Tuesday, October 24, 2006

Er á lífi:-)

Vá það er sko allt að gerast á sama tíma. Kannist þið við það að eina stundina er allt að gerast og svo ekkert þá næstu?
Er búin að vera nonstop síðan á föstudag og sko ekki allt búið enn! Var að koma inn úr dyrunum, er að fá mér kaffibolla, sturtu og svo út aftur á hverfisfund.
Það sem ég hef verið að fást við undanfarið er m.a.: Ráðstefna í Kennó, vinna og vinna, mjög mikið að gera þar, heimavinna, foreldrafundir, hverfisfundir, sameinginlegar kyrjanir, leikfimi, heimsóknir, smurning, dekkjaskipti, búðarferðir, spilakvöld, var boðið í skrínlagningu hjá ungri dömu sem var mjög gaman og fallegt og æðislegt að fá að vera viðstödd þegar Gohonzoninn hennar(trúartákn okkar búddista sem við kyrjum fyrir framan,) var skrínlagðursettur í Butsudaninn hennar(það er skápurinn sem við kyrjum fyrir framan) og kyrja í fyrsta skipti fyrir framan hann:-)
Jamm ekki er allt búið. Dekkjaskipting og úraviðgerð á morgun, heimavinna, pakka niður og svo sofa eldsnemma á fimmtudagskvöld og svo út til Skotlands á ráðstefnu með nokkrum hressum samkennurum á föstudagsmorgun:-)
Komum svo heim dauðþreyttar og crazy seinnipart á þriðjudag;-)

Leiðsögn dagsins:

Á meðan þú hefur hugrekki muntu aldrei breyta frá þinni Búddisku iðkun vegna illra áhrifa. Þú getur svo sannarlega lifað þýðingamiklu lífi og sannarlega notið hvers augnabliks lífs þíns. Ef þú hefur nógu mikið hugrekki, munt þú upplifa stórkostlegar framfarir af sterkum lífskrafti sem mun gera þér kleift að breyta þínu neikvæða karma. Á sama tíma og skilningur á hlutverki þínu fyrir kosen rufu mun einnig styrkjast.(Ikeda)

Nóg í bili.
Sandra síhressa:-)

Monday, October 16, 2006

Lífið er stutt

Ein yndisleg vinkona mín er stundum að senda mér falleg heilræði með krúttlegum myndum í tölvupósti og svo á ég að senda þau áfram. T.d sendi hún mér þetta hér og þetta dúllulega með öllum böngsunum og vinunum að faðmast:-)
Ég sendi þetta hér með áfram til ykkar því þið eruð best og flottust:-)

Sunday, October 15, 2006

Fólk eldra en 25 ætti að vera dáið!

Mér fannst þetta svo mikið snilld sem ég var að lesa á síðunni hjá Gulla
að ég varð bara að fá þennan texta "lánaðan"

Eftirfarandi texti var á vegi mínum fyrir nokkrum mánuðum. Rakst nú aftur á hann. Ég deili honum nú með ykkur (uppruni er óþekktur):

Fólk eldra en 25 ætti að vera dáið!
Fyrir daga farsíma og rítalíns.
Sjúkket maður, ég er orðin 25 ára. Fólk eldra en 25 ætti að vera dáið!(eða vorum við bara heppin?)

Ég var að spjalla um daginn við vin minn um þá "gömlu góðu daga" og við komumst að því að fólk sem er eldra en 25 ára ætti í raun að vera dáið. Já, samkvæmt löggjöfum og skriffinnum nútímans ættu þau okkar sem voru börn á 5., 6. 7. og fyrrihluta 8. áratuga síðustu aldar ekki að hafa lifað af.

HVERS VEGNA VAR ÞESSI NIÐURSTAÐA OKKAR SVONA?

-Jú, barnarúmin okkar voru máluð með blýmálningu.

-Það var engin barnalæsing á lyfjaglösum, hurðum eða skápum og þegar við hjóluðum notaði ekkert okkar hjálm.

-Sem börn sátum við í bílum án öryggisbelta og/eða púða.

-Að fá far á vörubílspalli var sérlega gaman. Við borðuðum brauð með smjöri, drukkum gos með sykri, en fæst okkar lentu í offituvandamálum, því við vorum alltaf úti að leika, við deildum gjarnan gosflösku með öðrum og allir drukku úr sömu flöskunni án þess að nokkur létist.

-Við vörðum löngum stundum í að byggja kassabíl úr dóti og drasli og þutum á honum niður brekkuna, bara til að uppgötva að við höfðum gleymt bremsunum. Eftir nokkrar veltur lærðum við að leysa vandamálið.

-Við fórum að heiman snemma á morgnanna til að leika okkur allan daginn og komum aftur heim í kvöldmat. Enginn hafði möguleika á því að ná í okkur yfir daginn.

-Engir farsímar. Ha, engir farsímar? Óhugsandi! Sumir áttu litlar talstöðvar sem var flott að eiga!

-Við áttum ekki Playstation, Nintento 64, X-box, enga tölvuleiki, ekki fjölmargar rásir í sjónvarpinu, ekki video, ekki gervihnattasjónvarp, ekki heimabíó, farsíma, heimilistölvu eða spjallrásir á Internetinu.

-Við eignuðumst vini! Við fórum bara út og fundum þá.

-Við duttum í skurði, skárum okkur, fótbrotnuðum, brutum tennur, en enginn var kærður fyrir þessi óhöpp. Þetta voru jú óhöpp. Það var ekki hægt að kenna neinum um? nema okkur sjálfum.
Manstu eftir óhappi?

-Við slógumst, urðum blá og marin og lærðum að komast yfir það.

-Við lékum okkur í nýbyggingum, fundum upp leiki með naglaspýtum og drasli og átum maðka og reyktum njóla. Þrátt fyrir aðvaranir voru það ekki mörg augu sem duttu út og ekki lifðu maðkarnir inni í okkur til eilífðar og margir gáfust upp á fyrsta njólanum!

-Við hjóluðum eða gengum hvert til annars, bönkuðum á dyrnar, gengum inn og létum eins og heima hjá okkur.

-Við lékum okkur úti eftir kvöldmat, fórum í fallin spýta, eina krónu, eltingaleik eða feluleik, svo ekki sé minnst á löggu og bófa. Svo þegar aldurinn sagði til sín fórum við í kossaleik og eignuðumst kærustu/kærasta.

-Það þurfti engar félagsmiðstöðvar eða neina til að stjórna okkur

- Við stjórnuðum okkur sjálf.

-Sumir nemendur voru ekki eins glúrnir og aðrir, þeir lentu í tossabekk.
Hræðilegt.... En þeir lifðu af.

-Engin vissi hvað Rídalín var og engin bruddi pillur sem barn.

-Það var farið í þrjúbíó á sunnudögum með popp með sér og kakó á Lybbís-flösku, og Andrés Önd var á dönsku, sem hefur hjálpað mörgum námsmanninum í að fóta sig í norðurlandamálunum seinna meir.

-Við fórum í sunnudagsskóla eða sóttum KFUM og K, sungum og vorum í Skátunum og lærðum hnúta og kurteisi.

-Ef það sprakk á hjólinu lagfærðum við það í sameiningu og alveg sjálf.

-Morgunkornið okkar var m.a. TRIX morgunkorn, og við lifðum af litarefnið í því...

OG AFLEIÐINGIN ER ÞESSI!

Síðustu 50 ár hafa verið sprengja nýsköpunar og nýrra hugmynda. Við áttum frelsi, sigra, ósigra og ábyrgð og við lærðum að takast á við það allt saman. Við sem ólumst upp áður en löggjafi og stjórnvöld settu lög og reglur um líf okkar sem þeir segja að sé ,,okkur sjálfum fyrir bestu?. Þessi kynslóð hefur alið af sér fólk sem er tilbúið að taka áhættu, góð að leysa vandamál og bestu fjárfestar nokkru sinni.

Við áttum bara gott líf er það ekki?

Hafið það gott í komandi viku.
Sandra

Friday, October 13, 2006

Skref í átt að Kosen-Rufu

Þetta er alveg frábært framtak og sýnir góða viðleitni til að koma á Kosen-Rufu (heimsfriði):-)


For those of you who didn't know this.... IT's Hug day.


*Hug**Hug**Hug**Hug**Hug**Hug* *Hug**Hug**Hug**Hug**Hug**Hug* *Hug**Hug**Hug**Hug**Hug**Hug* *Hug**Hug**Hug**Hug**Hug**Hug* *

You have just been hugged!!
That's right, there's no getting out of it
this time!! This is the start of a full-scale
Hug O' War! So hug everyone you know!!!

Hug your friends, your enemies, everyone!!
With all the other forwards out there, I
thought this would be a good one to start.
The hug is my favorite sign of affection. It
can mean so much, and so many things at
the same time. It can be a sign of love,
friendship, comfort or anything.

So here you go.
All I can say it will do is brighten someone's day.
I mean, we all need a hug once in a while.

Sunday, October 08, 2006

Vellíðan

Mér líður vel þessa dagana og er í góðu lífsástandi, innri ró og fínu jafnvægi:-)
Það er svo gott að líða vel og geta tekist á við daginn með frið í sálinni, jafnaðargeði og með bros á vör;-)

Hjartans þakkir elsku Jói minn fyrir að hafa hjálpað mér af stað, stutt mig á leiðinni og ekki gefist upp:-)
Sem og allir aðrir sem hafa tekið svo vel og fallega á móti mér og hjálpað mér áfram:-)

Ég er svo innlega þakklát fyrir að hafa kynnst þessum búddisma og langar svo til að segja öllum frá þessari frábæru leið til að öðlast hamingju og frið.
Ég hef sagt nokkrum frá og það er alveg frábært hvað þeir eru opnir og jákvæðir gagnvart þessu:-)
En það eru svo margir sem eru að leita að hamingju í þessum hraða og grimma heimi..
Það hafa allir búddaeðli í sér, það þarf bara að finna og birta það:-)
Langar bara að deila þessu með ykkur núna..

Mig langar til að óska tveimur frábærum og yndislegum dömum til hamingju með afmælið:-)
Fyrri kveðjan er til þín Heba mín. Hjartanlega til hamingju með stórafmælið á föstudaginn. Vona að þú hafir fengið gjöfina frá mér og hafir átt góðan og skemmtilegan dag:-)

Seinni kveðjan er til þín Lára mín. Hjartanlega hamingjuóskir með afmælið á morgun. Þú færð gjöfina frá mér bráðlega:-) Vona að þú eigir góðan dag og gerir eitthvað skemmtilegt í tilefni dagsins:-)

Vil enda á fallegu og hvetjandi gullkorni eftir Jerome. K. Jerome sem er tekið úr bókinni"Gullkorn um vonina"

Hverja sekúndu hefst nýtt líf. Við skulum stefna til móts við það glöð í huga.
Áfram hlýtur leiðin að liggja, hvort sem við viljum eða ekki, og gangan verður auðveldari ef við kjósum að horfa fram á veginn í stað þess að vera sífellt að líta um öxl.

Vona að þið eigið góða viku framundan;-)