Wednesday, April 29, 2009

Sýnishorn af þeim áhrifum sem Nam-mjóhó-renge-kjó hefur haft á líf mitt:-)

Valin textabrot úr dagbók Söndru búddista:-)

10. ágúst 2005.
Var að koma af mínu fyrsta hverfisfundi sem gekk vel. Er komin í samtök sem kallast SGI, líður mjög vel með að hafa kynnst þeim, geta tekið þátt í starfi þeirra og finnst mjög gott að geta kyrjað(ein eða með öðrum) fyrir öllu því sem leitar á hugann, bæði í gleði og sorg, og fá þannig innri frið og jafnvægi í daglegt líf. Ég finn góðar breytingar á sjálfri mér og umhverfi mínu, og þetta hefur hjálpað mér mikið þó að það sé stutt síðan að ég byrjaði að kyrja:-)
Finn hvað þetta hjálpar mér mikið á öllum sviðum lífs míns og er svo fegin að hafa tekið þá ákvörðun að setja mér markmið, vinna í sjálfri mér, byrja að kyrja og vera virk í samtökunum.

15. október 2005.
Hef sveiflast upp og niður, til beggja hliða og endað á jafnvægi og innri ró.
Slæmar og leiðinlegar hliðar sem og góðar og skemmtilegar hafa sýnt sig á víxl. Innri djöflar og ímyndaðar hindranir hafa pirrað mig og valdið óróleika og einkennt undanfarna daga, ásamt innri styrk, sjálfstrausti, öryggi, mýkt og kærleika. Ekki má gleyma Búddaeðlinu sem kom sterkt fram í byrjun og enda vikunnar.

26. nóvember 2005
Er í góðu jafnvægi og háu lífsástandi sem er alveg frábært;-)
Mér líður mjög vel og það er æðisleg tilfinning, enda hefur það áhrif á öll svið lífs míns. Búið að vera mikið að gerast, nokkrar yfirstíganlegar hindrarnir búnar að koma og stórir óvæntir ávinningar komu fram:-)
Eftir einn þeirra fékk ég spennufall og þá fyrst áttaði ég mig á því hvað það mál hafði farið djúpt í sál mína.

31. desember 2005.
Stærsta og besta breytingin í lífi mínu og ákvörðun sumarið 2005. Byrjaði að kyrja fyrir framan Gohonzon, og iðka Búddhisma Nichiren Daishonin, fór á hverfisfundi og fundi hjá ungrakvennadeildinni, kynnist mikið af góðu fólki í gegnum SGI, var virk í samtökunum og iðkuninni og ætla að sjálfsögðu að halda því áfram á nýju ári:-)
Búddisminn hefur hjálpað mér mikið á öllum sviðum lífs míns og ég sé svo sannarlega ekki eftir því að hafa byrjað að kyrja og til að staðfesta ákvörðun mína endanlega, og þar með ganga formlega í SGI mun ég byrja nýja árið 2006 alveg frábærlega með því að taka á móti Gohonzon á okkar aðalhátíðisdegi á morgun 1. jan klukkan 14:00 :-))

15. janúar 2006
Í dag var skrínlagningin mín. Athöfnin var mjög falleg, kröftug og rann mjúklega áfram.
Ég fékk lánaðan mjög sérstakan skáp sem á sér langa sögu og mjög margar kyrjanir að baki því eigandi hans er einn af þeim fyrstu sem byrjaði að kyrja hér á landi fyrir hartnær 30 árum. Mér er það því mikill heiður að hafa fengið þennan flotta skáp að láni. Ég bað eigandann um að skrínleggja og setja Gohonzoinn minn í skápinn sem hún gerði með glöðu geði og var ánægð með þann heiður:-)
Þetta var mjög hátíðleg stund og skipti mig meira máli heldur en Gohozonafhendingin sjálf á nýjársdag. Ég fékk margar fallegar og hjartnæmar kveðjur, kort og gjafir til að setja á altarið og nota við kyrjunina, s.s. reykelsi, perlur, handsmíðaða tréskál undir ávexti, perlubuddu, verndara, kerti og bækur:-)
Altarið mitt er komið upp inni í herbergi og nú vantar mig bara nokkra hluti til að það sé fullkomið. Ég er mjög ánægð og þakklát með daginn og vil þakka öllum hjartanlega fyrir að koma og deila með mér þessari fallegu, áhrifaríku og einstöku sigurstund í mínu lífi:-)
Sandra stolti búddistinn:-)

17. mars 2006.
Á morgun er ég að taka mína fyrstu ábyrgð á sameiginlegri kyrjun á Vífilstöðum, spennandi verkefni það:-)
Ég er í þremur deildum í SGI. Er í ákveðnu hverfi sem heldur hverfisfundi einu sinni í mánuði, er í ungrakvennadeild sem er með fund einu sinni í mánuði og er líka í deild sem kallast Valkyrjur og Víkingar, sem er ákveðin hópur innan ungmennadeildanna sem tekur að sérstaka ábyrgð við sameiginlega fundi, samkomur, og önnur tilefni.
Jamm nóg um að vera og þýðir ekkert annað en að hafa nóg fyrir stafni, vera jákvæður, horfa á björtu hliðarnar og lifa lífinu lifandi;-)

6. apríl 2006
Þvílíkt skrýtinn, merkilegur og góður sigurdagur.
Er búin að fá nokkrar stórar og góðar féttir í dag:-)
Er búin að kyrja fyrir mörgum í kringum mig og fyrir allskyns málum undanfarið og búin að fá svo marga sigra og ávinninga undanfarna daga sem og margir af þeim sem ég hef kyrjað fyrir. Hef svo sannarlega fengið staðfestingu á því að lögmálið "Nam mjó hó renge kjó" og kyrjunin virkar:-)

27. júní 2006.
Þetta er einn sá ömurlegasti og þreytandi dagur sem ég hef upplifað lengi.
Ekkert nema hindrarnir og erfiðleikar í sambandi við nokkur mál og svo kórónaði ég allt saman þegar innri djöflarnir og gamla ruglukollan og flækjan ég tök völdin, þegar ég gat ekki þagað út af ákveðnu máli,sem ég er búin að dunda við og hlakka mjög mikið til, við einstaklinga sem áttu ekki að lenda í þessu kjaftæði. Er brjáluð núna út í sjálfa mig núna og allar hugsanir í flækju og fara marga hringi..

16. júlí 2006
Hjartans þakkir til ykkar yndislegu mannverur fyrir dásamlegan afmælisdag og mjög vel heppnað partý:-)
Bestu þakkir fyrir alla hjálpina við undirbúning, frágang, veislustjórn, skipulagningu og margt fleira.
Takk kærlega fyrir að hafa komið og samglaðst með mér, þakkir fyrir allar flottu og nytsamlegu gjafirnar, blómin, fallegu kortin og hlýju kveðjurnar, sönginn, leikinn, skemmtiatriðin, knúsin og frábæra og skemmtilega andrúmsloftið og stemminguna:-)
Það gekk allt upp og ég er mjög ánægð, glöð og hamingjusöm með afmælispartýið og daginn, og það sem skiptir líka miklu máli er að gestirnir voru ánægðir og fannst gaman:-)
Ég fékk svo mikið af gjöfum og er eiginlega orðlaus yfir þessu öllu saman.
Ég fékk alveg gullfallegan, stóran, sérsmíðaðan, framtíðar Butsudan(sem er skápur fyrir Gohonzon)með innbyggðum ljósum, og missti alveg andlitið og næstum því táraðist þegar ég sá hann, svo mikil var undrun mín og gleði:-)
Ég fékk dúnsæng og kodda, sem var meiriháttar því sængin mín var frekar gömul og lúin:-)
Ég fékk nokkrar góðar bækur sem tengjast Búddisma, perlur(sem var frábært því ég sleit hinar perlunar mínar við kyrjun um daginn),flott stórt hvítt handgert kerti með fjólublárri stjörnu í járnfötu, búið til í kertagerð Sólheima, kertastjaka og skál í stíl, trévíkingaskál, blóm, gjafakort í Kringluna og Smáralind, skemmtilegan geisladisk með Kim Larsen, fallega skartgripi(silfurhálsmen með bleikum steinum og eyrnalokka í stíl) og silfureyrnalokka með rauðum steinum, ilmspray, tösku, perlubuddu, steikarhnífarparasett og grilláhöld:-)
Enn og aftur, takk kærlega dúllurnar mínar:-)
Er alveg orðlaus og þakklát..

8. október 2006
Ég er svo full af lífsgleði, jákvæðri orku, þakklæti, krafti, rósemi, sjálfstjórn, hamingju og innra jafnvægi þessa dagana:-)
Það er svo gott að líða vel og geta tekist á við daginn með frið í sálinni, jafnaðargeði og með bros á vör og það er svo frábært og gaman að vera til:-)

Hjartans þakkir elsku bróðir minn fyrir að hafa hjálpað mér af stað, kynnt mig fyrir þessari dásamlegu og kröftugu leið til hamingju, stutt mig á leiðinni og haldið áfram að hjálpa mér þrátt fyrir allt:-)
Sem og allir aðrir sem hafa tekið svo vel og fallega á móti mér og hjálpað mér áfram:-)
Ég er svo innlega þakklát fyrir að hafa kynnst þessum búddisma og langar svo til að segja öllum frá þessari frábæru leið til að öðlast hamingju og frið.
Ég hef sagt nokkrum frá og það er alveg frábært hvað þeir eru opnir og jákvæðir gagnvart þessu:-)
En það eru svo margir sem eru að leita að hamingju í þessum hraða og grimma heimi..
Það hafa allir búddaeðli í sér, það þarf bara að finna og birta það:-)

