Helgin
var skemmtileg, kraftmikil, notaleg, fjölbreytt og góð.
Í gær var svaf ég út, fór svo að dunda mér í búðarrápi,og fann þó nokkrar flíkur, bæði hversdags og og aðeins meira spari. Hitti dálítið af kunnulegum andlitum í Kringlunni sem er alltaf skemmtilegt spjalla við:-)
Í gærkvöldi fór ég í heimsókn til Heiðar og við fengum okkur að borða og horfðum svo á vidjó:-)
Í dag var ég á leiðtoganámskeiði og heppnaðist það mjög vel, fékk fullt af fróðleik og mörgu öðru góðu efni, og tók þátt í góðum og gagnlegum umræðum;-)
Eftir námskeiðið skrapp ég í fyrsta skipti í nýju IKEA búðina, svona meira til að skoða, en fann eitthvað af smádóti, teppi og púða sem læddust í körfuna..
Var svo að koma heim af kröftugri og frábærri ungmennakyrjun og er vel stemmd fyrir vikuna sem er framundan:-)
Samstarfsdagur á morgun og foreldraviðtöl á þriðjudag..
Óska ykkur gæfu og velgengni í komandi viku
Sandra
"Þið megið ekki eitt andartak gefast upp við að byggja upp nýtt líf fyrir ykkur sjálf. Sönn sköpun felst í því að mjaka opnum hinum þunglamalegu og stirðu dyrum til lífsins. Þetta er ekki auðveld barátta. Reyndar er þetta eitt erfiðasta verk í heimi. Því að opna dyrnar að eigin lífi er þegar allt kemur til alls erfiðara en opna dyrnar að leyndardómum alheimsins. En í þessu felst einmitt að standa vörð um heiður þinn sem mannlegrar veru. Þessi barátta gerir líf þitt þess virði að þú lifir því. Ég fullyrði að enginn er eins einmana eða eins óhamingjusamur og maður sem ekki þekkir hina hreinu gleði að skapa sér nýtt líf. Að vera maður felst ekki aðeins í því að standa uppréttur og sýna greind. Að vera maður í fyllstu merkingu orðsins er að lifa skapandi lífi."
Daisaku Ikeda forseti SGI
<< Home