Saturday, June 27, 2020

fór

í bæjarferð í byrjun vikunnar til að útrétta örlítið.
Kíkti m.a. í Kringluna og Rúmfó til að leita að afmælisgjöf fyrir Birgi sem ég fann og var sátt við, en það er líka byrjað að safnast smávegis í afmælis- og jólagjafapokann fyrir ættingja og vini:-)

Á leiðinni heim kom ég við á utankjörfundarstað í Laugardalnum til að kjósa í forsetakosningum og skilaði mínu atkvæði í kjörkassann, fínt að klára það í leiðinni:-)

Hitti Heiði vinkonu í hádeginu í gær. Við fengum okkur að borða á Sólon á Laugaveginum, sátum þar í tæplega 2 tíma, röltum svo aðeins um bæinn í fínu veðri og áttum góða stund saman:-)

Birgir og Jói komu í heimsókn í gærkvöldi og var gaman að hitta þá..
Birgir fékk að fara í froðubað með allskyns dót og skemmti hann sér vel, söng og fór í kaf, honum finnst svo gaman í baði og sundi:-)

Gunnar er búinn að vera nokkra daga úti í Eyjum með mömmu sinni á Orkumótinu sem er fótboltamót fyrir 10-11 ára gamla gaura og eru þau væntanleg heim í kvöld:-)
Gaman fyrir hann að upplifa þetta mót, ferðast með Herjólfi, gista, vera með hópnum á kvöldvökum og spila marga leiki í markmannstöðu:-)

Vaknaði í morgun í sól og hita, náði í mömmu um kl. 13:00 og keyrðum við sem leið lá yfir Hellisheiðina og enduðum í Hveragerði.
Fórum í Álnavörubúðina þar sem ég fann mér strigaskó svipaða þeim sem ég á og var sæl með það, enda hinir mikið notaðir:-)

Komum svo við á Matkránni sem er rétt hjá búðinni, fengum okkur ágætis lambapottrétt, kaffi og kökur og fórum svo Þrengslin heim, langt síðan ég hef keyrt þá leið:-)
Áttum góða samverustund í dag:-)

Er bara róleg heima núna, kíki kannski á kosningavökuna smástund....
Eigið góða viku...
Sandra lata...

Friday, June 19, 2020

notalegt

að vera í sumarfríi..
Hef farið í gönguferðir, legið í sófanum og glápt á sjónvarpið, kíkt til mömmu í kaffisopa, farið til tannsa og sofið út:-)
Veðrið hefur verið ágætt og skipst á sól, hiti, vindur, rigning og logn...

Það var lítið um hátíðarhöld á 17. júní vegna veirunnar.
Ég var bara heima í rólegheitum að glápa á TV þann dag, þegar Jói bróðir kom í heimsókn í hádeginu og bauð mér í lítið ferðalag í góða veðrinu:-)

Við byrjuðum á að keyra veginn um Uxahryggi og Kaldadal..


fórum svo í Húsafell að hitta Gunnar og Birgir sem voru þar í sumarbústað með mömmu sinni...


og enduðum á að kíkja á Hraunfossa á leiðinni í bæinn..


Vorum komin í bæinn um kvöldmatarleytið og áttum fínustu samverustund á þjóðhátíðardaginn:-)

Það var dálítið sérstakt að ferðast á þessa staði og sjá hvergi rútur eða fullt af ferðamönnum, svona svipað eins og í gamla daga😉

Þann 15.júní var slakað enn frekar á samkomubanni, nú mega 500 manns koma saman og engar hömlur á fjölda fólks í sundlaugum og líkamsræktarstöðvum.

Einnig var slakað á ferðatakmörkunum til landsins, og eiga farþegar kost á að fara í sýnatöku á landamærum í stað 14 daga sóttkvíar.
Landamæri Íslands eru nú opin íbúum og ríkisborgurum EES og Sviss en Ísland fylgir ferðatakmörkunum á ytri landamærum Schengen-svæðisins, sem nú eru í gildi til 1. júlí 2020..

Nú þegar hafa 8-9 ný smit komið upp og af þeim eru 3 lögreglumenn sem höfðu afskipti af hópi erlendra búðarþjófa og glæpamanna sem komu til landsins í byrjun júni en 2-3 einstaklingar í þeim hópi voru smitaður af covid;-(

Jamm, þetta lítur ekki vel út og er spurning hvernig þetta fer, það verður bara að vona það besta, en ég er allavegna farin að nota aftur einnota hanska þegar ég fer í matarbúð.

Í næstu viku fer ég til tannsa og ætla líka að hitta Heiði vinkonu mína á kaffihúsi á föstudaginn:-)
En annars lítið um vera, bara slaka á og njóta þess að vera í sumarfríi:-)

Nýjustu tölur af Covid.is:
Staðfest smit:1819 manns, 8 eru í einangrun, engin á spítala, 1801 hafa náð bata, 501 eru í sóttkví, 22.069 hafa lokið sóttkví og 66.542 sýni hafa verið tekin....

Nóg í bili, njótið sólarinnar og eigið góða helgi...
Sandra lata:-)

Saturday, June 06, 2020

er ég  aðeins byrjuð að fara aftur á viðburði og hittinga eftir samkomubannið.

Síðustu helgi fórum ég, Gunni, Jói, Gunnar og Birgir á sýninguna Fly over Iceland.
Það var mikil upplifun að "fljúga" yfir Ísland, upp á fjöll og niður í dali, yfir sjó og upp í himininn og lenda í miðri flugeldasýningu og mæli ég með þessari sýningu:-)
Við vorum öll að fara í fyrsta skipti og höfðu allir gaman af þessari upplifun:-)

Eftir flugið komu strákarnir með okkur í Mosó á meðan Jói fór í ræktina og þegar hann kom til baka fórum við að borða á Barion sem er veitingastaður hér í Mosanum...
Áttum saman góðan dag:-)

Seinnipartinn á miðvikudeginum hitt ég kórfélagana aftur eftir 2 og 1/2 mánaða hlé þar sem við komum saman til að syngja fyrir eldri borgara á elli- og hjúkrunarheimilinu hér í Mosó...
Það gekk ágætlega og eftir tónleika fórum við að borða á veitingastaðnum BLIK Bistro&Grill í Mosó, það var gaman að hitta þau aftur og áttum við skemmtilega stund saman:-)

Í gær fór ég svo með vinnufélögum í keilu og pizzu í Egilshöll, skemmtileg samverustund og gaman að gera eitthvað saman utan vinnu og kjánast og hlæja og fá smá útrás eftir erfiðan og skrýtin vetur:-)

Í dag fór ég í Smáralind og keypti smávegis af fatnaði, kjóla, sokkabuxur, náttkjól og peysu:-)
Kíkti svo aðeins í Costo og keypti svolítið af dóti sem gott er að eiga, m.a. kaffi, sturtusápu, augndropa, hreinsiklúta og fann líka strigaskó og náttbuxur sem fóru með í körfuna..
Endaði svo bæjarferðina á að kíkja í kaffi til múttu:-)

Nú er veiran á undanhaldi í bili sem eru góðar fréttir, í samfélaginu eru 2 virk smit og eru þeir einstaklingar í einangrun.
Allir sem koma til landsins þurfa að fara í 2 vikna sóttkví og því eru tölur um sóttkví breytilegar eftir dögum og ekki endilega í samræmi við fjölda smita, t.d. fjölgaði mikið fólki í sóttkví þegar Norræna kom til landsins en lækkuðu svo nokkrum dögum seinna...

Íslensk erfðagreining er byrjuð að gera mótefnamælingar í samfélaginu sem á að kanna hvort og hve margir hafa myndað mótefni gegn veirunni.
Í úrtakinu eru bæði einstaklingar sem sýndi engin einkenni en voru veikir jafnvel án þess að vita af því og einstaklingar  sem veiktust  illa en er batnað og samkvæmt þeim niðurstöðum sem eru komnar kemur í ljós að c.a. 1 % þjóðarinnar hefur myndað mótefni...
og að fleiri hafa smitast en vitað var um,þ.e. tölur um staðfest smit...
En rannsóknin og mælingarnar eru ennþá í gangi...

Nýjustu tölur af covid.is eru eftirfarandi:
Staðfest smit 1806, batnað 1794, 2 í einangrun, 0 á spítala, 10 látnir, 1043 í stóttkví, 21.092 hafa lokið sóttkví og 62.768 sýni hafa verið tekin..

Nú fer þessu skrýtna skólaári að ljúka, skólaslitin voru í gær, næsta vika fer í frágang, undirbúning fyrir næsta ár og tiltekt og svo er ég komin í sumarfrí:-)

jamm svona er nú lífið í sveitinni...
þangað til næst, eigið góða daga og njótið sólarinnar...