Tuesday, October 24, 2006

Er á lífi:-)

Vá það er sko allt að gerast á sama tíma. Kannist þið við það að eina stundina er allt að gerast og svo ekkert þá næstu?
Er búin að vera nonstop síðan á föstudag og sko ekki allt búið enn! Var að koma inn úr dyrunum, er að fá mér kaffibolla, sturtu og svo út aftur á hverfisfund.
Það sem ég hef verið að fást við undanfarið er m.a.: Ráðstefna í Kennó, vinna og vinna, mjög mikið að gera þar, heimavinna, foreldrafundir, hverfisfundir, sameinginlegar kyrjanir, leikfimi, heimsóknir, smurning, dekkjaskipti, búðarferðir, spilakvöld, var boðið í skrínlagningu hjá ungri dömu sem var mjög gaman og fallegt og æðislegt að fá að vera viðstödd þegar Gohonzoninn hennar(trúartákn okkar búddista sem við kyrjum fyrir framan,) var skrínlagðursettur í Butsudaninn hennar(það er skápurinn sem við kyrjum fyrir framan) og kyrja í fyrsta skipti fyrir framan hann:-)
Jamm ekki er allt búið. Dekkjaskipting og úraviðgerð á morgun, heimavinna, pakka niður og svo sofa eldsnemma á fimmtudagskvöld og svo út til Skotlands á ráðstefnu með nokkrum hressum samkennurum á föstudagsmorgun:-)
Komum svo heim dauðþreyttar og crazy seinnipart á þriðjudag;-)

Leiðsögn dagsins:

Á meðan þú hefur hugrekki muntu aldrei breyta frá þinni Búddisku iðkun vegna illra áhrifa. Þú getur svo sannarlega lifað þýðingamiklu lífi og sannarlega notið hvers augnabliks lífs þíns. Ef þú hefur nógu mikið hugrekki, munt þú upplifa stórkostlegar framfarir af sterkum lífskrafti sem mun gera þér kleift að breyta þínu neikvæða karma. Á sama tíma og skilningur á hlutverki þínu fyrir kosen rufu mun einnig styrkjast.(Ikeda)

Nóg í bili.
Sandra síhressa:-)