Sunday, January 28, 2007

Sumir dagar

eru alveg meiriháttar og allt gengur upp, áreynslulaust og skemmtilega.
Dagurinn í gær var akkúrat þannig:-)
Hann byrjaði á því að ég fékk símhringingu frá einni úr fjölskyldunni sem sagði mér spennandi fréttir sem hún var að vinna í.
Nokkrum tímum seinna kom viðkomandi mjög ánægð og nýbúin að kaupa sér hlut sem hana hafði lengi langað í og loksins kom tækifærið til þess:-)
Horfðum á Íslendinga komast áfram í 8 liða úrslit í handbolta;-)
Seinnipart dags og fram á nótt var bróðir minn með strákaspilakvöld hér heima, eflaust mikið fjör og stemming:-)
og ég eyddi kvöldinu með vinkonu minni sem gekk allt saman upp, mikið fjör og notalegheit:-)
Við fórum út að borða og fengum strax borð, spólan sem okkur langaði að horfa á var inni á leigunni, og svo fórum við út að dansa á fínu, nýjum stað (DOMO) engin röð, fín tónlist og nóg pláss á gólfinu til að dilla sér:-)
Jamm þetta var flottur, skemmtilegur og frábær dagur hjá okkur;-)
Vona að þið hafið átt góða helgi.

Enda á leiðsögn sem kemur inn á gleðina og sigrana sem einkenndu gærdaginn..

Sé skyggnst djúpt, felst hamingjan í því hvernig þú byggir upp trausta tilfinningu fyrir sjálfi eða verund. Hamingjan felst ekki í ytri viðmiðunum eða hégóma. Hún byggir á því sem þú upplifir hið innra, hún er hinn djúpi ómur þíns innra lífs. Að fyllast dag hvern tilfinningu gleði og tilgangs, að verkefni sé leyst af hendi og upplifa djúpa fullnægju – fólki sem þannig líður nýtur hamingju. Þeir sem upplifa þessa innri fullnægju, jafnvel þó þeir séu fram úr hófi uppteknir, eru miklu hamingjusamari en þeir sem hafa nægan frítíma en stríða við tómleikatilfinning hið innra(D. Ikeda)

Saturday, January 27, 2007

mikil gleði

í gangi núna vegna góðra atburða undanfarið og mjög stór sigur hjá konu mér nákomri í dag:-)
Búin að kyrja mikið og lengi fyrir því að hún eignaðast ákveðin hlut til að auðvelda henni lífið og hún gat loksins keypt sér hann í dag:-)
Einnig að hún yrði hamingjusöm og ánægð með lífið og ávinningurinn í dag er stórt skref í átt að enn fleiri sigrum og hamingju í lífi hennar:-)

Leiðsögnin í dag á vel við sigur dagsins:-)

"Haltu áfram að kyrja daimoku, sama hvernig sem á stendur, bæði á góðum og slæmum tímum sem og í gleði og sorg. Þannig geturðu unnið sigur í þínu daglega lífi sem og samfélaginu"( D.Ikeda)

Sunday, January 21, 2007

Helgin

var skemmtileg, kraftmikil, notaleg, fjölbreytt og góð.
Í gær var svaf ég út, fór svo að dunda mér í búðarrápi,og fann þó nokkrar flíkur, bæði hversdags og og aðeins meira spari. Hitti dálítið af kunnulegum andlitum í Kringlunni sem er alltaf skemmtilegt spjalla við:-)
Í gærkvöldi fór ég í heimsókn til Heiðar og við fengum okkur að borða og horfðum svo á vidjó:-)

Í dag var ég á leiðtoganámskeiði og heppnaðist það mjög vel, fékk fullt af fróðleik og mörgu öðru góðu efni, og tók þátt í góðum og gagnlegum umræðum;-)
Eftir námskeiðið skrapp ég í fyrsta skipti í nýju IKEA búðina, svona meira til að skoða, en fann eitthvað af smádóti, teppi og púða sem læddust í körfuna..
Var svo að koma heim af kröftugri og frábærri ungmennakyrjun og er vel stemmd fyrir vikuna sem er framundan:-)

Samstarfsdagur á morgun og foreldraviðtöl á þriðjudag..

