Búddismi í daglegu lífi
Hið góða og hið illa
Oft er litið á gott og illt sem algjörar andstæður sem útiloka hvor aðra.
Veruleikinn er þó annar og slíkur einfeldningslegur hugsanagangur er ófullnægjandi. Jafnvel grimmustu glæpamenn geta búið yfir sterkum kærleiksríkum tilfinningum og samkennd í garð foreldra sinna og barna. Er slíkur einstaklingur algjörlega góður eða vondur?
Skilningur búddismans er sá að gott og illt eru meðfæddar óaðskiljanlegir hliðar á lífinu. Þetta sjónarhorn gerir það ómögulegt að dæma(merkja) einstaka einstaklinga eða hópa sem „góða“ eða „illa.“ Sérhver manneskja er fær um að haga sér af hinu mesta göfuglyndi eða verstu illsku. Ennfremur er ekki litið á gott og illt í búddisma sem afdráttarlausa hluti heldur afstæða eða „venslaða.“ Það góða eða illa sem hlýst af gjörðum okkar er skilið með hliðsjón af raunverulegum áhrifum þeirra á líf okkar eða annarra, ekki samkvæmt óhlutbundnum reglum um hegðun.
Þröngsýn sjálfselska eða eigingirni er það sem einkennir illar athafnir, sú blekking að líf okkar sé í grunninn ótengt öðrum og að við getum hlotið ávinninga á kostnað þeirra. Hið illa lítur á lífið sem gagnlegt hjálpartæki, ekki tilgang í sjálfu sér. Hið góða er það sem myndar tengingu milli okkar og annarra, um leið og það læknar og endurreisir tengsl í mannlegum samfélögum.
Í búddísku samhengi er hið góða skilgreint sem „grundvallar eðli uppljómunar,“ eða fullkomið frelsi og hamingja, sem afleiðing djúpstæðrar sjálfsþekkingar. Hið illa gefur til kynna „grundvallarmyrkur“ eða meðfædda blekkingu um lífið sem vinnur gegn mögulegri uppljómun og veldur þjáningu fyrir okkur sjálf og aðra. Þetta innra myrkur endurspeglar þá örvæntingu að líf okkar sé ófrýnilegt og tilgangslaust. Það rekur einnig fleyg óttans í líf okkar sem skiptir hjarta einstaklingsins í „okkur“ og „þá.“ Búdda er einhver sem hefur það hugrekki að viðurkenna þessar tvær grundvallar hliðar lífsins.
Eins og Nichiren segir: „Sá sem hefur vaknað til meðvitundar um eðli góðs og ills, allt frá rótum þess til greina og laufblaða er kallaður Búdda.“ Búdda viðurkennir hrokalaust sitt meðfædda eðli vegna þes að hann veit að allt fólk deilir með sér sama búddaeðlinu. Búdda viðurkennir einnig meðfædda illsku án þess að örvænta vegna þess að hann veit að hann hefur styrk til að sigrast á og stjórna neikvæðni sinni.
Tregða til að viðurkenna bæði möguleika þess allra besta og illa getur stafað af þeirri staðreynd að sem einstaklingar erum við ófús til að sjá okkur sjálf sem annaðhvort mjög góð eða mjög ill og felum okkur þess í stað á bak við sameiginlegt siðgæði meðalmennskunnar sem krefur okkur ekki um ábyrgð á góðsemi eða sektarkennd hins illa. Ef til vill virðist þessi siðferðilega tvíræðni innra með okkur krefjast þess að við dæmum aðra af fljótfærni – þeir sem þjóna hagsmunum okkar eru „gott fólk“ og þeir sem okkur líkar ekki við eru „slæmt fólk“ eins og við séum að vega upp á móti okkar innri ruglingi með ytri skýrleika.
Sumir líta á búddismann sem kenningar um ró og friðsæld – jafnvel hlutleysi – þegar staðreyndin er hins vegar sú að ástundun á búddisma fjallar ekki um að „verða óhultur.“ Ástundunin er stöðug barátta við að skapa verðmæti (gildi) og breyta illu í gott í gegnum okkar eigin viðleitni til að horfast í augu við það.
Nichiren skrifar: „Andstaða við hið góða er kallað illt, andstaða við hið illa er kallað gott.“
Tsunesaburo Makiguchi, upphafsmaður Soka Gakkai, sem var fangelsaður vegna gagnrýni sinnar á stefnu Japanskra yfirvalda í síðari heimstyrjöldinni, er sagður hafa fengið samfanga sína í umræður um eðli hins góða og illa er hann spurði hvort það væri munur á því að gera ekki gott og að fremja raunverulega illa hluti. Ef okkur skortir hugrekki til að standa gegn illum verknaði eða tilhneigingu til haturs og mismununar, bæði gagnvart sjálfum okkur og í samfélaginu, mun það breiðast út óhindrað eins og sagan sýnir okkur.
Martin Luther King var hryggur er hann sagði „Þessi kynslóð mun þurfa að iðrast, ekki aðeins fyrir hatursfull orð og verknaði slæma fólksins heldur
einnig fyrir skelfilega þögn góða fólksins.“
Alheimurinn, þessi heimur og okkar eigið líf eru sena linnulausar baráttu milli haturs og samkenndar, þessara eyðileggjandi og uppbyggjandi hliða lífsins. Við megum aldrei hætta að standa gegn hinu illa, allstaðar.
Að lokum, hið illa sem við þurfum að sigrast á er hvati haturs og eyðileggingar sem býr innra með okkur. Ferill þess að viðurkenna, horfast í augu við og umbreyta okkar eigin grundvallar myrkri er sú leið sem við getum notað til að styrkja virkni þess góða í lífum okkar.
[SGI Quarterly, október hefti 2002]
Þýðing: Stefán Magnússon
Leiðsögn dagsins:
28.apríl
Hversu ótrúlegt það er að kyrja þetta dásamlega daimoku á hverjum degi. Nichiren Daishonin skrifar, “það er engin stórkostlegri hamingja fyrir manneskjur heldur en að kyrja Nam myoho renge kyo. Sútran [Lótus sútran] segir, ‘fólkið þar (í landinu mínu) er hamingjusamt og líður vel’” (MW-1,161). Það er engin stórkostlegri gleði, hamingja og þægindi en það sem við getum öðlast með því að kyrja daimoku. Það skiptir engu hversu mikið þú eltist við það sem hefur dálæti á og sleppir gongyo til að skemmta þér - öll svo hverful, veraldleg ánægja fölnar við hlið hinnar djúpu fullnægju sem kemur við að kyrja daimoku.
1253: Nichiren Daishonin kyrjar Nam-mjóhó-renge-kjó í fyrsta skipti
Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda
<< Home