Ikeda:

25.október
Það er hið beitta sverð hins leynda lögmáls og hinn mikli kraftur trúar sem gerir okkur kleift að sigrast algjörlega á hlekkjum þjáninga.
Þess vegna, vil ég gera það alveg ljóst að til að tryggja algjört frelsi og hamingju, megum við alls ekki vera huglaus, sérstaklega í trú.


Wednesday, October 24, 2007

Húrra!

húrra! Já lífið er leikur og leikur er kveikur að lukku, tralala.
Þetta er textabrot úr Húrrakórnum, mjög skemmtilegt, kröftugt og fjörugt lag sem við erum að æfa;-)

Ég fór loksins á kóræfingu í gær, það var alveg dásamlegt og eins og að koma heim:-)
Ég hef undanfarna vetur verið raddformaður í altinum og staðan beið mín ennþá og tók ég þá ábyrgð að mér með glöðu geði..

Er að fara á kaffihús á eftir að hitta Ármúlagengið,
svo er fundur hér heima annaðkvöld og svo er bara aftur komin helgi;-)

Annars allt ágætt, ástandið er aðeins að skána og ávinningar að koma eftir miklar hindranir...

Enda á leiðsögn frá Ikeda:
10.október

Það skiptir ekki máli á hvaða sviði, haltu bara áfram að vinna að þinni persónulegu byltingu til að umbreyta og bæta sjálfa þig á þann hátt sem er þér eðlilegastur.
Það mikilvæga er að þú breytist á jákvæðan hátt. Það er sannarlega ekkert betra en líf þar sem maður skrifar sína eigin einstöku sögu um manneskju byltingu á hverjum degi. Og vöxturinn og umbreytingin sem við náum á þennan hátt getur sanfært fólk um ágæti Búddisma Daishonin mun betur en nokkuð annað.

Adios
Sandra

Sunday, October 21, 2007

Vinabréf


Þetta er saga af litlum dreng sem var afar geðvondur. Faðir hans gaf honum naglapakka og sagði honum að í hvert sinn sem hann missti stjórn á skapi sínu skyldi hann negla einn nagla í bakhlið grindverksins. Fyrsta daginn negldi drengurinn 37 nagla í grindverkið.
Næstu vikurnar lærði hann að hafa stjórn á reiði sinni og fjöldi negldra nagla minnkaði dag frá degi. Hann uppgötvaði að það var auðveldara að hafa stjórn á skapi sínu en að negla alla þessa nagla í girðinguna.
Loksins rann upp sá dagur að enginn nagli var negldur og drengurinn hafði lært að hafa stjórn á sér. Hann sagði föður sínum þetta og faðirinn lagði til að nú drægi drengurinn út einn nagla fyrir hvern þann dag sem hann hefði stjórn á skapi sínu. Dagarnir liðu og loks gat drengurinn sagt föður sínum að allir naglarnir væru horfnir. Faðirinn tók soninn við hönd sér og leiddi hann að grindverkinu. Þú hefur staðið þig með prýði ,en sjáðu öll götin á grindverkinu. Það verður aldrei aftur eins og það var áður. Þegar þú segir eitthvað í reiði, skilur það eftir sig ör alveg eins og naglarnir. Þú getur stungið mann með hnífi og dregið hnífinn aftur sárinu,en það er alveg sama hve oft þú biðst fyrirgefningar,örin eru þarna samt áfram. Ör sem orð skilja eftir sig geta verið jafnslæm og líkamleg ör. Vinir eru sjaldgæfir eins og demantar. Þeir hlusta á þig, skiptast á skoðunum við þig og opna hjarta sitt fyrir þér. Nú er alþjóðleg vinavika. Sýndu vinum þínum og fjölskyldu hve mikils þú metur þá og sendu þeim þetta bréf. Gleðilega vinaviku!! Þú ert vinur minn og það er mér mikill heiður.
Og fyrirgefðu mér ef ég hef skilið eftir göt í grindverkinu þínu.

Saturday, October 13, 2007

Léttir

að vera búin að taka ákvörðun í ákveðnu máli og fylgja henni eftir, líður betur núna:-)
Mun samt ekki upplýsa hér hvaða ákvörðun þetta er, né hvaða mál, það er of persónulegt..
en svona smá hint fyrir ykkur sem vita hvernig tilveran mín er þessa dagana þá snýst þetta ekki um stóra, stóra málið sem er í gangi...

Fer til vinkonu minnar á eftir, spjall og diskótek seinna í kvöld;-)

Er boðin í skrínlagningu á morgun, finnst alltaf jafn mikill heiður að fá að vera viðstödd þá stóru og heilögu stund í lífi búddista:-)

Bekkjarkvöld hjá börnunum á miðvikudaginn...

OG svo byrja ég loksins aftur í Kórnum á þriðjudaginn;-))

Nóg í bili,
Sandra söngfugl, búddisti, kennari og dansfíkill;-)

Leiðsögn dagsins frá Ikeda:

13.október
Þegar við höfum einu sinni öðlast Búddatign, munum við vera Búddar í hverju lífi eftir það. Við munum njóta lífsástands algjörs frelsis um alla eilífð. Hin gullnu orð Daishonin segja svo. Þetta er ástæðan fyrir því að við iðkum trú.

1282: Nichiren Daishonin deyr

Tuesday, October 09, 2007

Sendi

Láru og Lindu Líf innilegar hamingjuóskir í tilefni afmælisdagsins:-)

Vona að þið hafið átt góðan, skemmtilegan og notalegan dag..

John Lennon fæddist líka þennan dag, og í kvöld var kveikt á friðarsúlunni í Viðey í tilefni dagsins;-)

Enda á leiðsögn frá Ikeda um hamingju og frið sem á vel við í dag:
10. febrúar

Kosen-rufu er hinn æðsta leið, hin gullna braut sem liggur gegnum Síðari daga Lögmálsins inn í eilífa framtíð. Höldum áfram djörf og ótrauð eftir þessum vegi eins og Nichiren Daishonin kennir. Þetta er leiðin sem liggur til varanlegs heimsfriðar. Ef við útbreiðum ekki lögmál og hugmyndir Búddhisma Daishonins um víða veröld, þá er ekki nein von um varanlegan frið eða hamingju mannkyns.

Heyrumst
Sandra

Saturday, October 06, 2007

Loksins

hætti að rigna og blessuð sólin lét sjá sig:-)


Annars allt rólegt.
Var að dunda við heimasíðu bekkjarins í gærkvöldi, setja inn nýjar myndir og fréttir;-)
Ætla að reyna að einbeita mér að stóra skilaverkefninu í náminu í dag, verst að þetta er reikningur í Excel, man frekar lítið um svoleiðs vinnu, en það má reyna;-)
Er búin með 15% af námskeiðinu og með frekar góða meðaleinkunn, enn sem komið er, svo að það þýðir ekki að gefast upp núna;-)
Fer í staðlotu í næstu viku og hlakka til þess..

Það var fámennur en góðmennur undirbúningsfundur hjá okkur um daginn og svo er sameiginlegt Kosen-Rufu fundur á morgun, og þar er a.m.k. einn að taka við Gohonzon;-)

Vil enda á leiðsögn frá Ikeda og óska ykkur góðrar helgar:

3.október

Látið ykkur aldrei bregða, alveg sama hvað gerist eða hvað aðrir kunna að segja. Ekki ruglast; ekki missa sjálfstraustið. Svona ættum við að keppast við að lifa lífum okkar. Að geta það er merki um trausta og stöðuga manneskju.

Monday, October 01, 2007

Haustnámskeið

Dásamlegt að komast út fyrir bæinn í sveitina, í kyrrð og ró, ekkert net eða gsm samband, út úr áreitinu og stressinu. Frábært umhverfi með mikilli náttúrufegurð og litadýrð.



Vera eina helgi með 70 frábærum og yndislegum búddistum, fá góða fræðslu, heyra hvetjandi reynslur, leiðsagnir og flotta fyrirlestra, styrkja vinasambönd og eignast nýja vini, hitta suma sem ekki hafa sést lengi.
Kröftug kyrjun, góður matur, horfa og taka þátt í skemmtilegri kvöldvöku, þar sem mátti m.a. sjá og heyra: Súperman, ljón, bangsa, konu með regnhlíf, hljómsveit, söng og gítarspil, ljóðalestur, sögustund, rímur, leikrit, brandara, klapplag og margt fleira:-)
Spilakvöld í góðra vina hópi, Popppunktur spilaður út í eitt, hópfundir, afslöppun, kraftur, vinátta, fræðsla, kyrjun, gleði, skemmtun, rólegt og einlægt samtal, uppörvun, ábyrgð, hugrekki, vinna á eigin göllum, gott og afslappað andrúmsloft:-)
Mjög vel heppnað námskeið:-)
Líður vel núna, er róleg og sterk.

Vil enda á leiðsögn frá Ikeda í þýðingu Láru töffara:
28.september

Trú táknar að við leggjum fram hundrað prósent viðleitni sjálf – þegar við gerum daimoku og í því sem við framkvæmum. Þegar við iðkum á þennan hátt, munu hinir búddísku guðir veita okkur vernd sína. Við megum ekki hafa sjálfsánægt, skilyrt viðhorf í trú, kyrja óskipulega án ákveðina markmiða í þeirri trú að við verðum sjálfkrafa vernduð. Styrkur staðfestu okkar og óhagganleg skapgerð eru mjög mikilvæg. Þeir sem búa yfir þessum eiginleikum eru ekki eftirbátar neins í trú.