Tuesday, March 29, 2011

já,

það hafa verið skrýtnir, skemmtilegir, góðir og pínu erfiðir dagar undanfarið.
Hef fengið góðar, undarlegar og slæmar fréttir af fólkinu í kringum mig..
Upplifanir, samskipti, samtöl og aðstæður hafa einnig verið upp og niður hjá mér...
en svona er lífið, það skiptast á skin og skúrir og allt þar á milli;-)

Ég hef kyrjað mikið síðustu daga og verið mikið á fundum og viðburðum tengdum búddismanum sem gerir mér gott og hjálpar mér að takast á við daglegt líf, sem og að styðja aðra:-)

Fór á fallega og yndislega skrínlagninu hjá Heiðu á sunnudaginn og óska ég henni enn og aftur hjartanlega til hamingju:-)

Um helgina kíkti ég tvisvar sinnum í bíó, fór á kaffihús á föstudagskvöldið, í heimsókn og á kyrjun á laugardaginn:-)
og hef svo legið hér heima í flensu síðustu tvo daga;-(

en þetta er nú allt að lagast, vorið er komið, snjórinn er farinn, fuglarnir syngja hér frá morgni til kvölds og í dag var falleg sól og gott veður:-)

Vona að þið séuð heil heilsu og eigið góða daga framundan:-)

bangsaknús og kossar...



Nam-mjó-hó-renge-kjó:-)
Sandra kvefaða..

Vil enda á leiðsögn frá Ikeda:

26.mars

Það sem skiptir fyrst og fremst máli er fólk – ekki fræga, valdamikla, ríka, sérfræðimenntaða fólkið, eða þeir sem samfélagið metur sem frábært eða lofsvert. Tilgangur allra hluta verður að vera hamingja fólksins. Allt annað ætti aðeins að vera leið að því marki. Þeir sem þekkja ekki þetta grundvallaratriði og líta niður á fólkið og notfæra sér það eru ómerkilegir út í gegn og fyrirlitlegir; þeir standa í vegi fyrir hamingju fólksins.

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Thursday, March 10, 2011

leiðsögn frá Ikeda

Þið megið ekki eitt andartak gefast upp við að byggja upp nýtt líf fyrir ykkur sjálf. Sönn sköpun felst í því að mjaka opnum hinum þunglamalegu og stirðu dyrum til lífsins. Þetta er ekki auðveld barátta. Reyndar er þetta eitt erfiðasta verk í heimi. Því að opna dyrnar að eigin lífi er þegar allt kemur til alls erfiðara en opna dyrnar að leyndardómum alheimsins. En í þessu felst einmitt að standa vörð um heiður þinn sem mannlegrar veru. Þessi barátta gerir líf þitt þess virði að þú lifir því. Ég fullyrði að enginn er eins einmana eða eins óhamingjusamur og maður sem ekki þekkir hina hreinu gleði að skapa sér nýtt líf. Að vera maður felst ekki aðeins í því að standa uppréttur og sýna greind. Að vera maður í fyllstu merkingu orðsins er að lifa skapandi lífi."
Daisaku Ikeda forseti SGI

Wednesday, March 09, 2011

búið

að vera mikið um að vera undanfarnar helgar:-)

Laugardaginn 19. febrúar var fjöldakyrjun og kynningarfundur hjá okkur búddistum í SGI á Íslandi:-)
Þar var ég með mína fyrstu reynslu á stórum sameiginlegum fundi um það hvað búddisminn hefur gert fyrir mitt líf og upplifun mína af búddisma:-)
Ég valdi nokkrar jákvæðar og neikvæðar dagbókafærslur sem ég hef skrifað hér um upplifun mína og tilfinningar af lífinu, tilverunni og búddisma og deildi því með þeim sem voru í salnum:-)
Það gekk bara vel og ég fékk hrós, faðmlög og klapp á bakið:-)
mikill sigur að deila þessu og ég yfirsteig feimni og fleira þennan dag:-)

tökum nú fyrir laugardaginn 26. febrúar 2011:-)
Ég vaknaði um 9 leytið, fékk mér að borða og las blöðin, fór svo í sturtu, klæddi mig í fín föt, setti á mig skartgripi og smá andlitsföðrun.
Þegar leið að hádegi fór ég í Háskólabíó til að vera viðstödd brautskráninguna mína úr diplómanáminu í HÍ:-)
Ég fann sætið mitt, beið eftir mömmu og settist svo á minn stað.. Athöfnin byrjaði kl. 13:00 og þar sem það voru um 450 manns að útskrifast ákvað ég að hafa kaffiveislu heima um 16:30 því þá yrði athöfnin örugglega búin og ég komin heim.
En nei, ég varð ekkert smá hissa þegar búið var að útskrifa alla kl. 14:00! snöggir að þessu:-)
og þá var eftir ræða og söngur:-)
það var búið um 14:30 og þá hringdi ég í þessa fáu gesti sem ég bauð og sagði að ég væri á leiðinni heim og að það væri velkomið að koma fyrr:-)
Við gæddum okkur á gómsætri hráköku, konfekti og góðum heitum rétti:-)
Ég fékk góðar gjafir, blóm, pening, ilmvatn, gloss og bók:-)
ásamt góðum kveðjum og skilaboðum frá vinum og ættingum í gegnum netið:-)
og vil ég þakka kærlega fyrir mig:-)



Við vorum hér í góðum gír til kl 18:00 en þá fór ég að undirbúa mig undir Góugleðina(kvennakvöld Fylkis) sem ég var að fara á með vinnufélögum.

Ég fékk mér í glas, skipti um föt, fór í glimmerfangabúninginn, skellti meiri málningu í andlitið og svo skutlaði Jói mér í vinnustaðapartýið:-)
Þar voru allar gellurnar í góðu stuði, enda búnar að vera í partýinu í þónokkurn tíma;-)
Þær voru allar málaðar með glimmer í kringum augum og með tonn af spreyi í hárinu sem var úfið og allt út í loftið og fékk ég sömu meðferð við komuna:-)
Eftir kjaftagang, drykk, hlátur og myndatöku gengum við svo villtar og glaðar niður í Fylkisheimili þar sem var matur, skemmtiatriði, happdrætti og dansiball fram eftir nóttu:-)
Við vöktum mikla athygli í salnum þegar við gengum inn, það voru teknar myndir og bara gaman að því:-)
Þetta er í fyrsta skipti sem ég mætti á Góugleðina en þetta er árlegur viðburður og það er ákveðið þema í hvert sinn. Þetta árið var þemað appelsínugult:-)

Mikið stuð og gaman og ég kom heim með leigubíl klukkan rúmlega 01 eftir miðnætti, sveitt, þreytt, glöð, með varalit út um allt, glimmer niður fyrir augu, pínu full og völt á fótum:-)
og leit svona út:-)



Sunnudeginum var svo eytt í leti og afslöppun:-)
dagarnir á eftir einkenndust af vinnu, leikfimi, tölvuhangsi og fleira:-)

Síðan er það helgin 5. og 6. mars sem voru líka viðburðarrík:-)
Á laugardeginum vorum við Heiða í valkyrjuábyrgð, að sjá um kaffið, lesa leiðsögn og fleira þar sem hverfið okkar er með ábyrgð á laugardagskyrjunum í mars:-)
Eftir kyrjun fór ég á bókamarkaðinn í Perlunni og keypti dálítið af bókum og svo fór ég í Kringluna og eyddi aðeins meira af peningum;-)
Á leiðinni heim kíkti ég í heimsókn til mömmu:-)
Um kvöldið fórum við Heiður vinkona í bíó að sjá myndina Hall pass og ég mæli með henni, ég lá í hláturskasti stóran hluta af myndinni:-)

Sunnudagurinn 6. mars var líka einn af þessum dögum sem hafa merkingu í mínu lífi:-)
Þennan fallega dag tók hún Heiða sem er fyrrverandi vinnufélagi minn og núverandi vinkona á móti Gohonzon:-)
ég samgleðst henni innilega og óska henni hjartanlega til hamingju með þessa stórkostlegu ákvörðun:-)
Við tókum nokkrar myndir og þetta var hátíðleg stund og það var mjög gleðilegt að nokkrir úr fjölskyldu Heiðu voru viðstaddir athöfnina:-)

Eftir kaffi og kökuveislu fór ég aðeins til mömmu og fór svo heim og lá í leti og bókalestri fram eftir degi:-)
Um kvöldið fór ég svo óvænt í bíó(já aftur) og sá að þessu sinni spennumyndina The Mechanic sem ég mæli líka með:-)

Svo fór ég í starfsmannaþróunarviðtal í vinnunni í gær og það gekk allt vel, ég og skólastjórinn vorum að leggja línurnar fyrir haustið og ræða ýmislegt vinnutengt:-)

Já, svona er lífið hjá mér þessa dagana:-)

læt þetta gott heita í bili enda orðin löng færsla núna...

Vona að þið eigið góða daga og séuð glöð og hamingjusöm;-)
Lífið er bara þetta andartak og einn dagur í einu og það er okkar að ákveða hvernig við viljum eyða því:-)
Það eru nefnilega 3000 möguleikar á hverju augnabliki:-)

knús og kossar...
Sandra syfjaða...

Vil svo enda færsluna á fallegri leiðsögn frá Ikeda:

1.maí

Á leiðinni heim í kvöld, gætirðu staldrað aðeins við til að virða fyrir þér næturhimininn og leyfa hjarta þínu að tengjast tunglinu í hljóðum samræðum. Kannski gætir þú samið ljóð og skrifað það í dagbókarfærsluna fyrir þennan dag. Ég óska þér þess að þú búir yfir slíkum anda skáldsins.

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda