Sunnudagur
Vaknaði fyrst um 10 leytið í morgun, las blöðin og tók nokkrar myndir:
Fleiri myndir á myndasíðunni...
Sofnaði svo aftur og rankaði ekki við mér fyrr en rúmlega 13:00!
Dásamlegt að sofa svona út:-)
Fór framúr, fékk mér kaffi, blaðraði í símann, fór í sturtu og kíkti svo í kaffisopa til hans afa míns..
Eftir dágóðan tíma kvaddi ég afa og renndi til mömmu til að láta hana fá vetrardekkin.
Endaði svo bíltúrinn á AS og fékk mér feitan hamborgara;-)
Er nú heima í rólegheitum að hanga í tölvunni og glápa á sjónvarpið;-)
Nú styttist óðfluga í ferðalagið til Danmerkur og það er komin tilhlökkun í fólkið:-)
Over and out
Sandra
Leiðsögn dagsins frá Ikeda:
28.október
Það getur sýnst fullkomlega í lagi að setja okkur sjálf og okkar eigin óskir í fyrsta sæti, að fylgja einfaldlega duttlungum tilfinninga okkar og löngunum, en sannleikurinn er sá að það er ekkert óáreiðanlegra en hugur okkar. Lífið gengur ekki alltaf eins og klukka og ýmislegt fer ekki eins og við vonumst til eða ætluðum. Þess vegna lagði Nichiren Daishonin mikla áherslu á að: þú ættir að vera meistari huga þíns, ekki leyfa hug þínum að vera meistari þinn. Við ættum ekki að leyfa sjálfhverfum huga að stjórna okkur. Frekar ættum við að aga hug okkar og læra að stjórna honum. Þetta er ströng áminning frá Daishonin.
<< Home