Saturday, January 29, 2011

nú er fyrsti mánuður 2011 að verða búinn:-)
tíminn líður hratt, en mishratt þó:-)

Jólahátíðin var svolítið öðruvísi núna, en þó skemmtilega öðruvísi þar sem Gunnar Aðalsteinn litli frændi var hér mikið í pössun um jólin og áramótin. Við Gunnar vorum saman á síðsta degi árins 2010 og fyrsta dag ársins 2011:-)
Hann gisti hér aðfaranótt gamlársdags og vaknaði snemma á gamlársdagsmorgun glaður og hress:-) Sem þýddi að gamla frænka fór snemma frammúr og lék sér og sinnti honum fram að hádegi á meðan mamman fékk smá auka lúr og fór svo að vinna aðeins og svo fóru þau mæðgin heim um hádegið..
Gamlárskvöld var rólegt, eftir veislumatinn var glápt var á sjónvarpið og flugeldashow og svo farið í háttinn:-)

Á nýjársdag vaknaði ég fyrir hádegi og fór á nýjárshátíðina hjá okkur búddistum þar sem ég var valkyrja:-)
Ég átti líka 5 ára Gohonzon afmæli 1. jan 2011:-)
þetta var flott og falleg hátíð þar sem m.a. tveir búddistar tóku á móti Gohonzon og er það alltaf jafnfalleg og stórkostleg stund í mínum huga:-)
ég vil óska þeim Ívari og Helga innilega til hamingju:-)

þegar ég kom heim um kaffileytið voru Jói, Lára og Gunnar Aðalsteinn kominn aftur og að þessu sinni var Gunnar í pössun 1. og 2. janúar:-)
og Jói og Lára voru líka hér þann tíma en þau komu og fóru vegna vinnu og fleira.
já þetta voru yndislegar og góðar samverustundir:-)

en annars hefur verið ýmislegt að gerast í janúar..
það hafa verið sigrar og hindranir hjá mér og öðrum í kringum mig, margt hefur gengið vel, en annað er enn í vinnslu. Þetta eru karma og atriði sem tengjast m.a. vinnu, samskiptum, heilsu og fjármálum..

Það er margt á dagskrá hjá mér í febrúar og eitthvað að gerast allar helgar og líka komin dagskrá á marga virka daga:-)
má þar nefna: kosen-rufu gongyo, alls konar fundi, 1. árs afmæli Gunnars Aðalsteins, fjöldakyrjun, útskriftina og Góugleði:-)

já, svona er lífið, það gengur upp og niður, hefur góðar stundir og slæmar, það er grátur og gleði:-)
en elsku vinir. Munið bara að gefast aldrei upp! það er alltaf von og ljós í myrkrinu og engin vandamál eru óyfirstíganleg;-) það tekur bara mislangan tíma að vinna í þeim og leysa þau. Hafið trú á ykkur sjálf og aðra og biðjið um aðstoð ef þess þarf.

Á eftir vetri kemur alltaf vor:-)

Vonin er sá vængjaði hnoðri sem hreiðar um sig í sál minni
og syngur þar söngva án orða og þagnar aldrei.
En fegurst syngur hann þó þegar á móti blæs.
(Höf: Emily Dickinson 1830- 1886)

Að horfa á kertaloga er róandi og þægilegt. Ég er með link á stóra alþjóðlega kertasíðu og innan hennar stofnaði ég grúppu undir heitinu "Lífið"
Þið lendið beint á henni þegar þið smellið á linkinn "kertasíða". Á síðunni getur hver og einn kveikt á eins mörgum kertum og hann vill.
Textinn sem birtist fyrst þegar farið er á síðuna útskýrir sig sjálfur, en hann er því miður á ensku en ég vona að það komi ekki að sök. Ég hvet ykkur til að kíkja og prófa.

Vona að þið eigið góða daga og hafið það sem best:-)
Knús og kossar...
Sandra