Óska ykkur gæfu og velgengni í komandi viku
Sandra


"Þið megið ekki eitt andartak gefast upp við að byggja upp nýtt líf fyrir ykkur sjálf. Sönn sköpun felst í því að mjaka opnum hinum þunglamalegu og stirðu dyrum til lífsins. Þetta er ekki auðveld barátta. Reyndar er þetta eitt erfiðasta verk í heimi. Því að opna dyrnar að eigin lífi er þegar allt kemur til alls erfiðara en opna dyrnar að leyndardómum alheimsins. En í þessu felst einmitt að standa vörð um heiður þinn sem mannlegrar veru. Þessi barátta gerir líf þitt þess virði að þú lifir því. Ég fullyrði að enginn er eins einmana eða eins óhamingjusamur og maður sem ekki þekkir hina hreinu gleði að skapa sér nýtt líf. Að vera maður felst ekki aðeins í því að standa uppréttur og sýna greind. Að vera maður í fyllstu merkingu orðsins er að lifa skapandi lífi."
Daisaku Ikeda forseti SGI

Monday, January 15, 2007

vinnan göfgar manninn:-)

mikið að gera í þessari viku í vinnunni, erum að undirbúa foreldraviðtöl sem verða í byrjun næstu viku..
líka mikið að gera í félagslífinu, kóræfing á morgun, ungrakvennafundur á fimmtudag og svo stefnan sett á útsölur og dansiball um helgina:-)

Vil senda tvær afmælishamingjuóskir:

Gyða mín. Innilega til hamingju með afmælið í dag:-)
Vona að ég hafi ekki farið illa með þig í morgun þegar ég fékk vinnufélaga okkar til að syngja afmælissönginn fyrir þig:-)

Hina kveðjuna fær hann Bjarki bróðir minn sem verður 20 ára á morgun:-)
Bjarki minn, hjartanlega til hamingju með stórafmælið og ég vona að þú eigir góðan, skemmtilegan og notalegan dag :-)

Vil enda á leiðsögn um mikilvægi hamingju og gleði:-)

Hamingjuna finnum við í hjarta okkar. Þeir sem finna til gleði og
eftirvæntingar gagnvart lífinu eru sigurvegarar. Þeir sem eiga
hjörtu sem eru sterk, vitur, hugrökk og mikilfengleg munu ekki
láta hugfallast við neinar kringumstæður.
Þetta er grunnurinn að sannri hamingju og Hið Leynda Lögmál
gerir okkur fær um að ná þessu .(Daisaku Ikeda)

Bestu kveðjur
Sandra

Sunday, January 14, 2007

Skrínlagning

var boðið í skrínlagningu í dag hjá Elísabetu sem tók við Gohonzon á nýjársdag:-)
Þetta var alveg yndisleg athöfn og alltaf jafnmikill heiður að vera boðið á þennan mikilvæga og fallega atburð í lífi búddista:-)
Hjartanlega til hamingju með daginn Elísabet mín og takk kærlega fyrir mig:-)

Leiðsögn dagsins er um mikilvægi styrkleika og baráttu:

Styrkur er hamingja. Styrkur er í sjálfum sér sigur. Í veikleika og hugleysi fyrirfinnst ekki hamingja. Þegar þú heyjir baráttu, þá getur þú unnið eða tapað. En hvað sem líður niðurstöðunni til skamms tíma litið, þá er sú staðreynd að þú heldur áfram að berjast sönnun um sigur þinn sem manns. Sterkur andi, sterk trú og sterk bæn – að þroska þetta með sér er sigur og veröld Búddhatignar.

Megið þið eiga góða og skemmtilega viku:-)
Sandra

Wednesday, January 10, 2007

er í þvílíkt

háu lífsástandi núna:-)



Þannig var að rétt fyrir áramót fékk ég bréf frá gamla kórnum mínum( Borgarkórunum) þess efnis að hann væri að taka aftur til starfa og þar að auki undir stjórn Sigvalda Kaldalóns.
Ég varð frekar spennt fyrir þessu og mætti að sjálfsögðu á fyrstu æfingu í gær. Þetta var eins og að koma heim, flestallir gömlu meðlimirnir og sama góða stemmingin:-)
Ég hugsaði með mér að ég yrði að komast aftur í kórinn í vetur og geta mætt á allar æfingar á þriðjudagskvöldum og staðið mig vel eins og ég gerði áður fyrr.
En það var smá hindrun í veginum.
Búddistahverfisfundirnir í mínu hverfi eru alltaf á þriðjudögum svo að ég sá frammá það að þurfa að sleppa kórnum;-(
því ég vildi ekki mæta bara á aðra hverja æfingu í vetur.
Það eru nokkrar ástæður fyrir því sem ég mun ekki rekja hér.

