Wednesday, May 15, 2019

jamm

tíminn líður hratt, bara komin miður maí..

 Þetta er færsla númer 700, gaman að því:-)

Miðvikudaginn 24. apríl fórum við með krakkana í 3. bekk á  myndlistasýningu á Kjarvalsstöðum:-)
Ferðin gekk vel og eins og gengur voru þau misáhugasöm um sýninguna en það er oft gaman  og gagnlegt að fara úr húsi og sjá eitthvað nýtt..

Ég fór í starfsviðtal hjá aðstoðarskólastjóranum um daginn og gekk það mjög vel, allt á jákvæðu nótunum, ég sagði að ég vildi halda áfram næsta vetur að vera stuðningur og taka forfallakennslu eins og ég hef gert undanfarið og var hún sátt með það:-)

Starfið er fjölbreytt, lifandi og skemmtilegt:-)
Stundum er ég inni í bekk að aðstoða börnin við námsefnið og oft læt ég þau lesa, við leggjum mikla áherslu á lestur og í stundum sinni ég einstaka nemendum í sér verkefnum, t.d. um daginn fór ég með nemanda í aðra stofu þar sem við vorum bara tvö í rólegheitum að taka próf.

Ég fylgi oft líka nemendum í tíma í verklegum greinum, smíði, matreiðslu og myndmennt.   
Í íþróttatímum fylgist ég með í búningsklefanum hjá stúlkunum og í salnum og aðstoða nemendur eftir þörfum, en einkum er ég til staðar fyrir eina dömu sem þarf stundum aðstoð og hvatningu.
Ég er oft á vakt inni og úti í frímínútum og stundum í matsalnum í hádeginu..
 Svo er ég líka stundum í forfallakennslu  þegar vantar kennara:-)

Strákarnir  komu í heimsókn fyrstu helgina í maí.
Sunnudaginn 5. maí kíktu ég, Gunni og mamma í Ásgarðinn til Jóa, Gunnars, Birgis og Katrínar þar sem Jói var að halda upp á afmælið sitt:-)

Það er búið að vera mikið að gera í kórnum undanfarnar tvær vikur. Við vorum með æfingu 1. 8. 9. og 12. maí og enduðum svo veturinn með fínustu tónleikum í Árbæjarkirkju sunnudagskvöldið 12. maí. Ágætis mæting hjá tónleikagestum sem voru einkum vinir og vandamenn kórfélaga og mamma var þar á meðal og nokkrir fyrrverandi kórfélagar létu líka sjá sig og það var fín stemming í hópnum:-)
Nú er kórinn komin í sumarfrí...

Horfði á Evróvisjón í gær, ágætis afþreying og gaman að sjá Ísland komast áfram með þessu flotta lagi:-)

 Já svona líða dagarnir nú áfram, á laugardaginn fer ég í vorferð með kórnum og í bíó með Heiði vinkonu í næstu viku:-)

Nóg í bili..
Sandra