Sýnishorn af þeim áhrifum sem Nam-mjóhó-renge-kjó hefur haft á líf mitt:-)
Valin textabrot úr dagbók Söndru búddista:-)
10. ágúst 2005.
Var að koma af mínu fyrsta hverfisfundi sem gekk vel. Er komin í samtök sem kallast SGI, líður mjög vel með að hafa kynnst þeim, geta tekið þátt í starfi þeirra og finnst mjög gott að geta kyrjað(ein eða með öðrum) fyrir öllu því sem leitar á hugann, bæði í gleði og sorg, og fá þannig innri frið og jafnvægi í daglegt líf. Ég finn góðar breytingar á sjálfri mér og umhverfi mínu, og þetta hefur hjálpað mér mikið þó að það sé stutt síðan að ég byrjaði að kyrja:-)
Finn hvað þetta hjálpar mér mikið á öllum sviðum lífs míns og er svo fegin að hafa tekið þá ákvörðun að setja mér markmið, vinna í sjálfri mér, byrja að kyrja og vera virk í samtökunum.
15. október 2005.
Hef sveiflast upp og niður, til beggja hliða og endað á jafnvægi og innri ró.
Slæmar og leiðinlegar hliðar sem og góðar og skemmtilegar hafa sýnt sig á víxl. Innri djöflar og ímyndaðar hindranir hafa pirrað mig og valdið óróleika og einkennt undanfarna daga, ásamt innri styrk, sjálfstrausti, öryggi, mýkt og kærleika. Ekki má gleyma Búddaeðlinu sem kom sterkt fram í byrjun og enda vikunnar.
26. nóvember 2005
Er í góðu jafnvægi og háu lífsástandi sem er alveg frábært;-)
Mér líður mjög vel og það er æðisleg tilfinning, enda hefur það áhrif á öll svið lífs míns. Búið að vera mikið að gerast, nokkrar yfirstíganlegar hindrarnir búnar að koma og stórir óvæntir ávinningar komu fram:-)
Eftir einn þeirra fékk ég spennufall og þá fyrst áttaði ég mig á því hvað það mál hafði farið djúpt í sál mína.
31. desember 2005.
Stærsta og besta breytingin í lífi mínu og ákvörðun sumarið 2005. Byrjaði að kyrja fyrir framan Gohonzon, og iðka Búddhisma Nichiren Daishonin, fór á hverfisfundi og fundi hjá ungrakvennadeildinni, kynnist mikið af góðu fólki í gegnum SGI, var virk í samtökunum og iðkuninni og ætla að sjálfsögðu að halda því áfram á nýju ári:-)
Búddisminn hefur hjálpað mér mikið á öllum sviðum lífs míns og ég sé svo sannarlega ekki eftir því að hafa byrjað að kyrja og til að staðfesta ákvörðun mína endanlega, og þar með ganga formlega í SGI mun ég byrja nýja árið 2006 alveg frábærlega með því að taka á móti Gohonzon á okkar aðalhátíðisdegi á morgun 1. jan klukkan 14:00 :-))
15. janúar 2006
Í dag var skrínlagningin mín. Athöfnin var mjög falleg, kröftug og rann mjúklega áfram.
Ég fékk lánaðan mjög sérstakan skáp sem á sér langa sögu og mjög margar kyrjanir að baki því eigandi hans er einn af þeim fyrstu sem byrjaði að kyrja hér á landi fyrir hartnær 30 árum. Mér er það því mikill heiður að hafa fengið þennan flotta skáp að láni. Ég bað eigandann um að skrínleggja og setja Gohonzoinn minn í skápinn sem hún gerði með glöðu geði og var ánægð með þann heiður:-)
Þetta var mjög hátíðleg stund og skipti mig meira máli heldur en Gohozonafhendingin sjálf á nýjársdag. Ég fékk margar fallegar og hjartnæmar kveðjur, kort og gjafir til að setja á altarið og nota við kyrjunina, s.s. reykelsi, perlur, handsmíðaða tréskál undir ávexti, perlubuddu, verndara, kerti og bækur:-)
Altarið mitt er komið upp inni í herbergi og nú vantar mig bara nokkra hluti til að það sé fullkomið. Ég er mjög ánægð og þakklát með daginn og vil þakka öllum hjartanlega fyrir að koma og deila með mér þessari fallegu, áhrifaríku og einstöku sigurstund í mínu lífi:-)
Sandra stolti búddistinn:-)
17. mars 2006.
Á morgun er ég að taka mína fyrstu ábyrgð á sameiginlegri kyrjun á Vífilstöðum, spennandi verkefni það:-)
Ég er í þremur deildum í SGI. Er í ákveðnu hverfi sem heldur hverfisfundi einu sinni í mánuði, er í ungrakvennadeild sem er með fund einu sinni í mánuði og er líka í deild sem kallast Valkyrjur og Víkingar, sem er ákveðin hópur innan ungmennadeildanna sem tekur að sérstaka ábyrgð við sameiginlega fundi, samkomur, og önnur tilefni.
Jamm nóg um að vera og þýðir ekkert annað en að hafa nóg fyrir stafni, vera jákvæður, horfa á björtu hliðarnar og lifa lífinu lifandi;-)
6. apríl 2006
Þvílíkt skrýtinn, merkilegur og góður sigurdagur.
Er búin að fá nokkrar stórar og góðar féttir í dag:-)
Er búin að kyrja fyrir mörgum í kringum mig og fyrir allskyns málum undanfarið og búin að fá svo marga sigra og ávinninga undanfarna daga sem og margir af þeim sem ég hef kyrjað fyrir. Hef svo sannarlega fengið staðfestingu á því að lögmálið "Nam mjó hó renge kjó" og kyrjunin virkar:-)
27. júní 2006.
Þetta er einn sá ömurlegasti og þreytandi dagur sem ég hef upplifað lengi.
Ekkert nema hindrarnir og erfiðleikar í sambandi við nokkur mál og svo kórónaði ég allt saman þegar innri djöflarnir og gamla ruglukollan og flækjan ég tök völdin, þegar ég gat ekki þagað út af ákveðnu máli,sem ég er búin að dunda við og hlakka mjög mikið til, við einstaklinga sem áttu ekki að lenda í þessu kjaftæði. Er brjáluð núna út í sjálfa mig núna og allar hugsanir í flækju og fara marga hringi..
16. júlí 2006
Hjartans þakkir til ykkar yndislegu mannverur fyrir dásamlegan afmælisdag og mjög vel heppnað partý:-)
Bestu þakkir fyrir alla hjálpina við undirbúning, frágang, veislustjórn, skipulagningu og margt fleira.
Takk kærlega fyrir að hafa komið og samglaðst með mér, þakkir fyrir allar flottu og nytsamlegu gjafirnar, blómin, fallegu kortin og hlýju kveðjurnar, sönginn, leikinn, skemmtiatriðin, knúsin og frábæra og skemmtilega andrúmsloftið og stemminguna:-)
Það gekk allt upp og ég er mjög ánægð, glöð og hamingjusöm með afmælispartýið og daginn, og það sem skiptir líka miklu máli er að gestirnir voru ánægðir og fannst gaman:-)
Ég fékk svo mikið af gjöfum og er eiginlega orðlaus yfir þessu öllu saman.
Ég fékk alveg gullfallegan, stóran, sérsmíðaðan, framtíðar Butsudan(sem er skápur fyrir Gohonzon)með innbyggðum ljósum, og missti alveg andlitið og næstum því táraðist þegar ég sá hann, svo mikil var undrun mín og gleði:-)
Ég fékk dúnsæng og kodda, sem var meiriháttar því sængin mín var frekar gömul og lúin:-)
Ég fékk nokkrar góðar bækur sem tengjast Búddisma, perlur(sem var frábært því ég sleit hinar perlunar mínar við kyrjun um daginn),flott stórt hvítt handgert kerti með fjólublárri stjörnu í járnfötu, búið til í kertagerð Sólheima, kertastjaka og skál í stíl, trévíkingaskál, blóm, gjafakort í Kringluna og Smáralind, skemmtilegan geisladisk með Kim Larsen, fallega skartgripi(silfurhálsmen með bleikum steinum og eyrnalokka í stíl) og silfureyrnalokka með rauðum steinum, ilmspray, tösku, perlubuddu, steikarhnífarparasett og grilláhöld:-)
Enn og aftur, takk kærlega dúllurnar mínar:-)
Er alveg orðlaus og þakklát..
8. október 2006
Ég er svo full af lífsgleði, jákvæðri orku, þakklæti, krafti, rósemi, sjálfstjórn, hamingju og innra jafnvægi þessa dagana:-)
Það er svo gott að líða vel og geta tekist á við daginn með frið í sálinni, jafnaðargeði og með bros á vör og það er svo frábært og gaman að vera til:-)
Hjartans þakkir elsku bróðir minn fyrir að hafa hjálpað mér af stað, kynnt mig fyrir þessari dásamlegu og kröftugu leið til hamingju, stutt mig á leiðinni og haldið áfram að hjálpa mér þrátt fyrir allt:-)
Sem og allir aðrir sem hafa tekið svo vel og fallega á móti mér og hjálpað mér áfram:-)
Ég er svo innlega þakklát fyrir að hafa kynnst þessum búddisma og langar svo til að segja öllum frá þessari frábæru leið til að öðlast hamingju og frið.
Ég hef sagt nokkrum frá og það er alveg frábært hvað þeir eru opnir og jákvæðir gagnvart þessu:-)
En það eru svo margir sem eru að leita að hamingju í þessum hraða og grimma heimi..
Það hafa allir búddaeðli í sér, það þarf bara að finna og birta það:-)
6. júlí 2007.
Þvílík gæfa að geta sest niður fyrir framan sinn eigin Gohonzon og kyrjað hvenær sem er:-)
Að kyrja fyrir hverju sem er, því sem íþyngir hverju sinni, eða sýnt þakklæti, kyrjað í gleði og sorg. Kyrja einn eða með öðrum. Fá útrás, grátið, öskrað, eða öðlast rósemi, orku, kraft, allt eftir því í hvernig skapi, eða ástandi maður er í hverju sinni þegar kyrjun hefst.
Ég get ekki lýst þessu betur í beinum orðum, en er ævarandi þakklát fyrir að hafa kynnst þessari frábæru leið til sannrar hamingju, innri ró, og innri styrk til að takast á við hvað sem er:-)
Við kyrjum fyrir framan Gohonzon fyrir svo mörgu í lífi okkar og annarra. Stundum þá kyrjum við mikið fyrir einhverju en sjáum enga ávinninga, eða sigur sem getur leitt til þess að við efumst, og jafnvel hættum að kyrja eða trúa á Gohonzon. Við sjáum oft líka ávinninga eftir ákveðin tíma. En stundum fáum við sigur mjög fljótlega, jafnvel eftir stutta kyrjun.
16. ágúst 2007.
