Sunday, November 30, 2008

Margt

að gerast þessa dagana.

Jói og Lára eru komin með leiguíbúð:-)
og ætlum við að hjálpa þeim við flutninga í dag....

Á morgun byrjar nýr kennari í hinum 1. bekknum, skrýtið og spennandi að fá annan samstarfskennara;-)


jæja, best að fara og taka sig til...
Óska ykkur góðrar viku...
Sandra

Leiðsögn frá Ikeda
29.nóvember

Samúð er sál búddismans. Að biðja fyrir öðrum, að gera erfiðleika þeirra og sálarkvöl að okkar eigin; að umfaðma þá sem eru að þjást, að verða þeirra helstu bandamenn; að halda áfram að styðja og uppörva þá, þar til þeir verða sannarlega hamingjusamir – það er í svo mannúðlegum gjörðum sem búddismi Nichiren lifir og dafnar.

Monday, November 24, 2008

Viðtal við Tinu Turner um búddisma og kyrjun

Tina Turner Chanting

Jæja

þá er stóra verkefnið í mastersnámskeiðinu næstum lokið, eftir maraþontörn um helgina, héldum fyrirlesturinn í dag, það gekk frekar vel og ég er sátt við frammistöðu okkar:-)
Nú eigum við einungis eftir að klára ritgerðina og skila fyrir 8 des;-)
Ekki mikið á dagskránni í þessari viku, verð í ábyrgð á fræðslufyrirlestri annaðkvöld og svo týnist kannski fleira til:-)

Hef ekki meira að segja í bili, ætla að fara út í vídjóleigu og skila DVD disknum...
Eigið góða viku
Hópfaðmlag:-)
Sandra

Leiðsögn dagsins á vel við núna í þessu ástandi sem er í samfélaginu:

24. nóvember

Rosa Parks skrifaði í bók sinni Þögull styrkur: “Ég hef komist að því að þegar ég hugsa of mikið um mín eigin vandamál og þá staðreynd að stundum eru hlutirnir ekki alveg eins og ég vil að þeir séu, að þá verða engar framfarir hjá mér. En ef ég lít í kringum mig og sé hvað ég get gert, og geri það svo, þá fara hlutirnir í gang.” Æskan, og í raun lífið sjálft, líður hjá á augabragði. Þess vegna er mikilvægt fyrir ykkur unga fólkið að þið spyrjið ykkur sjálf hvað þið getið gert fyrir þá sem þjást, hvað þið getið gert til að leysa þær mótsagnir sem plaga þjóðfélagið og djarfmannlega tekist á við þær miklu áskoranir.


Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Tuesday, November 18, 2008

Broslegt

að horfa á fréttatímann, hver viðmælandinn af öðrum bendir á annan og kennir hinum um.
Svo man engin neitt um fundi eða annað sem vísað er til.
Stóru kallarnir farnir að rífast og takast á, og einhverjir segja af sér og flýja til Spánar...
Spennandi tímar framundan að fylgjast með þingmönnum og bankastjórum....
Á nú eftir að sjá Dabba fara af sjálfsdáðum...
Svo er talað við hinn og þennan fræðinginn, allir benda á afleiðingar og gott er að vera vitur eftirá, en engin kemur með lausnir.

Já, þetta er nú meira bullið;-)
Ekki nokkur leið að fá mikið vit eða yfirsýn í þetta rugl og hugsið ykkur bara öll hneykslismálin sem eiga eftir að koma upp á yfirborðið á næstunni í sambandi við þetta;-/

Annars er allt að gerast í náminu hjá mér, lokamaraþonsprettur framundan á föstudag, laugardag og sunnudag, og svo fyrirlestur á verkefninu á mánudag eða þriðjudag....

Fór óvænt í bíó beint eftir lærdómsfund seint í gærkvöldi(10:30) á Bond, ágætis hasarmynd þar á ferð og ekki mikið af Bondtöktum sem betur fer;-)

Jamm, læt þetta nægja í bili..
Góðar stundir;-)
Sandra

Leiðsögn gærdagsins:
17.nóvember

Það er einungis ef þú skorar á þína eigin manneskjubyltingu á þann hátt sem er sannur fyrir þig sem fólkið í kringum þig mun byrja að treysta þér og virða.
Það í sjálfu sér er besta leiðin til að leggja undirstöðurnar að útbreiðslu búddisma Nichiren Daishonin.

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Sunday, November 09, 2008

Góðir

dagar að baki..
Fór á tvo frábæra fundi í vikunni, valkyrju og víkingafund, og undirbúningsfund í hverfinu mínu;-)

Var róleg á föstudaginn, en í gær fór ég á bókasafnið í Kennó ásamt vinkonu minni til að læra og finna gögn til að nota í verkefninu...

Í gærkvöldi var stelpupartý og svo fórum við út að dansa, fínasta skemmtun, flipp, swing og hlátur:-)

Í dag var lærdómsfundur og rólegheit í kvöld, Dagvaktin á eftir:-)

Hér er slóð að heimasíðu fyrir þá sem vilja þakka Færeyingjum fyrir aðstoðina:-)

Kveð í bili..
bangsaknús;-)
Sandra

Gef Ikeda orðið:

5.nóvember

Það er mikilvægt að lifa gleðiríku lífi. Með sterkum anda bjartsýni, þurfum við stöðugt að geta beint hugum okkar í bjarta, jákvæða og ábatasama átt og hjálpa þeim sem í kringum okkur eru að gera slíkt hið sama. Við ættum að leggja okkur fram við að öðlast lífsástand þar sem við finnum fyrir gleði sama hvað gengur á.

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Saturday, November 01, 2008

Mótmælaganga

Boðað hefur verið til mótmæla í miðborg Reykjavíkur, þriðja laugardaginn í röð. Safnast verður saman á Hlemmi klukkan 14:00 og þaðan gengið niður á Austurvöll. Slagorð þeirra mótmæla er Nýir tímar og eru skilaboðin þau að ríkisstjórnin eigi að víkja og kosningar verði haldnar. Að göngu lokinni hefst dagskrá á Austurvelli um klukkan 15:00 þar sem fluttar verða ræður. Meðal þeirra sem taka til máls eru Pétur Tyrfingsson, Óskar Ástþórsson leikskólakennari, Katrín Baldursdóttir listakona, Ragnhildur Guðmundsdóttir frá Mæðrastyrksnefnd, Lárus Páll sjúkraþjálfari, ásamt fleirum.