Monday, February 02, 2015

janúar

hefur verið ágætur. 
Það var dálítið mikið að gera í félagslífinu, hitti Kristínu vinkonu mína í hádeginu á laugardegi á kaffihúsinu Vegamótum þar sem fæst besti bruncinn í bænum:-)
Laugardaginn 10. jan komum við saman nokkrar vinkonur heima hjá Heiði vinkonu í óvæntu baby shower. Heiður varð alveg hissa þegar við birtumst með kökur, blöðrur og pakka:-)
Fór í saumaklúbb um miðjan mánuðinn, og svo hittumst við nokkrar dömur úr vinnusaumaklúbbnum eitt föstudagskvöld þar sem við hittum litla prinsinn hennar Helgu(ein úr vinnunni sem er í fæðingarorlofi) og svo var þetta líka hálfgert innflutningspartý í nýju íbúðinni hjá Heiði:-)
Föstudagskvöldið 30. jan  fór svo fjölmennur hópur úr vinnunni á Happy hour og út að borða á VOX á Suðurlandsbraut, góður matur þar og flott happy hour þar sem 50% aflsáttur af öllum drykkjum, áfengum sem og óáfengum sem hentaði mér vel þetta kvöld, gaman að fá sér stundum flottan og ljúffengan óáfengan kokteil í góðra vina hópi:-)

Hef líka kíkt á útsölur og gert góð kaup, fékk nokkrar peysur, boli, skó og kjóla, gaman að breyta aðeins til í fataskápnum:-)

já, bara annars rólegt í sveitinni, framundan er m.a. 5 ára afmæli hjá Gunnari sæta frænda 11. febrúar:-)
leikhúsferð á Kugg í Þjóðleikhúsinu og kannski afmæli hjá vinkonu minni næstu helgi..

over and out..
sandra