Sunday, April 22, 2012

allt og ekkert

Langt síðan ég hef skrifað færslu, dagarnir líða, sumir eru tíðandalitir og í rútínu, en aðrir eru fjölbreyttir og fullir af litlum ævintýrum:-)

Miðvikudaginn 18. apríl mætti ég í leigubíl í vinnuna kl 09:00 með bakpoka fullan af allskonar dóti, s.s. söngvatn, , sundföt og snyrtidót. Ég vann til 17:00 en þá tók við óvissuferð Blásala:-)

Við löbbuðum af stað í gegnum hverfið, niður í Elliðaárdal og í átt að Árbæjarlaug. Á leiðinni stoppuðum við, settumst í grasið og fengum okkur nesti:-)

Að lokinni hressingu fórum við í anddyrið á lauginni, skemmtinefndin lét sem við værum að fara í sund en hættu svo við og sendu okkur inn í rútu sem beið fyrir utan..

Í rútunni fengu sumir fengu sér söngvatn og við keyrðum hlæjandi og syngjandi sem leið lá inn í Kópavog. Gleðin var allsráðandi og ekki minnkaði hún þegar við stoppuðum fyrir utan Mecca Spa á Nýbýlaveginum:-)

Þar fengum við kampavín og vorum í góðum gír, afslöppun, frábærri stemmingu, hópefli, sundlauginni, heita pottinum og gufinni í c.a. klukkutíma:-)

Þegar allir voru búnir að klæða sig og snyrta var farið upp í rútuna og nú var keyrt krókaleiðir um Kópavog. Keyrðum upp að Turninum (fórum samt ekki að borða þar) og í Smáralind (fórum heldur ekki í Skemmtigarðinn). Enduðum svo í Grafarvogi þar sem ein úr skemmtinefndinni á heima..

Fengum gómsæta kjúklingasúpu sem skemmtinefndin hafði eldað kvöldið áður, snakk, ost, brauð, kaffi og nammi:-)

Sátum svo í rólegheitum, hlógum mikið, spjölluðum, hlustuðum á músík, höfðum það kózý og gaman saman:-)

Þegar leið á kvöldið fór fólk að týnast heim og við Heiður vinkona vorum með þeim seinustu að fara heim um kl 23:30, partýið búið og næstum allir farnir heim, sáttir, lúnir og glaðir eftir frábæran, viðburðarríkan, notalegan og vel heppnaðan vinnu og skemmtidag:-)

Undanfarnir tveir mánuðir hafa verið góðir, erfiðir, skemmtilegir, fjölbreyttir, tíðindalitlir, tilfinningarríkir, undarlegir, frábærir, flóknir, einfaldir og allt þar á milli..

Á virkum dögum hefur rútínan og letin verið frekar ríkjandi hjá mér, hef farið í vinnuna og komið svo heim í rólegheit, en sum kvöld hef ég gert eitthvað annað, farið í heimsóknir, á fundi, í leikfimi, kíkt í bíó, passað Gunnar yndislega frænda minn og eitthvað fleira.

Um helgar hef ég verið virkari og gert ýmislegt, t.d. bakað, farið á kaffihús, farið út að ganga, kíkt í bæinn, fengið heimsóknir, passað Gunnar, horft á sjónvarpið og margt fleira:-)

Framundan er svo m.a. að kíkja á litla prinsinn hennar Gyðu vinkonu, læknisheimsókir, konukvöld, leikfimi, bíóferð, jafnvel dansiball, fundir, kyrjanir og fleira:-)


Það er samt einkum tvennt sem ég hef eytt tíma, orku og peningum í undanfarið..

Annað tengist námsferðinni til Svíþjóðar sem ég er að fara í með Blásalagellunum(vinnunni) núna í maí:-)

Að fara með hóp í ferð þýðir að það þarf að safna aurum í sameiginlegan ferðasjóð..

og það höfum við sko gert með kökubakstri og kökubasar, selt uppskriftabækur, lakkrís, hlaup, bökunarpappír og jólakort, verið með happdrætti og framundan er konukvöld sem hefur tekið tíma að undirbúa, m.a, að bjóða gestum, fá vinninga í happdrættið og skipa í nefndir:-)

Hitt sem ég hef verið að dunda mér við og gera tilraunir tengist mataræði og heilsu:-)

það er langt síðan ég byrjaði að hugsa um þessa hluti(út af magaveikindum) og hef tekið út ýmsar fæðutegundir, t.d. rjóma en nú er komin lengra í átt að betri heilsu.

Ég hef verið að prófa mig áfram í grænmætis- og hráfæði, keypt mér matreiðslubækur, hráefni, blandara og safapressu til að gera grænmetis og ávaxtasafa og það hefur gengið mjög vel. Ég drekk grænan safa á hverjum degi, mér líður miklu betur, hef lagað magann mikið, veikindadögum hjá mér hefur snarfækkað, ég finn betur hvað fer vel í mig og hvað er vont fyrir líkamann og þetta er allt annað líf:-)

En það er ekki nóg að drekka bara safa, það þarf líka að borða mat:-)

svo ég hef tekið þetta lengra, er að taka út hveiti, sykur, ger, lyftiduft, flest allt kjöt(borða einstaka sinnum kjúkling) og það hefur gengið vel, nema það er vandasamt að taka út alveg hveiti og sykur því það er í svo mörgum matartegunum en ég reyni, því hveitið fer illa í mig, og ég vil ekki borða þetta gervisykurseitur sem safnast upp í líkamanum, borða þá frekar venjulegan sykur sem ég get brennt.

Mataræðið mitt samanstendur aðallega af allskonar grænmetisfæði(t.d. grænmetisbuff og súpu) hrátt og eldað grænmeti, ávöxtum, fiski(soðnum, steiktum, fiskibollum), döðlum, fræjum, hnetum, möndlum og þess háttar, bauna og byggbuff, nokkrum mjólkurtegundum, ákveðinni tegund af hrökkkexi og eitthvað fleira. ég nota t.d. möndlumjólk út í ávaxtaþeyting, namminamm, og ég prófaði líka að nota hana út í kaffið, hún er mjög góð:-)

Ég kaupi reyndar flest af grænmetisbuffinu og fiskibollurnar tibúið og það er gott og fer vel í mig, en mig langar að prófa seinna að útbúa þetta sjálf, það verður næsta skref í tilraunaeldhúsinu:-)

En stundum langar mig líka í brauð, kex og kökur og þar sem ég forðast hveiti,sykur, ger og lyftiduft, eins og má finna í flatkökum, kexi, kökum og brauði þá er bara eitt í stöðunni, það er að baka sjálfur:-)

Ég hef verið að prófa mig áfram í bakstri og það hefur gengið vel, einkum muffins sem hefur heppnast mjög vel og klárast alltaf mjög fljótt, sérstaklega þegar ég fæ gesti:-)

Brauðið tókst ekki alveg eins vel(enda hef ég bara prófað einu sinni) en það þýðir ekkert að gefast upp, bara að halda áfram og prófa fleiri uppskriftir og hráefni:-)

Þessar uppskriftir innihalda m.a. hveitiklíð, spelt, fræ, döðlur, banana, ávexti, sykurlausa sultu, suðusúkkulaði, ab-mjólk, maísmjöl, vatn, vínsteinslyftiduft, vanillusykur og margt fleira;-)

Já, það er hægt að breyta ýmsu ef viljinn er fyrir hendi:-)

þetta tekur allt tíma, vinnu, þolinmæði, hugrekki, áhuga, húmor, aura, útsjónarsemi, vilja og fórnir en er alveg þess virði:-)

og það er allt í lagi ef eitthvað misheppnast, þá er bara að prófa aftur:)

Vona að ykkur líði vel, njótið sólarinnar og eigið gæðastundir með ykkur sjálfum og fólkinu ykkar:-)

risasknús og kossar...

sandra sumarbarn.