Friday, February 14, 2020

Veðurfréttir

Já, það er rok í borginni í dag, en engin ofankoma sem bjargar miklu og höfum við sloppið vel hér í sveitinni..
Í gær var í fyrsta skipti gefin út rauð viðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið og nágrenni, fólk var beðið um að halda sig heima og var tekin sú ákvörðun að fella niður allt skólahald í leik-grunn-framhalds- og háskólum á höfuðborgarsvæðinu og hefur það ekki gerst síðan 1980 og eitthvað...

Einnig eru ýmsar stofnanir, fyrirtæki, sundlaugar, söfn, læknastöðvar, apótek og fleira lokað, strætó gengur ekki, og ýmis þjónusta liggur niðri, t.d. pósturinn, heimaþjónusta, allt flug, vegir eru lokaðir margt fleira.
En þetta var varúðarrástöfun sem var alveg þess virði að gefa út og fóru flestir eftir þessum tilmælum og voru heima í morgun..
 Svona leit veðurkortið út í gærkvöldi..


Veðrið hefur hefur verið mjög vont á mörgum stöðum, m.a. á Kjalarnesi, Suðurnesjum, í Vestmannaeyjum, við Reykjavíkurhöfn og Vík í Mýrdal..
Bátar hafa sokkið, þök rifnað af húsum, rafmagn slegið út, hlutir fokið og fleira..
og vindkviður farið yfir 60 m á sekúndu...
Nú er veðrið að færast yfir á Norðurland og Vestfirði og svo er von á annari lægð á morgun...

Jamm svona er nú staðan á Fróni í dag..
Farið varlega í dag og eigið góða helgi..

Tuesday, February 11, 2020

Í dag

eru 10 ár síðan Gunnar kom í heiminn😃




Það var haldið upp á stórafmælið síðastliðinn sunnudag í Ásgarðinum.
Gestirnir voru á öllum aldri, vinir og fjölskylda. Ég, mamma, Gunni, Jói, Katrín og Birgir gáfum afmælisprinsinum Nintendo switch leikjatölvu sem hafði verið lengi á óskalistanum og var hann mjög glaður með það:-)
Þetta var fínasta veisla, heitir réttir, kökur af ýmsum gerðum og góð samverustund:-)
Myndir frá partíinu má finna hér til hliðar á myndasíðunni..

Annars er bara allt rólegt þessa dagana fyrir utan óróleika í atvinnulífinu og yfirstandandi og yfirvofandi verkföll í ýmsum atvinnugreinum, sem vonandi finnst fljótlega lausn á...

Fór til Heiðar vinkonu minnar 18. janúar í pizzu og vidjókvöld:-)

Á bóndadaginn  24. jan sótti ég Birgi í leikskólann þar Jói var að vinna lengur og áttum við Birgir góða samverustund og í tilefni dagsins bjó hann til þessa flottu kórónu á leikskólanum:-)


Um kvöldið fórum við Heiður í bíó að sjá Bad Boys, ágætis spennu- og grínmynd sem ég mæli með.-)

Daginn eftir komu Jói, Birgir, Gunnar og Alexander vinur Gunnars í heimsókn, við fengum okkur pizzu og strákarnir léku sér í tölvuleik:-)


Arnar Geir Heiðarson varð 5 ára þann 3. febrúar og er ég boðin  í afmæliskaffi fljótlega, kemur í ljós síðar:-)

jamm, nóg í bili, eigið góða viku:-)