Ég hugsaði málið fram og til baka og reyndi að finna út hvort hægt væri að breyta fundartíma og hvaða dagar kæmu þá til greina sem hentuðu öllum meðlimum. Að lokum komst ég að þeirri niðurstöðu að fimmtudagar gætu hentað en átti eftir að leggja málið fyrir alla hverfismeðlimi.

Í kvöld var svo undirbúningsfundur í hverfinu mínu og ég lagði málið fyrir og niðurstaðan varð á þann veg að ekkert mál var að færa fundi yfir á fimmtudaga og því mun ég vera BORGARKÓRSMEÐLIMUR í vetur:-))))

Gangi ykkur sem best það sem eftir lifir skóla og vinnuvikunnar.
Sandra söngfugl, búddisti og kennari:-)

Thursday, January 04, 2007

Góða kvöldið

og gleðilegt nýtt ár:-)
Já nýja árið byrjar vel og ég hef sko ekki setið auðum höndum þessa fjóra daga sem liðnir eru af árinu 2007.
Byrjaði árið á því að fara á frábært og vel heppnað nýársgongyo(hátíð) búddista þar sem að sex meðlimir tóku á móti Gohonzon og óska ég þeim til hamingju með þennan stórkostlega áfanga í lífinu. Sérstaklega vil ég óska einni af þeim hjartanlega til hamingju þessa frábæru ákvörðun og tímamót í hennar lífi:-)
Eftir fundinn fór ég heim og fékk þá góðu máltíð sem ég hafði beðið dálítið eftir og er ómissandi um jólin, þ.e. hamborgarahrygg;-)
Um kvöldið höfðum við það svo notalegt heima og horfuðum á myndina LOTR III sem eiginlega tilheyrir jólum og áramótum;-)

Annan dag janúnar hitti ég loksins hana Hebu vinkonu mína sem býr í Finnlandi en er nú í heimsókn hér heima. Við áttum góða stund saman, fengum okkur að borða, spjölluðum mikið, röltum í búðir og í einni slíkri fann hún þennan flotta jakka;-)

Í gær byrjaði svo vinnan og ég viðurkenni að það var svolítið erfitt að vakna og koma sér af stað;-)
En þetta var nú svona samstarfsdagur, fundur og undirbúningsvinna og komum við heilmiklu í verk þrátt fyrir allt;-)
Um kvöldið skelltum við fjölskyldan okkur saman í bíó og sáum myndina "Children of men" sem ég mæli með, svolítið öðruvísi mynd en góð og áhugaverð.

Í dag mættu svo blessuð börnin hress og kát og tilbúin til að takast á við ný verkefni. Þau voru nú furðu róleg og dugleg miðað við að vera nýkomin úr jólafríi.

Framundan eru foreldraviðtöl og stöðumat á námi nemenda og erum við því á fullu að undirbúa námsmat, fara yfir kannanir og verkefni og gefa umsagnir. Ég tók heiljarinnar heimavinnu með mér í dag, stóran bunka af könnun sem ég þarf að fara yfir og setja svo allar niðurstöður inn í EXEL;-)
Hef gert þetta áður og fékk skjalið sent í tölvupósti svo ég þarf bara að fylla inn í það en þetta er mikil nákvæmisvinna sem mér finnst þægilegra að vinna heima í rólegheitum svo að ég hef nóg að gera um helgina;-)

Vil enda á notalegu gullkorni sem fjallar um að létta lundina í dagsins önn:
"Það er allt þetta smáa og hversdagslega, hjálpfýsin, nærgætnin og notalegheitin, sem létta lundina í amstri daganna." (óþekktur höfundur)

Monday, January 01, 2007

Nokkrar flugeldamyndir