Já lífið er yndislegt þessa stundina:-)
Margt gott að gerast í kringum mig, gengur vel á flestum sviðum, hef breytt neikvæðum hlutum í jákvæða og ég er á leiðinni á búddistanámskeið í Taplow Court í Bretlandi í fyrramálið:-)
Vona að þið eigið frábæra daga framundan og njótið samverunar við fjölskyldu og vini:-)
Sendi ykkur öllum daimoku og vona að þið fáið góða ávinninga;-)
Nam-mjó-hó-renge-kjó
1. september 2007
Ég elska lífið;-)
Ég er í háu lífsástandi þessa dagana og hamingjusöm og það er svo góð tilfinning, finnst eins og ég sé sterkur klettur í hafinu og það er sama hvernig ástandið er í kringum mig, ég stend það af mér og haggast ekki;-)
Ég er svo þakklát fyrir allt sem ég hef, yndislega fjölskyldu og vini, þak yfir höfuðið, fína vinnu, og góðan bíl sem hef reynst mér vel, og svo margt fleira, en fyrst og fremst hef ég Nam-mjó-hó-renge-kjó, og búddisma Nichiren Daishonin og það er það besta og það er aldrei hægt að taka það frá mér og ég ætla sko aldrei að hætta að kyrja, iðka, styðja aðra, kynna búddismann og fræðast, eða gefast upp sama hvað gerist í lífinu:-)
19. nóvember 2007
Það er margt jákvætt að gerast í umhverfi mínu:-)
Jákvæðar breytingar og annarskonar hugsanagangur..
Margir ávinningar, sigrar, hamingja og góðir hlutir, og það gengur vel og margt á uppleið hjá mörgum sem ég þekki og samgleðst ég þeim mjög:-)
En því miður eru nokkrir sem þjást og líður illa í myrkrinu og óska ég þess að þeir jafni sig sem fyrst og sendi daimaku til þeirra þegar ég kyrja..
19. janúar 2008
Ég elska lífið og það er svo gaman að vera til:-)
er búin að vera í háu lífsástandi undanfarið og það er svo frábær tilfinning, að líða svona vel. Elska ykkur öll, vona að ykkur líði vel og hafið gaman af því að vera til;-)
en ef ekki, ef allt er svart og ómögulegt og neikvætt, þá skuluð þið taka það trúanlegt að ástandið á eftir að lagast og það er svo sannarlega hægt að breyta eitri í meðal.
Ég hef sko fengið að reyna það í gegnum ævina og á ákveðnum tímabilum og í sumum aðstæðum hefði ég alls ekki trúað því, en ótrúlegustu hlutir hafa svo sannarlega gerst..
Sendi knús, jákvæða orku og daimaku út í heiminn.
Nam-mjó-hó-renge-kjó:-)
Sandra hamingjusama..
11. ágúst 2008
Á fimmtudaginn fór ég ásamt öðrum búddista upp á völl að ná í tvo erlenda búddista sem voru að koma til landsins að taka þátt í Gleðigöngunni...
Við keyrðum í bæinn og ég skutlaði þeim á hótelið og fór svo niður á Lindargötu að taka þátt í að skreyta vagninn okkar SGI búddista;-)
Laugardagurinn var æðislegur og skemmtilegur í alla staði. Ég var kominn niður á Hlemm um eittleytið til að hitta búddistana. Ég var fyrst að hugsa um að horfa á gönguna og taka myndir eins og ég hef gert undanfarin ár, en tók ákvörðun um að taka þátt í göngunni með hópnum:-)
Það var skemmtileg og skrýtin upplifun og ég sé sko alls ekki eftir því,og mér líður mjög vel núna eftir alla þessu nýju og frábæru upplifun, bæði undirbúninginn (sem ég hef aldrei tekið þátt í áður) og svo sjálfa gönguna (í fyrsta skipti sem ég tek þátt:-)
Við vorum í merktum appelsínugulum bolum og vorum með vagn þar sem þemað var Galdrakarlinn í Oz og svo voru í kringum 40 búddistar(þó ekki allur hópurinn í einu) sem gengu fyrir framan, aftan og meðfram vagninum:-)
Læt þetta nægja í bili,og vona að ykkur gangi vel á öllum sviðum lífs ykkar;-)
Risaknús og jákvæð orka til allra...
