Tuesday, February 11, 2020

Í dag

eru 10 ár síðan Gunnar kom í heiminn😃




Það var haldið upp á stórafmælið síðastliðinn sunnudag í Ásgarðinum.
Gestirnir voru á öllum aldri, vinir og fjölskylda. Ég, mamma, Gunni, Jói, Katrín og Birgir gáfum afmælisprinsinum Nintendo switch leikjatölvu sem hafði verið lengi á óskalistanum og var hann mjög glaður með það:-)
Þetta var fínasta veisla, heitir réttir, kökur af ýmsum gerðum og góð samverustund:-)
Myndir frá partíinu má finna hér til hliðar á myndasíðunni..

Annars er bara allt rólegt þessa dagana fyrir utan óróleika í atvinnulífinu og yfirstandandi og yfirvofandi verkföll í ýmsum atvinnugreinum, sem vonandi finnst fljótlega lausn á...

Fór til Heiðar vinkonu minnar 18. janúar í pizzu og vidjókvöld:-)

Á bóndadaginn  24. jan sótti ég Birgi í leikskólann þar Jói var að vinna lengur og áttum við Birgir góða samverustund og í tilefni dagsins bjó hann til þessa flottu kórónu á leikskólanum:-)


Um kvöldið fórum við Heiður í bíó að sjá Bad Boys, ágætis spennu- og grínmynd sem ég mæli með.-)

Daginn eftir komu Jói, Birgir, Gunnar og Alexander vinur Gunnars í heimsókn, við fengum okkur pizzu og strákarnir léku sér í tölvuleik:-)


Arnar Geir Heiðarson varð 5 ára þann 3. febrúar og er ég boðin  í afmæliskaffi fljótlega, kemur í ljós síðar:-)

jamm, nóg í bili, eigið góða viku:-)