Tuesday, March 29, 2011

já,

það hafa verið skrýtnir, skemmtilegir, góðir og pínu erfiðir dagar undanfarið.
Hef fengið góðar, undarlegar og slæmar fréttir af fólkinu í kringum mig..
Upplifanir, samskipti, samtöl og aðstæður hafa einnig verið upp og niður hjá mér...
en svona er lífið, það skiptast á skin og skúrir og allt þar á milli;-)

Ég hef kyrjað mikið síðustu daga og verið mikið á fundum og viðburðum tengdum búddismanum sem gerir mér gott og hjálpar mér að takast á við daglegt líf, sem og að styðja aðra:-)

Fór á fallega og yndislega skrínlagninu hjá Heiðu á sunnudaginn og óska ég henni enn og aftur hjartanlega til hamingju:-)

Um helgina kíkti ég tvisvar sinnum í bíó, fór á kaffihús á föstudagskvöldið, í heimsókn og á kyrjun á laugardaginn:-)
og hef svo legið hér heima í flensu síðustu tvo daga;-(

en þetta er nú allt að lagast, vorið er komið, snjórinn er farinn, fuglarnir syngja hér frá morgni til kvölds og í dag var falleg sól og gott veður:-)

Vona að þið séuð heil heilsu og eigið góða daga framundan:-)

bangsaknús og kossar...



Nam-mjó-hó-renge-kjó:-)
Sandra kvefaða..

Vil enda á leiðsögn frá Ikeda:

26.mars

Það sem skiptir fyrst og fremst máli er fólk – ekki fræga, valdamikla, ríka, sérfræðimenntaða fólkið, eða þeir sem samfélagið metur sem frábært eða lofsvert. Tilgangur allra hluta verður að vera hamingja fólksins. Allt annað ætti aðeins að vera leið að því marki. Þeir sem þekkja ekki þetta grundvallaratriði og líta niður á fólkið og notfæra sér það eru ómerkilegir út í gegn og fyrirlitlegir; þeir standa í vegi fyrir hamingju fólksins.

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda