Tuesday, January 01, 2019

ágætis

áramót að baki.
Náði í mömmu rétt fyrir átta og Gunni fór aðeins á undan til Jóa.
Vorum þar í góðu stuði, ég, mamma, Gunni, Jói, Aníta, Gunnar og Birgir:-)
Fengum okkur kjúkling og meðlæti, kaffi, konfekt og snakk,  horfðum á fréttaannálinn og skaupið og höfðum það kózý.
Gunnar var spenntur fyrir flugeldunum og fékk að skjóta einum upp fyrir matinn..
Eftir skaupið fóru Jói, Aníta, Gunnar og Gunni út að skjóta upp en ég, mamma og Birgir vorum eftir inni. 
Birgir var frekar hræddur við hávaðann í flugeldunum en fannst allt í lagi að sjá þá smástund, fékk eyrnatappa en það var ekki nóg svo þegar lætin byrjuðu flúði hann niður í kjallara þar sem hann lék sér og las sögu með mömmu í rólegheitum:-)

Ég kíkti aðeins út, reyndi að taka nokkrar myndir og fór svo inn aftur.
Þau komu inn rétt fyrir miðnætti, það hafði gengið vel að skjóta en Gunnar var í nokkru sjokki þar sem hann hafði fengið högg úr skotköku í fótlegginn en brenndist sem betur fer ekki. Gunnar lagðist upp í sófa og við kældum fótinn. Þetta var leiðinlegt atvik en það fór betur á en horfðist í fyrstu..
Við fórum svo heim um hálfeitt, enda komin háttatími hjá gullmolunum:-)

Ég vaknaði um hádegið í dag, hef tekið því rólega og nú erum við að elda reykta lambahrygginn sem ég fékk frá vinnunni. Jói er að skutla strákunum til mömmu sinnar og kemur í mat á eftir:-)

Jamm svona er nú lífið hér á fyrsta degi nýs árs..
fullt af myndum frá undanförnum dögum hér til hliðar á myndasíðunni sem gaman er að eiga:-)
nóg í bili...
Sandra lata.