Saturday, October 06, 2007

Loksins

hætti að rigna og blessuð sólin lét sjá sig:-)


Annars allt rólegt.
Var að dunda við heimasíðu bekkjarins í gærkvöldi, setja inn nýjar myndir og fréttir;-)
Ætla að reyna að einbeita mér að stóra skilaverkefninu í náminu í dag, verst að þetta er reikningur í Excel, man frekar lítið um svoleiðs vinnu, en það má reyna;-)
Er búin með 15% af námskeiðinu og með frekar góða meðaleinkunn, enn sem komið er, svo að það þýðir ekki að gefast upp núna;-)
Fer í staðlotu í næstu viku og hlakka til þess..

Það var fámennur en góðmennur undirbúningsfundur hjá okkur um daginn og svo er sameiginlegt Kosen-Rufu fundur á morgun, og þar er a.m.k. einn að taka við Gohonzon;-)

Vil enda á leiðsögn frá Ikeda og óska ykkur góðrar helgar:

3.október

Látið ykkur aldrei bregða, alveg sama hvað gerist eða hvað aðrir kunna að segja. Ekki ruglast; ekki missa sjálfstraustið. Svona ættum við að keppast við að lifa lífum okkar. Að geta það er merki um trausta og stöðuga manneskju.