Sunday, October 08, 2023

Í gærkvöldi

fór ég í haustpartý hjá kórnum😃 Þetta var skemmtilegt og flott kvöld. Vorum í sal hér í Mosó, allir komu með eitthvað á matarborðið og svo var borðað, farið í leiki, fjöldasöngur við gítarundirspil, spjallað, dansað og hlegið:-)

Skólann byrjaði aftur um miðjan ágúst. Ég er núna í 2. bekk og held áfram með strákinn minn sem ég var að aðstoða síðasta vetur, fylgi áfram bekknum og kennurunum sem ég var að vinna með og er sátt með það:-)

Ég er líka í frístundinni 3 daga í viku, bætti aðeins við vinnutímann  og er núna  í 20% vinnu þar og er glöð að fá að vera áfram:-)

Nú er staðan þannig að það vantar starfsfólk ( aðallega stuðingsfulltrúa) bæði í skólanum og einkum í frístund og það gengur mjög illa að ráða inn fólk þar sem mjög fáir sækja um störfin. Þetta ástand er út um alla borg í öllum hverfum, skortur á starfsfólki í menntakerfinu. Ég hef ekki upplifað svona ástand í mörg ár og spurning hvað veldur..

Þetta veldur því að við getum ekki tekið inn öll börnin í frístund, höfum alltaf verið með 1.-4. bekk en nú erum við með 1. og 2. bekk og hluta af 3. bekk... 

Jamm vonandi lagast ástandið svo hægt sé að halda uppi fullri starfssemi. Það er aðeins skárra ástandið í skólanum, þar komu nokkrir nýjir stuðningsfulltrúar inn fram eftir hausti en það vantar ennþá fólk😟

Um miðjan ágúst fór ég í bústað með vinkonum mínum, áttum góðar samverustundir, fórum í gönguferð, hlógum og kjöftuðum, héldum upp á afmæli, fengum köku og kaffi, elduðum góðan mat, fengum okkur söngvatn og nammi, horfðum á bíómynd og fórum í pottinn😎

Í september byrjaði rútínan aftur, vinna, kóræfingar, kíkt í kaffisopa hjá mömmu, kórstjórnarfundir (er meðstjórnandi) og ég fór í klippingu. 

Þann 9. sept fórum við Gunni í Egilshöll að sjá bíómyndina  The Equalizer 3, það eru góðar myndir sem ég mæli með..  

23. sept hitti ég vinkonu mína á veitingarstaðnum Horninu, við fengum okkur pizzu og fórum svo í Laugarásbíó á myndina The Expendables 4, þetta eru fínustu hasarmyndir, með smá húmor og skemmtileg afþreying..mæli með þeim..

Föstudaginn 29. sept komu Gunnar og Birgir í heimsókn og gistingu😉. Birgir (130 cm á hæð) er orðin svo duglegur að teikna og lita og bjó til litla bók.. Gunnar er orðin 175 cm á hæð og finnst gaman að vera orðin miklu hærri en "gamla frænka"..  Við elduðum kvöldmat og áttum góða stund..

 Á laugardagsmorguninn skutlaði Gunni Gunnari á fótboltaæfingu en við Birgir tókum því rólega fram eftir degi, hann valdi sér föt af erlendri heimasíðu sem eru hluti af jólagjöfinni og svo kom Lára og sótti hann seinnipartinn.. 

já, svona rúllar þetta nú allt einhvernveginn áfram.. 

Nóg í bili, eigið góða viku...