Góðir
dagar að baki..
Fór á tvo frábæra fundi í vikunni, valkyrju og víkingafund, og undirbúningsfund í hverfinu mínu;-)
Var róleg á föstudaginn, en í gær fór ég á bókasafnið í Kennó ásamt vinkonu minni til að læra og finna gögn til að nota í verkefninu...
Í gærkvöldi var stelpupartý og svo fórum við út að dansa, fínasta skemmtun, flipp, swing og hlátur:-)
Í dag var lærdómsfundur og rólegheit í kvöld, Dagvaktin á eftir:-)
Hér er slóð að heimasíðu fyrir þá sem vilja þakka Færeyingjum fyrir aðstoðina:-)
Kveð í bili..
bangsaknús;-)
Sandra
Gef Ikeda orðið:
5.nóvember
Það er mikilvægt að lifa gleðiríku lífi. Með sterkum anda bjartsýni, þurfum við stöðugt að geta beint hugum okkar í bjarta, jákvæða og ábatasama átt og hjálpa þeim sem í kringum okkur eru að gera slíkt hið sama. Við ættum að leggja okkur fram við að öðlast lífsástand þar sem við finnum fyrir gleði sama hvað gengur á.
Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda
<< Home