er í þvílíkt
háu lífsástandi núna:-)
Þannig var að rétt fyrir áramót fékk ég bréf frá gamla kórnum mínum( Borgarkórunum) þess efnis að hann væri að taka aftur til starfa og þar að auki undir stjórn Sigvalda Kaldalóns.
Ég varð frekar spennt fyrir þessu og mætti að sjálfsögðu á fyrstu æfingu í gær. Þetta var eins og að koma heim, flestallir gömlu meðlimirnir og sama góða stemmingin:-)
Ég hugsaði með mér að ég yrði að komast aftur í kórinn í vetur og geta mætt á allar æfingar á þriðjudagskvöldum og staðið mig vel eins og ég gerði áður fyrr.
En það var smá hindrun í veginum.
Búddistahverfisfundirnir í mínu hverfi eru alltaf á þriðjudögum svo að ég sá frammá það að þurfa að sleppa kórnum;-(
því ég vildi ekki mæta bara á aðra hverja æfingu í vetur.
Það eru nokkrar ástæður fyrir því sem ég mun ekki rekja hér.
Ég hugsaði málið fram og til baka og reyndi að finna út hvort hægt væri að breyta fundartíma og hvaða dagar kæmu þá til greina sem hentuðu öllum meðlimum. Að lokum komst ég að þeirri niðurstöðu að fimmtudagar gætu hentað en átti eftir að leggja málið fyrir alla hverfismeðlimi.
Í kvöld var svo undirbúningsfundur í hverfinu mínu og ég lagði málið fyrir og niðurstaðan varð á þann veg að ekkert mál var að færa fundi yfir á fimmtudaga og því mun ég vera BORGARKÓRSMEÐLIMUR í vetur:-))))
Gangi ykkur sem best það sem eftir lifir skóla og vinnuvikunnar.
Sandra söngfugl, búddisti og kennari:-)
<< Home