Thursday, January 04, 2007

Góða kvöldið

og gleðilegt nýtt ár:-)
Já nýja árið byrjar vel og ég hef sko ekki setið auðum höndum þessa fjóra daga sem liðnir eru af árinu 2007.
Byrjaði árið á því að fara á frábært og vel heppnað nýársgongyo(hátíð) búddista þar sem að sex meðlimir tóku á móti Gohonzon og óska ég þeim til hamingju með þennan stórkostlega áfanga í lífinu. Sérstaklega vil ég óska einni af þeim hjartanlega til hamingju þessa frábæru ákvörðun og tímamót í hennar lífi:-)
Eftir fundinn fór ég heim og fékk þá góðu máltíð sem ég hafði beðið dálítið eftir og er ómissandi um jólin, þ.e. hamborgarahrygg;-)
Um kvöldið höfðum við það svo notalegt heima og horfuðum á myndina LOTR III sem eiginlega tilheyrir jólum og áramótum;-)

Annan dag janúnar hitti ég loksins hana Hebu vinkonu mína sem býr í Finnlandi en er nú í heimsókn hér heima. Við áttum góða stund saman, fengum okkur að borða, spjölluðum mikið, röltum í búðir og í einni slíkri fann hún þennan flotta jakka;-)

Í gær byrjaði svo vinnan og ég viðurkenni að það var svolítið erfitt að vakna og koma sér af stað;-)
En þetta var nú svona samstarfsdagur, fundur og undirbúningsvinna og komum við heilmiklu í verk þrátt fyrir allt;-)
Um kvöldið skelltum við fjölskyldan okkur saman í bíó og sáum myndina "Children of men" sem ég mæli með, svolítið öðruvísi mynd en góð og áhugaverð.

Í dag mættu svo blessuð börnin hress og kát og tilbúin til að takast á við ný verkefni. Þau voru nú furðu róleg og dugleg miðað við að vera nýkomin úr jólafríi.

Framundan eru foreldraviðtöl og stöðumat á námi nemenda og erum við því á fullu að undirbúa námsmat, fara yfir kannanir og verkefni og gefa umsagnir. Ég tók heiljarinnar heimavinnu með mér í dag, stóran bunka af könnun sem ég þarf að fara yfir og setja svo allar niðurstöður inn í EXEL;-)
Hef gert þetta áður og fékk skjalið sent í tölvupósti svo ég þarf bara að fylla inn í það en þetta er mikil nákvæmisvinna sem mér finnst þægilegra að vinna heima í rólegheitum svo að ég hef nóg að gera um helgina;-)

Vil enda á notalegu gullkorni sem fjallar um að létta lundina í dagsins önn:
"Það er allt þetta smáa og hversdagslega, hjálpfýsin, nærgætnin og notalegheitin, sem létta lundina í amstri daganna." (óþekktur höfundur)