Veðurfréttir
Já, það er rok í borginni í dag, en engin ofankoma sem bjargar miklu og höfum við sloppið vel hér í sveitinni..
Í gær var í fyrsta skipti gefin út rauð viðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið og nágrenni, fólk var beðið um að halda sig heima og var tekin sú ákvörðun að fella niður allt skólahald í leik-grunn-framhalds- og háskólum á höfuðborgarsvæðinu og hefur það ekki gerst síðan 1980 og eitthvað...
Einnig eru ýmsar stofnanir, fyrirtæki, sundlaugar, söfn, læknastöðvar, apótek og fleira lokað, strætó gengur ekki, og ýmis þjónusta liggur niðri, t.d. pósturinn, heimaþjónusta, allt flug, vegir eru lokaðir margt fleira.
En þetta var varúðarrástöfun sem var alveg þess virði að gefa út og fóru flestir eftir þessum tilmælum og voru heima í morgun..
Svona leit veðurkortið út í gærkvöldi..
Veðrið hefur hefur verið mjög vont á mörgum stöðum, m.a. á Kjalarnesi, Suðurnesjum, í Vestmannaeyjum, við Reykjavíkurhöfn og Vík í Mýrdal..
Bátar hafa sokkið, þök rifnað af húsum, rafmagn slegið út, hlutir fokið og fleira..
og vindkviður farið yfir 60 m á sekúndu...
Nú er veðrið að færast yfir á Norðurland og Vestfirði og svo er von á annari lægð á morgun...
Jamm svona er nú staðan á Fróni í dag..
Farið varlega í dag og eigið góða helgi..
<< Home