Thursday, March 10, 2011

leiðsögn frá Ikeda

Þið megið ekki eitt andartak gefast upp við að byggja upp nýtt líf fyrir ykkur sjálf. Sönn sköpun felst í því að mjaka opnum hinum þunglamalegu og stirðu dyrum til lífsins. Þetta er ekki auðveld barátta. Reyndar er þetta eitt erfiðasta verk í heimi. Því að opna dyrnar að eigin lífi er þegar allt kemur til alls erfiðara en opna dyrnar að leyndardómum alheimsins. En í þessu felst einmitt að standa vörð um heiður þinn sem mannlegrar veru. Þessi barátta gerir líf þitt þess virði að þú lifir því. Ég fullyrði að enginn er eins einmana eða eins óhamingjusamur og maður sem ekki þekkir hina hreinu gleði að skapa sér nýtt líf. Að vera maður felst ekki aðeins í því að standa uppréttur og sýna greind. Að vera maður í fyllstu merkingu orðsins er að lifa skapandi lífi."
Daisaku Ikeda forseti SGI