Sunday, June 20, 2010

frábær

viðburðarrík og góð helgi að baki:-)
Á föstudaginn fór ég eftir vinnu að heimsækja Jóa bróður sem var að koma heim úr tveggja vikna vinnuferð. Ég hitti líka Láru og Gunnar Aðalstein sem sat hissa og glaður í nýja "magapokanum" á maganum á pabba sínum sem Jói keypti úti:-)
Þegar ég kom heim dreif ég mig í ræktina og hamaðist í tækjunum í c.a. klukkutíma:-)
Kvöldinu eyddi ég svo í rólegheitum fyrir framan imbann..
Laugardagurinn byrjaði og endaði með hreyfingu:-)
Vaknaði snemma og undirbjó mig fyrir kvennahlaupið sem var klukkan 11:00 hér í Mosó..
Var voðalega flott í þessum líka appelsínugula bol;-)



Fór 3 km og var bara nokkuð ánægð með mig þegar ég kom í mark og fékk medalíu(sem var stærri og þyngri núna heldur en í fyrra), dreif mig svo heim, fékk mér að borða og lagði mig svo smástund:-)
Kíkti svo rétt aðeins til mömmu seinnipartinn, fór í búð og svo heim til að undirbúa mig undir stelpukvöldið..
Við Heiður fórum fyrst í bíó á myndina A-TEAM, sem var alveg frábær og fyndin hasarmynd, ég mæli með henni:-)
Að því loknu fórum við í bæinn og dönsuðum í tæplega 2 tíma og skemmtum okkur vel á dansstað sem heitir Austur:-)
Kom heim um 3 leytið sveitt, þreytt og ánægð og alveg búin á því:-)

Í dag vaknaði ég um hádegið, dundaði í tölvunni smástund, fór í sturtu og byrjaði svo að elda grænmetissúpu fyrir súpukyrjunina sem var hér heima seinnipartinn:-)
Við vorum fjögur á kyrjuninni allt meðlimir úr hverfinu mínu, við kyrjuðum, fengum okkur súpu og kyrjuðum svo meira:-)

En svo hélt ég líka ungmennakyrjun hér heima í kvöld og vorum við 3 ungar öflugar konur að kyrja saman:-)

Já, þetta var frábært og gott að kyrja svona mikið með góðum vinum, ég kyrjaði samtals í 3 tíma í dag með hléum:-)

Eftir seinni kyrjunina fór ég í stuttan göngutúr, kíkti svo aðeins í tölvuna og er nú að fara að sofa, þreytt, útkyrjuð, glöð og hamingjusöm eftir góða og fjölbreytta daga:-)

Vil þakka öllum sem ég hitti, talaði við og hafði samskipti við um helgina fyrir yndislegar samverustundir:-)

Vona að þið eigið góða viku framundan og að ykkur líði vel á líkama og sál:-)

Nam-mjó-renge-kjó.
Knús og kossar..
Sandra sæla..

Vil enda á leiðsögn frá Ikeda.

21.júní
Þegar þú helgar líf þitt því að ná takmarki þínu, þá mun grunnhyggin gagnrýni ekki trufla þig. Í reynd er ekki hægt að áorka neinu sem skiptir sköpum ef þú leyfir smávægilegum málum að hafa áhrif á þig, alltaf lítandi um öxl og að spá í hvað aðrir segja eða hugsa. Lykillinn að árangri er að halda áfram einbeittur þá leið sem þú hefur valið þér.


Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Tuesday, June 15, 2010

Fór

í heimsókn í gærkvöldi til Láru og Gunnar Aðalsteins litla frænda sem er núna orðinn 4 mánaða. Ég elska að vera nálægt honum, hætti að hugsa um allt sem er í gangi í kringum mig og verð svo mjúk inn í mér:-)
Þessi elska lá á leikteppinu sínu á gólfinu, brosti svo fallega og var kátur:-)
Ég tala mikið við hann þegar ég kem og að sjá fallega brosið hans þegar maður kitlar tærnar hans, brosir til hans, heldur í hendurnar, horfir í augun hans eða fíflast eitthvað, það er alveg ómetanlegt:-)
Svo hló hann líka með mér nokkrum sinnum og það var æðislegt að heyra og fylgjast með því:-)
Gunnar Aðalsteinn er líka orðinn svo duglegur og sterkur að hreyfa sig, sparka, toga, spyrna og liggja á maganum og halda höfði:-)
Það er bara ekki hægt annað en að vera hrifin af þessum fallega og yndislega dreng:-)