Sandra
1.janúar 2009
Góða kvöldið og gleðilegt nýár:-)
Nýja árið byrjar vel, fór uppúr hádegi á frábært og vel heppnað nýjársgongyo á aðalhátíðisdagi okkar búddista. Ég var í ábyrgð og þess vegna mætti ég snemma ásamt hópi víkinga og valkyrja til að undirbúa. Svo byrjaði hátíðin klukkan 14:00 og það komu 115 búddistar:-)
Það voru þrír einstaklingar sem tóku við Gohonzon og óska ég þeim hjartanlega til hamingju með þennan áfanga:-)
Fyrst var dagskrá og síðan kaffiveisla á eftir...
Ég var komin heim um kl.17:00 og klukkan rúmlega 18:00 tók við matarveisla(hangikjöt og tilheyrandi) með fjölskyldunni:-)
Já, góður og skemmtilegur nýjársdagur að kveldi komin..
Vona að þið hafið átt góðan dag..
Sandra
13. janúar 2009
veit varla hvar ég á byrja, það hefur verið svo mikið um að vera:-)
Á laugardaginn var æðislegt, hvetjandi, fjölmennt og vel heppnað búddistanámskeið, þar sem komu gestir frá Danmörku og héldu góða fyrirlestra:-)
Á sunnudagsmorguninn var frábær ungmennafundur og þar var m.a. talað um námskeið í Danmörku í haust sem er mjög spennandi og ég ætla að kyrja fyrir því að ég komist á það:-)
Á sunnudagskvöldið var svo matarboð hér heima, fullt af fólki og við fengum jólamat:-)
í gær var ég að kenna, kom svo heim, hvíldi mig, lærði aðeins, fór í ræktina og svo aftur að læra þegar heim var komið;-)
Ég er að hugsa um að fara á ungrakvennafund á eftir, og svo er planið að fara með vinkonum í danstíma á morgun;-)
Jamm nóg að gera, mikið um að vera í búddismanum, reynt að fara oft í leikfimi, lærdómur og námskeið byrjað aftur og svo að sjálfsögðu frábæra vinnan mín:-)
Ég elska lífið, er í háu lífsástandi, hamingjusöm og glöð, full af orku og sendi ykkur jákvæða og góða orku elsku dúllurnar mínar:-)
Nam-mjó-hó-renge-kjó:-)
Ljóðabrot
Þungur taktur frá sneriltrommum,
píanó, fiðla og fuglasöngur,
flýtur mjúklega úr hátalara,
hreinsar hugann,
fyllir rýmið,
og opnar minningarbankann.
Mannveran situr við stýrið
frjáls og mjúk innan í sér,
starir á óendanlegt ljósið á himninum,
meðan fagrir hljómar
renna saman við gamlar og nýjar myndir.
Myndir af liðnum tíma,
fólki, stöðum, samtölum og atvikum,
góðum, slæmum, döprum, ljótum og fallegum,
huggandi, særandi, gefandi, þroskandi.
Margt er gleymt og grafið
leystist fljótt og vel,
fyrirgefið og horfið í eilífðina,
eitri breytt í meðal.
Annað er geymt en ekki gleymt
og þarf lengri tíma til að jafna sig.
En það er nógur tími
og það jákvæða sigrar alltaf.
Opin hugur, stórt hjarta, viska, kjarkur, umhyggja, víðsýni og kærleikur
er allt sem þarf:-)
Leiðsögn dagsins
29.apríl
Hvað er góður árangur í lífinu? Hverjir ná raunverulega góðum árangri? Það er til frægt og valdamikið fólk sem verða aumkunarverðar mannverur þegar þau eldast. Það er til fólk sem deyr einmanna og yfirgefið. Þannig að hvað er góður árangur? Enski hugsuðurinn Walter Pater (1839-94) skrifaði: "Að brenna alltaf með þessum ákafa geislandi loga, að viðhalda þeirri alsælu, er góður árangur í lífinu." Manneskja sem lifir lífinu til fulls, geislandi af lífsorku, er manneskja sem lifir árangursríku lífi.
Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda
<< Home