6. júlí 2007.
Þvílík gæfa að geta sest niður fyrir framan sinn eigin Gohonzon og kyrjað hvenær sem er:-)
Að kyrja fyrir hverju sem er, því sem íþyngir hverju sinni, eða sýnt þakklæti, kyrjað í gleði og sorg. Kyrja einn eða með öðrum. Fá útrás, grátið, öskrað, eða öðlast rósemi, orku, kraft, allt eftir því í hvernig skapi, eða ástandi maður er í hverju sinni þegar kyrjun hefst.
Ég get ekki lýst þessu betur í beinum orðum, en er ævarandi þakklát fyrir að hafa kynnst þessari frábæru leið til sannrar hamingju, innri ró, og innri styrk til að takast á við hvað sem er:-)
Við kyrjum fyrir framan Gohonzon fyrir svo mörgu í lífi okkar og annarra. Stundum þá kyrjum við mikið fyrir einhverju en sjáum enga ávinninga, eða sigur sem getur leitt til þess að við efumst, og jafnvel hættum að kyrja eða trúa á Gohonzon. Við sjáum oft líka ávinninga eftir ákveðin tíma. En stundum fáum við sigur mjög fljótlega, jafnvel eftir stutta kyrjun.

16. ágúst 2007.
Já lífið er yndislegt þessa stundina:-)
Margt gott að gerast í kringum mig, gengur vel á flestum sviðum, hef breytt neikvæðum hlutum í jákvæða og ég er á leiðinni á búddistanámskeið í Taplow Court í Bretlandi í fyrramálið:-)
Vona að þið eigið frábæra daga framundan og njótið samverunar við fjölskyldu og vini:-)
Sendi ykkur öllum daimoku og vona að þið fáið góða ávinninga;-)
Nam-mjó-hó-renge-kjó

1. september 2007
Ég elska lífið;-)
Ég er í háu lífsástandi þessa dagana og hamingjusöm og það er svo góð tilfinning, finnst eins og ég sé sterkur klettur í hafinu og það er sama hvernig ástandið er í kringum mig, ég stend það af mér og haggast ekki;-)
Ég er svo þakklát fyrir allt sem ég hef, yndislega fjölskyldu og vini, þak yfir höfuðið, fína vinnu, og góðan bíl sem hef reynst mér vel, og svo margt fleira, en fyrst og fremst hef ég Nam-mjó-hó-renge-kjó, og búddisma Nichiren Daishonin og það er það besta og það er aldrei hægt að taka það frá mér og ég ætla sko aldrei að hætta að kyrja, iðka, styðja aðra, kynna búddismann og fræðast, eða gefast upp sama hvað gerist í lífinu:-)

19. nóvember 2007
Það er margt jákvætt að gerast í umhverfi mínu:-)
Jákvæðar breytingar og annarskonar hugsanagangur..
Margir ávinningar, sigrar, hamingja og góðir hlutir, og það gengur vel og margt á uppleið hjá mörgum sem ég þekki og samgleðst ég þeim mjög:-)
En því miður eru nokkrir sem þjást og líður illa í myrkrinu og óska ég þess að þeir jafni sig sem fyrst og sendi daimaku til þeirra þegar ég kyrja..

19. janúar 2008
Ég elska lífið og það er svo gaman að vera til:-)
er búin að vera í háu lífsástandi undanfarið og það er svo frábær tilfinning, að líða svona vel. Elska ykkur öll, vona að ykkur líði vel og hafið gaman af því að vera til;-)
en ef ekki, ef allt er svart og ómögulegt og neikvætt, þá skuluð þið taka það trúanlegt að ástandið á eftir að lagast og það er svo sannarlega hægt að breyta eitri í meðal.
Ég hef sko fengið að reyna það í gegnum ævina og á ákveðnum tímabilum og í sumum aðstæðum hefði ég alls ekki trúað því, en ótrúlegustu hlutir hafa svo sannarlega gerst..
Sendi knús, jákvæða orku og daimaku út í heiminn.
Nam-mjó-hó-renge-kjó:-)
Sandra hamingjusama..

11. ágúst 2008
Á fimmtudaginn fór ég ásamt öðrum búddista upp á völl að ná í tvo erlenda búddista sem voru að koma til landsins að taka þátt í Gleðigöngunni...
Við keyrðum í bæinn og ég skutlaði þeim á hótelið og fór svo niður á Lindargötu að taka þátt í að skreyta vagninn okkar SGI búddista;-)
Laugardagurinn var æðislegur og skemmtilegur í alla staði. Ég var kominn niður á Hlemm um eittleytið til að hitta búddistana. Ég var fyrst að hugsa um að horfa á gönguna og taka myndir eins og ég hef gert undanfarin ár, en tók ákvörðun um að taka þátt í göngunni með hópnum:-)
Það var skemmtileg og skrýtin upplifun og ég sé sko alls ekki eftir því,og mér líður mjög vel núna eftir alla þessu nýju og frábæru upplifun, bæði undirbúninginn (sem ég hef aldrei tekið þátt í áður) og svo sjálfa gönguna (í fyrsta skipti sem ég tek þátt:-)
Við vorum í merktum appelsínugulum bolum og vorum með vagn þar sem þemað var Galdrakarlinn í Oz og svo voru í kringum 40 búddistar(þó ekki allur hópurinn í einu) sem gengu fyrir framan, aftan og meðfram vagninum:-)
Læt þetta nægja í bili,og vona að ykkur gangi vel á öllum sviðum lífs ykkar;-)
Risaknús og jákvæð orka til allra...
Sandra

1.janúar 2009

Góða kvöldið og gleðilegt nýár:-)
Nýja árið byrjar vel, fór uppúr hádegi á frábært og vel heppnað nýjársgongyo á aðalhátíðisdagi okkar búddista. Ég var í ábyrgð og þess vegna mætti ég snemma ásamt hópi víkinga og valkyrja til að undirbúa. Svo byrjaði hátíðin klukkan 14:00 og það komu 115 búddistar:-)
Það voru þrír einstaklingar sem tóku við Gohonzon og óska ég þeim hjartanlega til hamingju með þennan áfanga:-)
Fyrst var dagskrá og síðan kaffiveisla á eftir...
Ég var komin heim um kl.17:00 og klukkan rúmlega 18:00 tók við matarveisla(hangikjöt og tilheyrandi) með fjölskyldunni:-)
Já, góður og skemmtilegur nýjársdagur að kveldi komin..
Vona að þið hafið átt góðan dag..
Sandra

13. janúar 2009

veit varla hvar ég á byrja, það hefur verið svo mikið um að vera:-)
Á laugardaginn var æðislegt, hvetjandi, fjölmennt og vel heppnað búddistanámskeið, þar sem komu gestir frá Danmörku og héldu góða fyrirlestra:-)
Á sunnudagsmorguninn var frábær ungmennafundur og þar var m.a. talað um námskeið í Danmörku í haust sem er mjög spennandi og ég ætla að kyrja fyrir því að ég komist á það:-)
Á sunnudagskvöldið var svo matarboð hér heima, fullt af fólki og við fengum jólamat:-)
í gær var ég að kenna, kom svo heim, hvíldi mig, lærði aðeins, fór í ræktina og svo aftur að læra þegar heim var komið;-)
Ég er að hugsa um að fara á ungrakvennafund á eftir, og svo er planið að fara með vinkonum í danstíma á morgun;-)
Jamm nóg að gera, mikið um að vera í búddismanum, reynt að fara oft í leikfimi, lærdómur og námskeið byrjað aftur og svo að sjálfsögðu frábæra vinnan mín:-)
Ég elska lífið, er í háu lífsástandi, hamingjusöm og glöð, full af orku og sendi ykkur jákvæða og góða orku elsku dúllurnar mínar:-)
Nam-mjó-hó-renge-kjó:-)


Ljóðabrot
Þungur taktur frá sneriltrommum,
píanó, fiðla og fuglasöngur,
flýtur mjúklega úr hátalara,
hreinsar hugann,
fyllir rýmið,
og opnar minningarbankann.
Mannveran situr við stýrið
frjáls og mjúk innan í sér,
starir á óendanlegt ljósið á himninum,
meðan fagrir hljómar
renna saman við gamlar og nýjar myndir.
Myndir af liðnum tíma,
fólki, stöðum, samtölum og atvikum,
góðum, slæmum, döprum, ljótum og fallegum,
huggandi, særandi, gefandi, þroskandi.
Margt er gleymt og grafið
leystist fljótt og vel,
fyrirgefið og horfið í eilífðina,
eitri breytt í meðal.
Annað er geymt en ekki gleymt
og þarf lengri tíma til að jafna sig.
En það er nógur tími
og það jákvæða sigrar alltaf.
Opin hugur, stórt hjarta, viska, kjarkur, umhyggja, víðsýni og kærleikur
er allt sem þarf:-)

Leiðsögn dagsins
29.apríl
Hvað er góður árangur í lífinu? Hverjir ná raunverulega góðum árangri? Það er til frægt og valdamikið fólk sem verða aumkunarverðar mannverur þegar þau eldast. Það er til fólk sem deyr einmanna og yfirgefið. Þannig að hvað er góður árangur? Enski hugsuðurinn Walter Pater (1839-94) skrifaði: "Að brenna alltaf með þessum ákafa geislandi loga, að viðhalda þeirri alsælu, er góður árangur í lífinu." Manneskja sem lifir lífinu til fulls, geislandi af lífsorku, er manneskja sem lifir árangursríku lífi.

