Tuesday, March 19, 2013

hitt og þetta


Gunnar Aðalsteinn átti 3 ára afmæli þann 11 febrúar og var boðið upp á gómsæta bollur og kökur:-)
Sæti afmælisstrákurinn með víkingakórónu sem hann gerði í leikskólum í tilefni Þorrans:-)


Ég  hef haft ýmislegt fyrir stafni undanfarið, bæði nýtt og gamalt.  t.d. farið í bíó, á kaffihús, hitt vinkonur og fjölskyldu, farið í saumó, farið í partý,  farið í gönguferðir með vinnufélögum, sungið í karókí, farið á árshátíð, út að borða, horft á vídjó, skroppið út að dansa, kíkt í heimsóknir  og haldið öskudagssaumaklúbb:-)



Á föstudagskvöldið var miniárshátíð í vinnunni. Ég vann til fimm, dreif mig heim í sturtu og fataskipti og fékk svo far niður í bæ þar sem við ætluðum að hittast á pöbb klukkan sjö. við sátum þar til rúmlega átta og  fórum þá á Gamla Vínhúsið þar sem áttum pantað borð. Sátum þar til miðnættis, fengum súpu, nautasteik, kaffi og köku, spjölluðum, fórum í leiki og höfðum gaman. Eftir matinn var komið stuð í mannskapinn og þá var ákveðið að kíkja í karókí þarna rétt hjá. Það var mikið stuð, sungið, hlegið og dansað og við vorum nokkrar sem tökum lagið, þar á meðal ég sem söng uppi á sviði í fyrsta skipti, mikið gaman og skemmtileg upplifun:-)
Mikil stemming og fjör í fólkinu, gaman að vera saman og fíflast aðeins:-)
Að söng, dans og stuði loknu fórum við fjórar vinkonur saman að dansa aðeins og dilla okkur á diskóteki...

Á sunnudagskvöldið hitti ég stelpurnar úr Ármúlasaumaklúbbnum á kaffihúsi, langt síðan við höfum sést, gaman að hitta þær og rifja upp gömul og ný atvik úr lífinu:-)


Við í vinnunni tókum þátt í Lífshlaupinu eins og venjulega. Ég og Heiður vorum liðstjórar að venju og það varð keppni sem endaði með að mitt lið Sniglar 1 vann þetta árið með miklum yfirburðum:-)
Við fórum í tvær skipulagðar gönguferðir þar sem allir í vinnunni voru boðnir með, úr báðum liðum og af 20 manna vinnustað fóru 5-6(sömur konurnar) í báðar göngurnar, þ.e. báðir liðstjórar og 3-4 aðrar....
sem var nú ágætis árangur þar sem önnur ferðin var 10 km löng, gengum frá Árbæjarlaug og niður að Nauthól, tók okkur 90 mínútur:-)
var ánægð með mig eftir þá ferð, eftir langan vinnudag, fór aðeins heim og svo að labba..
hin ferðin var á síðasta degi Lífshlaupsins, þá fórum við klukkutíma gönguferð í kringum Rauðavatn:-)


Nóg í bili, over and out:-)