Bænir í Búddisma
Bænir eru þungamiðja þess að ástunda Búddisma Nichiren. Við heyrum oft
SGI meðlimir tengja reynslur sínar við að „biðja einlæga bæn“ eða „að
biðja frá innstu hjartarótum“ Þeir tala líka um að bænum þeirra sé
„svarað.“ Hvað meina SGI meðlimir þegar þeir eru með slíkar
staðhæfingar?
Orðabók Webster’s skilgreinir bæn sem „alvarlega og auðmjúka nálgun við
guðdóm í orðum og hugsun, og hefur venjulega í för með sér innilega bæn,
óskir, játningu, lof og þakklæti.“
Á hvaða hátt er búddískur skilningur á bæninni frábrugðinn þessari
skilgreiningu?
Bænir virðast vera alþjóðlegt mannlegt fyrirbæri. Það eru til
vísbendingar um að maðurinn hafi fengist við einhverskonar bænahald allt frá
upphafsdögum sínum. Um leið og maðurinn gerði sér grein fyrir vanmætti
sínum gagnvart kröftum náttúrunnar, þ.e. óvissunni um tilvist sína og
eiginn dauðleika, hefur hann án efa byrjað að láta í ljós ákafar
tilfinningar með bænum, lofi og þakkargjörð.
Daisaku Ikeda, forseti SGI, hefur sagt í skrifum sínum að trú hafi orðið
til fyrir bæn: sem sagt að bænin hafi verið á undan trúnni og að sú
tilfinning og athöfn að biðja sé undanfari þess forms sem hefðir
mismunandi trúarbragða hafi gefið þessari athöfn. Búddísk bæn getur á
sama hátt verið hugsuð sem fókuseruð (einbeitt) tjáning þessara sömu
tilfinninga langana, trúfestu og þakklætis. Það er, samt sem áður, munur
á þeirri staðreynd að búddisminn staðsetur hið guðdómlega í lífi einstaklingsins sem ástundar en ekki fyrir utan í formi guðlegra
fyrirbæra. Tilgangur búddískrar bænar er að vekja hina meðfæddu innri
hæfileika okkar eins og styrk, hugrekki og visku frekar en að biðja til
ytri máttarvalda.
Í margri austrænni andlegri iðkun er áhersla lögð á sérstakt ytra form
bænarinnar. Fyrir þá sem iðka Búddisma Niciren Daishonin þýðir þetta að
fara með hluta af Lótus Sútrunni og að kyrja “Nam-Mjóhó-Renge-Kjó“, nafn
hins leynda lögmáls sem býr innra með öllu lífi og var sett fram af
Nichiren úr titli Lótus Sútrunnar. Það að kyrjunin skuli vera tónuð
upphátt lýsir þeirri staðreynd að bænir í búddisma Nichiren eru ekki
eingöngu hugleiðsla inn á við heldur athöfn sem dregur fram innri kosti,
og dregur þá út í veruleika okkar.
SGI meðlimir beina bænum sínum til þessa virðingaverða hlutar sem við
köllum Gohonzon. Þetta er mandala, táknræn framsetning á fullkomnu ástandi Búddatignar eða uppljómunar þar sem allar tilhneigingar og hvatir lífsins frá því óvirðulegasta til hins göfugasta – gegna hlutverki í samhljóm
hamingjunnar og sköpunarinnar. Gohonzon er ekki „skurðgoð“ eða „guð“ sem
beðinn er auðmjúklega eða ákallaður, heldur leið til íhugunar og hvatning
til innri breytinga.
SGI meðlimir eru hvattir til að gera bænir sínar markvissar, raunhæfar og
beina þeim að vandamálum, vonum og áhyggjum síns daglega lífs. Búddismi
Nichiren leggur áherslu á óaðskiljanleika „jarðneskra langana“ og
uppljómunar. „Jarðneskar langanir eru uppljómun“ stendur á öðrum stað.
Nichiren fullyrðir að með því að brenna „eldivið“ langana okkar – í bænum
okkar – þá verðum við fær um að birta loga endurnýjaðs krafs og ljós
okkar innri visku. Við erum farin að lýsa upp umhverfi okkar. Með því að
leggja langanir okkar, þrár, vonir og eftirvæntingu inn í bænina sem
eldivið þá brennur bænin á vörum okkar, bænin verður einlæg og kemur frá
innstu hjartarótum. Búddískar bænir eru ferill þar sem áköfum löngunum
okkar og þjáningum er breytt í samkennd og visku.
Það er þessi stórkostlega samkennd sem við þurfum að rækta með okkur.
Við erum ekki eyland óháð öllu í kringum okkur heldur hluti af óendanlega stórri heild.
Í þessum skilningi felur bænin óumflýanlega í sér sjálfs-skoðun sem
stundum felur í sér þjáningarfull átök við okkar skaðlegu tilhneigingar sem oft geta verið mjög djúpstæðar. Nichiren segir „Þekking þín á kenningum Búddismanns mun ekki leysa þig hið minnsta undan dauðlegum þjáningum nema þú skiljir eðli þíns eigin lífs.“ Ef við viljum ná árangri þá getur þetta aldrei orðið yfirborðskennd ástundun.
SGI meðlimir eru einnig hvattir til að líta á bænir sínar sem algjörlega
samþættar gjörðum sínum og framkomu í daglegu lífi. Bænir verða fyrst
einlægar þegar við lifum þær. Til að ná árangri í lífinu þurfum við
staðfestu og bænir, viðleitni og hugvitsemi.
Í grundvallaratriðum er bænin ferill þess að draga fram okkar æðsta
lífsástand sem við köllum „Búddaeðli.“ Búddaeðlið er eiginleiki sem allt
fólk býr jafn yfir, og er grundvallar samkennd okkar við lífskraftinn í
alheiminum. Bænin er ferill þar sem við færum líf einstaklingsins (hið
minna sjálf, með öllum sínum hvötum og löngunum) í takt við riðma
alheimsins (hið stærra sjálf). Með því að gera það leysum við áður ónýtta
uppsprettu sjálfsþekkingar, visku, lífskrafts og þrautseigju. Í
búddískri lífsspeki er engin aðskilnaður á milli manneskjunnar sjálfrar
og umhverfisins, þess vegna endurspeglast þær breytingar sem gerast innra
með okkur í umhverfinu. Sú reynsla að bænum okkar sé „svarað“ er
áþreifanleg afleiðing þessa ferils.
Daisaku Ikeda hefur sagt í skrifum sínum að hið fullkomna form bænar sé í
raun heit – heit um að leggja af mörkum til hamingju annarra og þroska
mannlegs samfélags.
Það er þetta heit eða loforð um að framkvæma sem stillir líf okkar hvað
djúpstæðast í takt við líf alheimsins og birtir okkar æðsta, göfuga „sjálf.“
Þýðing Stefán Magnússon
Grein í SGI Quarterly, apríl hefti 2001
<< Home