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Tuesday, April 28, 2009

Búddismi í daglegu lífi

Hið góða og hið illa

Oft er litið á gott og illt sem algjörar andstæður sem útiloka hvor aðra.
Veruleikinn er þó annar og slíkur einfeldningslegur hugsanagangur er ófullnægjandi. Jafnvel grimmustu glæpamenn geta búið yfir sterkum kærleiksríkum tilfinningum og samkennd í garð foreldra sinna og barna. Er slíkur einstaklingur algjörlega góður eða vondur?

Skilningur búddismans er sá að gott og illt eru meðfæddar óaðskiljanlegir hliðar á lífinu. Þetta sjónarhorn gerir það ómögulegt að dæma(merkja) einstaka einstaklinga eða hópa sem „góða“ eða „illa.“ Sérhver manneskja er fær um að haga sér af hinu mesta göfuglyndi eða verstu illsku. Ennfremur er ekki litið á gott og illt í búddisma sem afdráttarlausa hluti heldur afstæða eða „venslaða.“ Það góða eða illa sem hlýst af gjörðum okkar er skilið með hliðsjón af raunverulegum áhrifum þeirra á líf okkar eða annarra, ekki samkvæmt óhlutbundnum reglum um hegðun.
Þröngsýn sjálfselska eða eigingirni er það sem einkennir illar athafnir, sú blekking að líf okkar sé í grunninn ótengt öðrum og að við getum hlotið ávinninga á kostnað þeirra. Hið illa lítur á lífið sem gagnlegt hjálpartæki, ekki tilgang í sjálfu sér. Hið góða er það sem myndar tengingu milli okkar og annarra, um leið og það læknar og endurreisir tengsl í mannlegum samfélögum.

Í búddísku samhengi er hið góða skilgreint sem „grundvallar eðli uppljómunar,“ eða fullkomið frelsi og hamingja, sem afleiðing djúpstæðrar sjálfsþekkingar. Hið illa gefur til kynna „grundvallarmyrkur“ eða meðfædda blekkingu um lífið sem vinnur gegn mögulegri uppljómun og veldur þjáningu fyrir okkur sjálf og aðra. Þetta innra myrkur endurspeglar þá örvæntingu að líf okkar sé ófrýnilegt og tilgangslaust. Það rekur einnig fleyg óttans í líf okkar sem skiptir hjarta einstaklingsins í „okkur“ og „þá.“ Búdda er einhver sem hefur það hugrekki að viðurkenna þessar tvær grundvallar hliðar lífsins.

Eins og Nichiren segir: „Sá sem hefur vaknað til meðvitundar um eðli góðs og ills, allt frá rótum þess til greina og laufblaða er kallaður Búdda.“ Búdda viðurkennir hrokalaust sitt meðfædda eðli vegna þes að hann veit að allt fólk deilir með sér sama búddaeðlinu. Búdda viðurkennir einnig meðfædda illsku án þess að örvænta vegna þess að hann veit að hann hefur styrk til að sigrast á og stjórna neikvæðni sinni.

Tregða til að viðurkenna bæði möguleika þess allra besta og illa getur stafað af þeirri staðreynd að sem einstaklingar erum við ófús til að sjá okkur sjálf sem annaðhvort mjög góð eða mjög ill og felum okkur þess í stað á bak við sameiginlegt siðgæði meðalmennskunnar sem krefur okkur ekki um ábyrgð á góðsemi eða sektarkennd hins illa. Ef til vill virðist þessi siðferðilega tvíræðni innra með okkur krefjast þess að við dæmum aðra af fljótfærni – þeir sem þjóna hagsmunum okkar eru „gott fólk“ og þeir sem okkur líkar ekki við eru „slæmt fólk“ eins og við séum að vega upp á móti okkar innri ruglingi með ytri skýrleika.

Sumir líta á búddismann sem kenningar um ró og friðsæld – jafnvel hlutleysi – þegar staðreyndin er hins vegar sú að ástundun á búddisma fjallar ekki um að „verða óhultur.“ Ástundunin er stöðug barátta við að skapa verðmæti (gildi) og breyta illu í gott í gegnum okkar eigin viðleitni til að horfast í augu við það.
Nichiren skrifar: „Andstaða við hið góða er kallað illt, andstaða við hið illa er kallað gott.“

Tsunesaburo Makiguchi, upphafsmaður Soka Gakkai, sem var fangelsaður vegna gagnrýni sinnar á stefnu Japanskra yfirvalda í síðari heimstyrjöldinni, er sagður hafa fengið samfanga sína í umræður um eðli hins góða og illa er hann spurði hvort það væri munur á því að gera ekki gott og að fremja raunverulega illa hluti. Ef okkur skortir hugrekki til að standa gegn illum verknaði eða tilhneigingu til haturs og mismununar, bæði gagnvart sjálfum okkur og í samfélaginu, mun það breiðast út óhindrað eins og sagan sýnir okkur.

Martin Luther King var hryggur er hann sagði „Þessi kynslóð mun þurfa að iðrast, ekki aðeins fyrir hatursfull orð og verknaði slæma fólksins heldur
einnig fyrir skelfilega þögn góða fólksins.“

Alheimurinn, þessi heimur og okkar eigið líf eru sena linnulausar baráttu milli haturs og samkenndar, þessara eyðileggjandi og uppbyggjandi hliða lífsins. Við megum aldrei hætta að standa gegn hinu illa, allstaðar.
Að lokum, hið illa sem við þurfum að sigrast á er hvati haturs og eyðileggingar sem býr innra með okkur. Ferill þess að viðurkenna, horfast í augu við og umbreyta okkar eigin grundvallar myrkri er sú leið sem við getum notað til að styrkja virkni þess góða í lífum okkar.
[SGI Quarterly, október hefti 2002]
Þýðing: Stefán Magnússon

Leiðsögn dagsins:
28.apríl

Hversu ótrúlegt það er að kyrja þetta dásamlega daimoku á hverjum degi. Nichiren Daishonin skrifar, “það er engin stórkostlegri hamingja fyrir manneskjur heldur en að kyrja Nam myoho renge kyo. Sútran [Lótus sútran] segir, ‘fólkið þar (í landinu mínu) er hamingjusamt og líður vel’” (MW-1,161). Það er engin stórkostlegri gleði, hamingja og þægindi en það sem við getum öðlast með því að kyrja daimoku. Það skiptir engu hversu mikið þú eltist við það sem hefur dálæti á og sleppir gongyo til að skemmta þér - öll svo hverful, veraldleg ánægja fölnar við hlið hinnar djúpu fullnægju sem kemur við að kyrja daimoku.

1253: Nichiren Daishonin kyrjar Nam-mjóhó-renge-kjó í fyrsta skipti

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Monday, April 27, 2009

Sólin

yndislega sólin
sem hlýjar jafnt
sál og hörundi,
mönnum,dýrum og plöntum.
Sólin
fallega sólin
stór og lítil
sem rís og hnígur
í margbreytilegum litum
ýmist fyrir ofan/neðan skýin
eða í felum bak við.
Elsku sólin mín
hvar værum við án þín.
Sólarlag,
sólarupprás.
Sólargyðja, systir mánans.
Takk fyrir birtu þína og hlýju.

Monday, April 13, 2009

Bænir í Búddisma

Bænir eru þungamiðja þess að ástunda Búddisma Nichiren. Við heyrum oft
SGI meðlimir tengja reynslur sínar við að „biðja einlæga bæn“ eða „að
biðja frá innstu hjartarótum“ Þeir tala líka um að bænum þeirra sé
„svarað.“ Hvað meina SGI meðlimir þegar þeir eru með slíkar
staðhæfingar?

Orðabók Webster’s skilgreinir bæn sem „alvarlega og auðmjúka nálgun við
guðdóm í orðum og hugsun, og hefur venjulega í för með sér innilega bæn,
óskir, játningu, lof og þakklæti.“

Á hvaða hátt er búddískur skilningur á bæninni frábrugðinn þessari
skilgreiningu?
Bænir virðast vera alþjóðlegt mannlegt fyrirbæri. Það eru til
vísbendingar um að maðurinn hafi fengist við einhverskonar bænahald allt frá
upphafsdögum sínum. Um leið og maðurinn gerði sér grein fyrir vanmætti
sínum gagnvart kröftum náttúrunnar, þ.e. óvissunni um tilvist sína og
eiginn dauðleika, hefur hann án efa byrjað að láta í ljós ákafar
tilfinningar með bænum, lofi og þakkargjörð.

Daisaku Ikeda, forseti SGI, hefur sagt í skrifum sínum að trú hafi orðið
til fyrir bæn: sem sagt að bænin hafi verið á undan trúnni og að sú
tilfinning og athöfn að biðja sé undanfari þess forms sem hefðir
mismunandi trúarbragða hafi gefið þessari athöfn. Búddísk bæn getur á
sama hátt verið hugsuð sem fókuseruð (einbeitt) tjáning þessara sömu
tilfinninga langana, trúfestu og þakklætis. Það er, samt sem áður, munur
á þeirri staðreynd að búddisminn staðsetur hið guðdómlega í lífi einstaklingsins sem ástundar en ekki fyrir utan í formi guðlegra
fyrirbæra
. Tilgangur búddískrar bænar er að vekja hina meðfæddu innri
hæfileika okkar eins og styrk, hugrekki og visku frekar en að biðja til
ytri máttarvalda.

Í margri austrænni andlegri iðkun er áhersla lögð á sérstakt ytra form
bænarinnar. Fyrir þá sem iðka Búddisma Niciren Daishonin þýðir þetta að
fara með hluta af Lótus Sútrunni og að kyrja “Nam-Mjóhó-Renge-Kjó“, nafn
hins leynda lögmáls sem býr innra með öllu lífi og var sett fram af
Nichiren úr titli Lótus Sútrunnar. Það að kyrjunin skuli vera tónuð
upphátt lýsir þeirri staðreynd að bænir í búddisma Nichiren eru ekki
eingöngu hugleiðsla inn á við heldur athöfn sem dregur fram innri kosti,
og dregur þá út í veruleika okkar.
SGI meðlimir beina bænum sínum til þessa virðingaverða hlutar sem við
köllum Gohonzon. Þetta er mandala, táknræn framsetning á fullkomnu ástandi Búddatignar eða uppljómunar þar sem allar tilhneigingar og hvatir lífsins frá því óvirðulegasta til hins göfugasta – gegna hlutverki í samhljóm
hamingjunnar og sköpunarinnar. Gohonzon er ekki „skurðgoð“ eða „guð“ sem
beðinn er auðmjúklega eða ákallaður, heldur leið til íhugunar og hvatning
til innri breytinga.

SGI meðlimir eru hvattir til að gera bænir sínar markvissar, raunhæfar og
beina þeim að vandamálum, vonum og áhyggjum síns daglega lífs. Búddismi
Nichiren leggur áherslu á óaðskiljanleika „jarðneskra langana“ og
uppljómunar. „Jarðneskar langanir eru uppljómun“ stendur á öðrum stað.
Nichiren fullyrðir að með því að brenna „eldivið“ langana okkar – í bænum
okkar – þá verðum við fær um að birta loga endurnýjaðs krafs og ljós
okkar innri visku. Við erum farin að lýsa upp umhverfi okkar. Með því að
leggja langanir okkar, þrár, vonir og eftirvæntingu inn í bænina sem
eldivið þá brennur bænin á vörum okkar, bænin verður einlæg og kemur frá
innstu hjartarótum. Búddískar bænir eru ferill þar sem áköfum löngunum
okkar og þjáningum er breytt í samkennd og visku.
Það er þessi stórkostlega samkennd sem við þurfum að rækta með okkur.
Við erum ekki eyland óháð öllu í kringum okkur heldur hluti af óendanlega stórri heild.

Í þessum skilningi felur bænin óumflýanlega í sér sjálfs-skoðun sem
stundum felur í sér þjáningarfull átök við okkar skaðlegu tilhneigingar sem oft geta verið mjög djúpstæðar. Nichiren segir „Þekking þín á kenningum Búddismanns mun ekki leysa þig hið minnsta undan dauðlegum þjáningum nema þú skiljir eðli þíns eigin lífs.“ Ef við viljum ná árangri þá getur þetta aldrei orðið yfirborðskennd ástundun.
SGI meðlimir eru einnig hvattir til að líta á bænir sínar sem algjörlega
samþættar gjörðum sínum og framkomu í daglegu lífi. Bænir verða fyrst
einlægar þegar við lifum þær. Til að ná árangri í lífinu þurfum við
staðfestu og bænir, viðleitni og hugvitsemi.

Í grundvallaratriðum er bænin ferill þess að draga fram okkar æðsta
lífsástand sem við köllum „Búddaeðli.“ Búddaeðlið er eiginleiki sem allt
fólk býr jafn yfir, og er grundvallar samkennd okkar við lífskraftinn í
alheiminum. Bænin er ferill þar sem við færum líf einstaklingsins (hið
minna sjálf, með öllum sínum hvötum og löngunum) í takt við riðma
alheimsins (hið stærra sjálf). Með því að gera það leysum við áður ónýtta
uppsprettu sjálfsþekkingar, visku, lífskrafts og þrautseigju. Í
búddískri lífsspeki er engin aðskilnaður á milli manneskjunnar sjálfrar
og umhverfisins, þess vegna endurspeglast þær breytingar sem gerast innra
með okkur í umhverfinu
. Sú reynsla að bænum okkar sé „svarað“ er
áþreifanleg afleiðing þessa ferils.

Daisaku Ikeda hefur sagt í skrifum sínum að hið fullkomna form bænar sé í
raun heit – heit um að leggja af mörkum til hamingju annarra og þroska
mannlegs samfélags.
Það er þetta heit eða loforð um að framkvæma sem stillir líf okkar hvað
djúpstæðast í takt við líf alheimsins og birtir okkar æðsta, göfuga „sjálf.“

Þýðing Stefán Magnússon
Grein í SGI Quarterly, apríl hefti 2001

Sunday, April 12, 2009

jæja

krúttin mín.
Ég óska ykkur góðra páska og vona að þið hafið það sem best og njótið þess að borða góðan mat, gómsæt páskaegg, vera úti í góða veðrinu, vera með fjölskyldu og vinum og hvílast í fríinu:-)
Vil einnig óska öllum afmælisbörnum til hamingju með daginn:-)
Kveðja
Sandra súkkulaði:-)


glitter-graphics.com

Leiðsögnin frá Ikeda:
9.apríl

Engu er sóað í trú. Maður tapar aldrei. Vinsamlega hafið trú á því að öll viðleitni ykkar til að hjálpa öðrum og kynna búddismann safnar saman ómælanlegum fjársjóðum góðrar gæfu í lífum ykkar. Það er átt við þetta með lítt áberandi ávinningum.


Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Friday, April 10, 2009

Gullmolar

Fékk þetta sent í pósti fyrir löngu og vildi deila þessum fallegu setningum með ykkur kæru vinir:-)


Þú hittir ótrúlega margar persónur á lífsleið þinni,
en það eru bara sannir vinir sem skilja eftir spor í þínu hjarta.
Sýndu vinum þínum að þér þyki vænt um þá.

Til að geta stjórnað sjálfum þér, notaðu hugvitið;
Til að stjórna öðrum, notaðu hjartað.

Gáfaðar persónur tala um hugmyndir.
Minna gáfaðar persónur tala um hvað gerðist.
Illa innrættar persónur tala illa um aðra.

Sá sem tapar peningum missir mikið.
Sá sem missir vin tapar miklu meira.
En sá sem missir trúna á lífið sjálf, missir allt.

Við erum vinir þú og ég, ef þú tekur vin þinn með
erum við þrjú.
Við getum stofnað lítinn vinahóp.
Það er jú ekkert upphaf og enginn endir,

Njótum lífsins og verum góð hvort við annað því lífið
er svo stutt þrátt fyrir allt
og þess vegna ætti ekki að vera tími til að tala illa um aðra.

Öll dýrin í skóginum vilja vera vinir
og við mannverurnar í okkar frumskógi freistinga lífsins
viljum líka vera vinir og góð hvort við annað.

Dagurinn í gær er liðinn.
Morgundagurinn er óvænt ánægja.
Dagurinn í dag er gjöf.


Vil enda á leiðsögn frá Ikeda um samúð og umhyggju:

29.nóvember

Samúð er sál búddismans. Að biðja fyrir öðrum, að gera erfiðleika þeirra og sálarkvöl að okkar eigin; að umfaðma þá sem eru að þjást, að verða þeirra helstu bandamenn; að halda áfram að styðja og uppörva þá, þar til þeir verða sannarlega hamingjusamir – það er í svo mannúðlegum gjörðum sem búddismi Nichiren lifir og dafnar.


Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Thursday, April 09, 2009

Páskakveðja


glitter-graphics.com

Monday, April 06, 2009

Gleðilegt

páskafrí;-)
Jamm, gott að fá smá frí á virkum degi til að sinna hinu og þessu, til dæmis að fara til tannsa snemma að morgni, fara svo heim aftur og sofa úr sér deyfinguna:-)

Búið að vera mikið af fundum og viðburðum í búddismanum undanfarna daga, góður hverfisfundur síðasta fimmtudag, tveggja tíma kyrjun á laugardag þar sem ég var í valkyrjuhlutverki, kröftugt og fallegt kosen-rufu gongyo(kyrjun fyrir heimsfriði) í gærmorgun þar sem tvær ungar konur voru að taka við Gohonzon, og fullur salur af búddistum;-)
og svo valkyrju og víkingafundur í kvöld:-)
Ég fór líka í bíó, klippingu og heimsóknir um og fyrir helgina...

Svo er fleira á döfinni næstu daga, t.d. safna gögnum fyrir ritgerðina sem þarf að byrja á fljótlega, klára lítil verkefni í náminu, fara í búðarferð, stórafmæli um páskana og sitthvað fleira:-)

Læt þetta nægja að sinni, minni á tónlistarsíðuna hér til hliðar og óska ykkur frábærrar viku:-)
Bangaknús..
Sandra

Leiðsögnin frá Ikeda:
3.apríl

Frá einu sjónarmiði eru gongjó og daimoku ljóð og lag. Þau eru óður til lífsins. Ég vona þessvegna að ykkar gongjó og daimoku séu slík að jafnvel fólk sem ekki er að iðka muni vera snortið af hljómfögrum og kraftmiklum ómi radda ykkar. Líka það mun leggja sitt af mörkum til útbreiðslu kosen-rufu.


From one perspective, gongyo and daimoku are lyrics and songs. They are an ode to life. I hope, therefore, that your gongyo and daimoku will be such that even people who are not practicing will be favorably impressed by the sonorous and invigorating sound of your voices. That too will contribute to the spread of kosen-rufu.

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda