Saturday, February 06, 2010

Allt

að gerast þessa dagana, bæði nýtt og gamalt:-)
um síðustu helgi eldaði ég í fyrsta skipti kjötsúpu og tókst það svona glimrandi vel að hún var etin upp til agna:-)
Ég var með góða og kröftuga 2 tíma súpukyrjun síðastliðinn laugardag og vorum við 7 manns hér þegar mest var:-)
Það var líka fleira sem ég gerði m.a.horfði á bronsleikinn í handbolta, vann í verkefnum, fór í paravinnu á föstudagskvöldið til samnemenda sem ég hafði aldrei hitt áður og gekk samvinnan svona ljómandi vel að við kláruðum verkefnið(höfðum fyrst unnið í sitthvoru lagi) og skiluðum því um kvöldið, vann í öðru verkefni í hinu námskeiðinu og fór í heimsókn til vinkonu minnar í vídjógláp:-)
Svo hafa dagarnir liðið í rútínu, vinna, læra, tveir búddistafundir og tölvuhangs.

Fékk líka fyrstu einkunnina af mörgum á þessari önn, fékk 8,5 fyrir verkefni í list- og verkgreinaáfangnum:-)

Í morgun fór ég á mjög skemmtilega ráðstefnu í Kennó sem leikskólasvið RVK hélt í tilefni af degi leikskólans, til hamingju með daginn leikskólakennarar:-)
Ég keypti líka nokkrar bækur um leikskólafræði, ætla að lesa mér aðeins til um það, kom heim og hélt áfram að læra:-)

eg hef líka náð að taka bæði viðtölin í vikunni, eitt við skólastjóra og annað við kennara, sem er eitt af þeim verkefnum sem ég þarf að vinna og skila og var það mjög fróðleg og skemmtileg reynsla:-)
Ég á að skila því í mars og er því búin að vinna fram í tímann sem er góð tilfinning:-)

Á morgun er ég valkyrja í kyrjun og Kosen-rufu gongyo:-)
ætla svo kannski á fund og svo heim að læra meira, því ég þarf að skila verkefni á þriðjudaginn...

+Er örugglega að gleyma einhverju, en læt þetta nægja í bili...

Óska öllum góðra og skemmtilegra daga og vona að ykkur líði vel á sál og líkama:-)
Love and hugs:-)
Sandra

Leiðsögnin frá Ikeda á sínum stað:
6.febrúar

Nema því aðeins að við lifum til fullnustu akkúrat núna, ekki einhvern tímann í framtíðinni, mun sönn fullnægja í lífinu ganga okkur úr greipum. Frekar en að fresta hlutum þar til seinna, ættum við að finna tilgang í lífinu, hugsa og gera það sem skiptir mestu máli nákvæmlega núna, nákvæmlega þar sem við erum – hafa brennandi áhuga og tendra líf okkar. Að öðrum kosti, getum við ekki átt andríka tilveru.

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda