Sunday, April 18, 2010

hef

fengið svo góðar og frábærar fréttir af sigrum, ávinningum, og velgengi fólks í kringum mig og samgleðst ég þeim mjög:-)
alltaf gaman og gott að heyra þegar fjölskyldumeðlimum og vinum gengur vel, sigrar í lífi sínu og líður vel:-)

Fór í heimsókn til Jóa, Láru og Gunnars litla sæta frænda í gær:-)
Gunnar Aðalsteinn var sofandi þegar ég kom, svo við "fullorðna fólkið" töluðum saman og fengum okkur brauð og kaffi, en svo vaknaði frændi, fékk sér að drekka og svo áttum við ágætis stund saman:-)
"Gamla frænka" fékk náttúrulega að halda á honum og svona:-)
Takk kærlega fyrir mig:-)

Er núna í ritgerðarstuði og gengur vel, ætla svo kannski að kíkja til mömmu í kvöld:-)

Vil enda á leiðsögn frá Ikeda:

11.apríl

Svo lengi sem trúarandi okkar er tengdur við Gohonzon, munu ávinningar okkar aldrei hverfa. Þessvegna er lífsnauðsynlegt fyrir okkur að vera stöðug í búddískri iðkunn okkar út lífið, alveg sama hvað, jafnvel þótt suma daga sé líkamlegt ástand okkar eða aðrar aðstæður þannig að við getum ekki gert gongjó eins og við hefðum viljað. Þeir sem halda áfram að takast á við sjálfa sig allt til enda munu uppskera algjöran sigur.


Þýtt úr bókinni: For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Saturday, April 17, 2010

allt

í góðum gír hér í sveitnni:-)
ég vaknaði snemma í morgun og fór í sund, synti nokkrar ferðir og fór svo í nuddpottinn og gufuna, alveg æðislegt:-)

Annars gengur allt sinn vanagang, fór á laugardagskyrjun síðustu helgi, súpukyrjun síðasta sunnudag og góðan ungrakvennafund í gærkvöldi:-)
Fór í starfsmannaviðtalið í gær og það gekk vel:-)
Nú stefnir allt í að ég nái að útskrifast í febrúar, þarf bara að taka eitt skyldunámskeið í haust og þá á þetta að vera komið í bili:-)

Hef ekki mikið að segja um þetta gos sem er í gangi, þetta er náttúrulega hrikalegt og ekkert annað að gera en að vona það besta og kyrja fyrir landi og þjóð.. en ég þakka fyrir á meðan Katla sefur, legg ekki í það ef hún byrjar að gjósa, úfff...

Nóg í bili..ætla að halda áfram með ritgerðina ógurlegu:-)
Vona að þið eigið góða helgi og gangið hægt um gleðinnar dyr:-)
Vil líka óska Hlyn frænda til hamingju með fermingardaginn:-)
Hópknús og kossar..
Sandra

Vil enda á leiðsögn frá Ikeda:

13.apríl

Það getur einfaldlega ekki orðið neitt ósvikið lýðræði nema þegnar hvers lands geri sér grein fyrir að þeir eru ótakmarkaðir, að þeir eru aðalpersónurnar, og þá, með visku og sterkri ábyrgðartilfinningu gangi þeir til verks byggt á þeim skilningi. Lýðræði nær ekki tilætluðum árangri nema fólkið vakni til vitundar um að það sjálft verði að öðlast meiri vitneskju og láta sig málin varða, nema þau sameinist, nema þau komi á fót ósigrandi liðsafla fyrir réttlæti og hafi eftirlit með verkum hinna valdamiklu.


Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Friday, April 09, 2010

leiðsögn frá Ikeda

Þið megið ekki eitt andartak gefast upp við að byggja upp nýtt líf fyrir ykkur sjálf. Sönn sköpun felst í því að mjaka opnum hinum þunglamalegu og stirðu dyrum til lífsins. Þetta er ekki auðveld barátta. Reyndar er þetta eitt erfiðasta verk í heimi. Því að opna dyrnar að eigin lífi er þegar allt kemur til alls erfiðara en opna dyrnar að leyndardómum alheimsins. En í þessu felst einmitt að standa vörð um heiður þinn sem mannlegrar veru. Þessi barátta gerir líf þitt þess virði að þú lifir því. Ég fullyrði að enginn er eins einmana eða eins óhamingjusamur og maður sem ekki þekkir hina hreinu gleði að skapa sér nýtt líf. Að vera maður felst ekki aðeins í því að standa uppréttur og sýna greind. Að vera maður í fyllstu merkingu orðsins er að lifa skapandi lífi."
Daisaku Ikeda forseti SGI

Friday, April 02, 2010

notalegt

að vera í páskafríi:-)
sit hér við tölvuna og er að reyna að byrja á síðastu ritgerðinni þessa önn...

Fékk frábærar fréttir á miðvikudaginn þegar ég skrifaði undir ráðningarsamning í vinnunni sem gildir til áramóta og er þar með komin með vinnu a.m.k. út þetta ár:-)
Er mjög sátt og þakklát fyrir þennan góða og stóra ávinning í mínu lífi:-))

Svaf út í gær, var svo með góða og kröftuga súpukyrjun hér heima og eldaði ágætis grænmetissúpu:-)
Við vorum 7 manns þegar mest var, kyrjuðum í tæplega klukkutíma, fengum okkur svo súpu og brauð, spjölluðum aðeins yfir matnum og kyrjuðum svo aðeins meira:-)
Vil þakka öllum sem komu í kyrjun í gær:-)

Fór svo á stelpuvídjókvöld í gærkvöldi hjá Gyðu vinkonu:-)
Takk fyrir góða samverustund dúllurnar mínar:-)

Ég ætla að fara í hotyoga á morgun og svo í matarboð hjá mömmu annaðkvöld:-)
og svo verð ég að reyna að læra eitthvað um helgina...

læt þetta nægja í bili, óska ykkur gleðilegra páska og vona að þið eigið góðar, skemmtilegar og notalegar stundir í faðmi fjölskyldu og vina:-)
Knús og kossar..
Sandra

Vil að venju enda á leiðsögn frá Ikeda:

2.apríl

Því fæðast mannlegar verur? Þessi spurning hefur vakið mikinn áhuga. Toda forseti setti sína skoðun fram á auðskilinn hátt. Nefnilega, þessi heimur er staður fyrir fólk til að, eins og stendur í Lótus sútrunni, “njóta sín áreynslulaust.” Við vorum fædd hér til að njóta lífsins gæða út í gegn. Trú á búddisma Nichiren er það sem gerir okkur kleift að kalla fram þann mikla lífskraft sem við þurfum til að lifa slíku lífi.


1958: Dánardagur Josei Toda, annars forseta Soka Gakkai

Þýtt úr bókinni For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda